Fálkinn - 05.07.1961, Qupperneq 30
Tengdasonur -
Frh. af bls. 25
svo fjarri því. Guð má vita, hversu
margir bíleigendur hafa þjáðst fyrir
kæruleysi hans. Mér rennur kallt vatn
milli skinns og hörunds í hvert skipti
er ég hugsa um þessa útblásturspípu.
Þar eð hvorki var andstaða né
möguleiki á viðunandi lausn, datt sam-
talið niður, og frú Johnson lét að lok-
um falla nokkur huggunarorð:
— Þeim liggur að minnsta kosti ekki
á. Og ég er viss um, að þessi trúlofun
fer út um þúfur; svona skyndiskot eru
aldrei til langframa. Mannstu hvað
það stóð lengi hjá okkur, Alfreð?
En frú Johnson skjátlaðist. Þetta
var ekki einnar nætur ást. og hún óx
og glæddist, þrátt fyrir áhugaleysi for-
eldranna .... eða kannski öllu heldur
vegna þess. Þau létu ekkert bera á ó-
ánægju sinni og lögðu engan stein í
götu þeirra og þau buðu George meira
að segja heim hvenær sem Sallý átti
frídag.
Johnson var mikill áhugamaður um
bíla, og nú var eitthvað, sem skrölti i
bílnum hans, og hann gat ekki fundið,
hvaðan skröltið kom. svo að hann var
alveg að ganga af göflunum. Loks sagði
hann Georg frá þessu. Georg lyfti upp
hlífinni og athugaði vélina. Hann hélt,
að eitthvað væri athugavert við flaut-
una, þó að það sæist ekki í fljótu
bragði og bjóst við, að hann gæti gert
við það. Hann sagðist skyldu koma eitt-
hvert kvöldið, þegar hann væri búinn
í vinnunni.
Þegar á leið fór Georg að koma á
hverju kvöldi, jafnvel þegar Sallý var
ekki heima, til að líta á bílinn, og þeg-
ar hann að lokum gat gert fullkomlega
við útblásturspípuna, var Johnosn orð-
inn tryggur bandamaður hans.
— Sjáið þér til, herra Johnson, sagði
Georg eitt kvöldið, þegar hann lá undir
bílnum og athugaði hemlana, — ég
kunni ekki við að þér hefðuð óþarfa
útgjöld og keyptuð nýjá útblásturs-
pípu, ef hægt væri að komast hjá því.
Þess vegna reyndi ég fyrst að losa hana
til að athuga, hvort hun gæti gengið
lengra inn i hljóðdemparann, en þá
kallaði verkstjórinn í mig og bað mig
að fara í annað, svo að ég hafði engan
tíma til að reyna bílinn yðar. Ég hélt,
að verkstjórinn ætlaði að gera það ....
nú, stígðu svolítið fastar á hemlana ....
já, svona .... og þess vegna fór eins og
fór. Með útblásturspípuna, á ég við. Ég
sagði aldrei, að hún væri í lagi, eins og
þér munið. Það var verkstjórinn, sem
sagði það.
Johnson blygðaðst sín. Svona auð-
velt var það að dæma menn rangt! Ef
Georg hefði ekki sagt honum frá þessu,
hefði hann vantreyst honum alla sína
ævi.
30 FÁLKINN
Nú átti Georg bara eftir að vinna
traust móðurinnar, og það yrði ekki
erfitt — smá gullhamrar öðru hverju,
þegar vel stæði á ....
En einmitt þegar himinn ástarinnar
var sem heiðastur, dró allt í einu upp
dökka bliku. Foreldrar Sallýar höfðu
um tíma grunað, að tilfinningar henn-
ar væru að dofna, en sá grunur þeirra
varð að vissu, þegar þau fengu bréf frá
henni, þar sem hún sagðist ekki koma
heim á næsta frídegi, því að það átti að
vera ball í sjúkrahúsinu og einn af
læknanemunum hafði boðið henni með
sér.
Hafði Georg orðið fyrir vonbrigðum
lét hann að minnsta kosti ekki á neinu
bera og sagði aðeins:
— Jæja, þá höfum við helgina fyrir
okkur við að koma bílnum í lag. Við
þurfum víst að líta á blöndunginn og
kveikjuna!
— Já, ég er til í það — ef þú nennir
því! sagði Johnson.
Rétt fyrir hádegisverð á sunnudaginn
kom Sallý skyndilega heim. Johnson
og Georg höfðu þá verið á kafi í vél-
inni næstum tvo klukkutíma, og þeir
voru enn ekki búnir. Þeim þótti auð-
vitað gaman að sjá hana, en óhjá-
kvæmilega fannst þeim, að hún hefði
ekki valið hentugasta tímann til heim-
sóknar. Einkum af því, að hún kom ekki
ein á vespunni sinni, heldur með ung-
um manni í gömlum sportbíl.
