Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Síða 24

Fálkinn - 05.07.1961, Síða 24
TILVALINN TENGDAS Þegar Johnson opnaði dyrnar og sá, hver var í fylgd með dóttur hans, datt honum fyrst í hug að toga Sally inn og loka unga manninn úti, en Sallý var á annarri skoðun. — Góða kvöldið, pabbi! sagði hún. — Fyrirgefðu, að ég vakti þig, en ég gleymdi að taka húslykilinn með mér. — Það gerir ekkert til! sagði faðir hennar byrstur. — Það vill svo vel til, að við erum ekki háttuð eða kannski þú haldir að ég sofi í öllum fötunum? — Svona, svona, vertu nú ekki ergi- legur. — Bjóddu vini þínum góða nótt og komdu með mér inn. — Nei, hann kemur líka! Hann bjargaði lífi mínu og ég er viss um, að þig langar til að þakka honum fyr- .ir það. Ég veit að mamma gerir það að minnsta kosti, þó að þú viljir það ekki. Þetta hitti — beint í mark. Johnson varð hátíðlegur og sagði: —- Afsakið, herra ? — Kallið mig bara Georg. — Afsakið, Georg, viljið þér ekki koma inn fyrir? Hann gekk á undan þeim inn í setu- stofuna, þar sem hann kynnti Georg sem „einn af vinum Sallýar, sem hafði víst bjargað lífi hennar“. .— Af hverju segirðu það! sagði Sallý æst. — Hann bjargaði lífi mínu! Við hittumst á ballinu og svo biluðu ljósin á vespunni minni. Geoi’g gerði við þau fyrir mig. Annars er ég v.iss um, að ég hefði ekið út af veginum. Þarna sjáið þið! Johnson lét fallast niður í hæginda- stólinn við arininn og benti gesti ,sín- um að setjast í sófann. Sallý settist á sófabríkina, krosslagði fæturna og sýndi meira af öðrum nælonsokknum en góðu hófi gegndi. Móðir hennar tók eftir því og sagði: — Sallý! Sallý færði til fótinn og lét sem hún togaði kjól- inn lengra niður. Nú tók faðir hennar til máls. — Það var fallegt af yður að bjarga lífi Sallýar, herra .... hm . . . Georg. Við erum yður ákaflega þakklát. — Þetta vissi ég alltaf, sagði Sallý. — Og þá ertu áreiðanlega til í að bjóða Georg til miðdegisverðar á morgun? Hann hefur ekkert sérstakt fyrir stafni, og ég þarf ekki á sjúkra- húsið fyrr en hinn daginn. — Já, eigum við ekki að gera það? Það gæti verið ljómandi gaman, sagði frú Johnson. -—■ Ágætt! Gætum við þá ekki farið að hátta? Það er ekki af Því að mig langi til að fleygja yður á dyr ... Miðdegisverðurinn daginn eftir tókst 24 engan veginn vel, þó að Sallý og móð- ir hennar legðu sig allar fram. Georg var enginn snillingur í að halda uppi samræðum, og Johnson, sem gat verið léttur og kátur þegar því var að skipta, kærði sig ekkert um að sýna á sér þessa betri hlið. Öllum létti, þegar staðið var upp frá borðum, og Sallý bauðst til að þvo upp, bæði sín vegna og Georgs. Án minnstu umhugsunar fór frú Jöhnson að hreyfa mótmælum, en sagði svo skyndilega: — Jú, ef þið viljið það endilega — Auðvitað vilja þau það, sagði Johnson. — Komdu, við skulum fara inn í setustofuna og vita, hvort nokkuð er í sjónvarpinu. Uppþvotturinn tók heilan klukku- tíma, og sá tími fór ekki til spillis hjá Georg og Sallý. Þau færðust nær hvort öðru meðan þau þvoðu upp. Og þegar vinsæll dægurlagasöngvari í sjónvarp- inu byrjaði að syngja svo hátt, að heyrðist fram í eldhúsið, áður en John- son gat lækkað — „Að eilífu ert þú mín, að eilífu ert þú mín“ — studdi Sallý olnbogunum á eldhúsborðið, starði dreymandi augum ofan í