Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Síða 29

Fálkinn - 05.07.1961, Síða 29
LITLA SAGAN: .LOGADU JOLAKERTI‘ Áður en hann fór á skírdag kveikti hann á gilda kert- inu .... Hérna í veröldinni er hægt að gera nærri því allt, en allt sem gert er hef- ur afleiðingar, sem erfitt er að sneiða hjá. Fangelsin eru full af fólki, sem þangað er komið vegna þess að, þrátt fyrir fulla vissu um að afbrotið, sem það drýgði, gæti aldrei komizt upp, hef- ur því yfirsézt eitthvert smáræði. Stund- um er það öryggisvissan, sem hefur af- hjúpað það. Þannig var það um uppljóstran mjög umtalaðrar brennu í bæ einum í Mið- Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Og allir urðu forviða er það spurðist hver sá seki var. Því að hann hafði verið talinn heiðvirður maðu'r. Frá upphafi hafði allt leikið í lyndi hvað hann snerti. Hann eignaðist fallegt heimili og var talinn í hópi þeirra, sem óhætt sé að treysta. En svo freistaði spákaupmennskan hans. Og fjármála- ráðstafanir hans urðu djarflegri og djarflegri, en afrakstur þeirra jókst ekki að sama skapi. Þvert á móti. Hann fór að tapa, og töpin urðu stærri og stærri. Fjárhagur hans komst í öng- þveiti og loks sá hann aðeins eina leið út úr ógöngunum: að láta gera sig gjaldþrota, en að því þótti honum minnkun, sem vonlegt var. Og þá kom freistingin sú, að grípa til glæpsamlegra til að bjarga sér. Honum fannst tilhugsunin um þetta voðaleg. Hann virti mikils það álit, sem hann naut hjá samborgurum sínum og hrollur fór um hann er hann hugsaði til að mannorð hans flekkaðist. En héldi hann áfram að vera heiðar- legur maður, gat það líka sett blett á mannorð hans. Kannski gæti hann bjargað sér með því að fremja glæp, sem aldrei kæmist upp? Honum datt þetta í hug skömmu fyrir jólin, er hann sat hugsi og lét sig dreyma um jóla- kertin. Jú, það hlaut að geta tekizt! Hann mældi hve marga klukkutíma ákveðin tegund af digrum jólakertum væri að brenna. Það voru sextíu tímar. Hann hafði fundið ráð. Það þurfti ekki nema einfaldan útbúnað til þess að láta kvikna í timburhúsinu hans löngu eftir að hann væri kominn til vina í fram- andi borg, langt undan, og þannig hafði hann sönnun fyrir sakleysi sínu. Upp- tök eldsins gátu verið svo margvísleg — og engum að kenna. Og svo mundi brunatryggingin bjarga honum frá hruni. Hann gerði tilraunir á litlu jólakerti. Festi tundurþráð neðst á það. Þegar kertið væri brunnið niður að tundrinu, mundi kvikna í því og læsa sig niður eftir því. Og svo var ekki annar vand- inn en að láta endann á tundurþræð- inum ofan í benzinbrúsa. Öllum undirbúningi var lokið skömmu fyrir páska. Þá lét hann það fréttast, að hann ætlaði upp til fjalla með alla fjölskylduna og dveljast þar sér til hress- ingar. Og áður en hann fór af stað á skírdag, kveikti hann á gilda kertinu. Þá mundi kvikna í húsinu á páskadags- morgun. Honum varð þægilega rótt, undir eins og hann kom í háfjalla-gistihúsið, taug- arnar hvíldust eftir langvinnt stríð. Nú var hann alveg rólegur, gat farið í skíða- göngur og notið góðra máltíða, þegar kom heim í gistihúsið. Honum leið vel. Og hann æfði sig í huganum á því, hvernig hann ætti að bregðast við, er hann fengi fréttina um húsbrunann. Hann fékk ekki fréttina fyrr en á ann- an í páskum ásamt samúðarskeyti frá kunningjunum. Sjálfur lét hann sér mest um það hugað, að hugga konuna sína. Lögreglan kom á vettvang, eins og vant var, og rannsakaði allt, en þarna í öskuhaugnum fannst ekkert, sem bent gæti til íkveikju. -----En blaðran sprakk skömmu síð- ar. Þegar brennuvargurinn kom til vá- tryggingarfélagsins til að sækja pening- ana sína, var honum sagt að hann fengi ekki nokkurn eyri. Þrátt fyrir vandleg- an og þaulhugsaðan undirbúning hafði hann gleymt einu: Hann hafði gleymt að borga iðgjaldið! Hrun og gjaldþrot tók við. Og það gat hann ekki afborið. í örvænting- unni framdi hann sjálfsmorð, og í bréfi til lögreglunnar játaði hann á sig íkveikjuna. Hin nýja mynda- sögupersóna FÁLKAIMS kemur hér fram í þriöja sinni. Hún heitir Rosita og margvís- leg og spaugileg atvik henda hana. Höfundur Rositu er hinn kunni danski teiknari CHRIS. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.