upp- þvottavatnið og andvarpaði: — Er líf- ið ekki dásamlegt? Georg hafði verið að hugsa um það sama góða stund. Nú sagði hann djarf- lega: — Ég veit ekki, hvort tilveran er dásamleg. En þú ert það! Sallý gaut augunum til hans og sagði lágt: — Finnst þér það? Hvernig þá? Georg ,stóð í sömu sporum og vafði þvottaklútnum um úlnliðinn á sér af einskærri feimni; það leit helzt út fyr- ir að hann væri að binda gordíonshnút. Sallý tók af honum klútinn og færði sig alveg að honum, og rödd Georgs skalf, þegar hann sagði: — Heldurðu, að tvær manneskjur geti verið skapaðar hvor handa ann- arri? — Forlögin — er það þau, sem þú átt við? — Þú getur kallað það því nafni. Sjáðu til...... í gærkvöldi, þegar þú . . fór ég að hugsa um að mig lang- aði til að giftast þér! — Var það? — Já, og mig langar enn til þess. Mér finnst þú dásamleg. Viltu giftast mér? — Auðvitað. — Ó, Georg! — Ó, Sallý! Kossinn, sem á eftir fylgdi, var kann- ski ekki fyrsta flokks, en hann var mildur og fu-llur ástríðu, hann var gef- inn og þeginn af hreinum hug og hjarta, hamingjutákn þeirra beggja. Og það var langur koss; en þau urðu þó einhvern tíma að draga andann. — Við verðum að segja mömmu og pabba frá þessu, sagði Sallý. — Ó, Georg, er það ekki dásamllegt? Nei, það er alls ekki rétta orðið yfir það Johnson-hjónin sátu í dagstofunni og nutu þess að hlusta á uppáhalds- hljómsveitina sína, þegar Sallý og Georg komu þjótandi inn. — Langar ykkur annars nokkuð til að hlusta á þetta? sagði Sallý og skrúf- aði fyrir sjónvarpið. Johnson opnaði munninn til að segja eitthvað, ásakandi, en mundi svo að það var gestur í stofunni og sagði að- eins: — Ef þér er mikið í mun að fá svar, þá erum við að hlusta. Þetta hefur náttúrlega átt að vera bráðsnjöll spurning? — Okkur Georg langar til að tala við ykkur, sagði Sallý. — Um brúð- kaupið okkar. Johnson hafði næstum gleypt síga- rettuna. Konan hans, sem var að prjóna, missti niður fimm lykkjur, og þau settust bæði upp með snöggu við- bragði. — Sagðirðu brúðkaup? hvíslaði John- son. — Nú, þið þekkist varla ennþá! Og frú Johnson sagði kjökrandi: — Ykkur er ekki alvara? Sallý settist á hægindastólbrík og sagði : — Seztu, Georg. — Já, setjist þér, Georg, endurtók frú Johnson. -—• Ég býst við, að þér sé- uð alveg eins furðu lostinn og við? — Nei, það held ég ekki. — Ekki það? — Nei. Ég hef haft heilan dag til að hugsa málið. — Einmitt það, heilan dag? Það -er enginn smáræðis tími. Nógu langur til að ákveða framtíð yðar ... og Sallý- ar. — Sallý ákveður hana sjálf. — Það er satt! Ef við gerum það ekki fyrir hana . þér vitið að hún hefur ekki náð lögaldri ennþá. Mætti ég spyrja, hve gamall þér eruð? — Ég er tuttugu og þriggja. — Tuttugu og þriggja. Og þér hafið góða og trygga framtíðaratvinnu? Þér ætlið að sjá um að Sallý hafi nóg föt, snyrtivörur og þess háttar? Og miða í leikhús og bíó og aðrar lífsnauðsynj- ar? Eða á hún kannski að hætta hjúkr- unarmálinu og fá sér vinnu úti? Georg roðnaði, en lét þetta að öðru leyti ekki á sig fá. — Ég er bifvélavirki, eins og þér vitið, herra Johnson. Mér þótti þetta leiðinlegt með bílinn yðar, en það var ekki mér að kenna .... Mæðgurnar litu hvor á aðra og sögðu báðar í einu: — Hafið þið hitzt áður? FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.