Hún var sýnilega dálítið hissa að sjá
Georg, en lét sem ekkert væri og
kynnti félaga sinn.
— Þetta er herra Fraser. Hann er að
læra læknisfræði á sjúkrahúsinu. Hann
þurfti í smáferð og bauðst til að aka
mér hingað. Fannst ykkur það ekki
fallega boðið?
Johnson leit á kámugar hendurnar
og gafst upp á því að heilsa gestinum
með handabandi. En Georg lét ekkert
aftra sér Hann greip hönd Frasers og
þrýsti hana lengi og fast, áður en hann
baðst afsökunar á að hann skyldi ata
hann svona út.
Fraser, sem .sýndist mjög lítill við
hilðina á Georg, svaraði tilgerðarlega
— Það er allt í lagi, um leið og hann
leitaði að einhverju til að þurrka sér á.
— Við áttum ekkert von á þér heima,
Sallý, sagði Georg. — Annars hefðum
við ekki byrjað á að gera við bílinn.
En ég get ekki hætt við hann núna.
Hvenær þarftu aftur á sjúkrahúsið?
— Ég þarf að vera komin þangað
klukkan hálffjögur. En þú skalt ekki
hafa neinar áhyggjur af því. Fraser
ekur mér þangað . . er það ekki, Ian?
Fraser sagðist skyldi gera það með
glöðu geði, ef hann gæti komið þessum
gamla bílskrjóð í gang. En nú ætlaði
hann að stinga af og vita, hvort hann
gæti ekki einhvers staðar fengið sér
matarbita. Mál hans var enn tilgerðar-
legt.
Sallý sagði, að mamma sín væri al-
veg á móti því að hann færi, og hún
dró hann með sér inn.
Johnson og Georg héldu áfram að
vinna úti í bílskúrnum, en voru þögul-
ir. Johnson ræksti sig tvisvar og opn-
aði munninn til að segja eitthvað, en
hætti við það. Þeim létti báðum mikið,
þegar frú Johnson kom út og sagði, að
miðdegisverðurinn væri til. Herra
Farser var alveg töfrandi. og auðvitað
átti Georg að borða með þeim!
Georg þakkaði fyrir, en það væri
synd að segja, að hann hefði notið mál-
tíðarinnar. Hann hvarf eins og hinir í
skuggann af mælsku og fyndni Fras-
ers, sem virtist hafa yfir að ráða ó-
þrjótandi uppsprettu af gamansögum.
En allt tekur enda, og Johnson og
Georg fóru aftur út í bílskúrinn til að
ljúka viðgerðinni, meðan Ian hjálpaði
Sallý og móður hennar að þvo upp.
Og svo kom að því, að Sallý þurfti
að fara. Hún kom út til að kveðja föð-
ur sinn og Georg og skildi Ian eftir inni
hjá móður sinni. Hún var hrífandi, þar
sem hún stóð með ljósa hárð greitt fast
upp undir rauðu húfuna og grannar
línur líkamans urðu enn meira áber-
andi í þröngri kápunni.
En það hafði engin áhrif á Georg.
Ekki einu sinni þegar hún gekk fast að
honum og sagði óvænt í bænarrómi: —
Viltu ekki aka mér á sjúkrahúsið,
Georg, í bílnum hans pabba? Er hann
ekki tilbúinn?
— Hvað með þennan skottulækni
þinn? sagði Georg.
— O, hann! Ég tók hann með bara
til að gera hann afbrýðissaman. Hann
er á eftir öllum hjúkrunarkonunum.
Þér er það ekki nema mátulegt, Georg.
Það lítur helzt út fyrir að það séu
pabbi og mamma, sem þú hefir áhuga
fyrir, en ekki ég!
— Hvers vegna hefurðu ekki sagt
mér það? í stað þess að taka upp á
þessum asnastrikum.
— Ó, svo þér finnst það?
— Já!
— Allt í lagi!
Fraser kom út í sömu svifum og sló
botninn í þetta andríka samtal. —
Bless, pabbi, sagði Sallý hvasst og klifr-
aði upp í bílskrjóðinn.
En garmurinn fór ekki í gang. Vélin
hóstaði dálítið, en lét sig ekki, hvernig
sem Ian streittist við. Hann varð að
lokum að játa ósigur sinn.
Sallý leit á úrið sitt og varir hennar
fóru að sjálfa.
— Ég verð að komast þangað klukk-
an hálffögur, sagði hún. — Hvað á ég
að gera? Það verður ógurlegt uppi-
stand!
Georg byrjaði að klæða sig úr sam-
festingnum.
— Ef þér þorið að trúa mér fyrir
bílnum, Johnson, sagði hann, — þá
skal ég aka Sallý á sjúkrahúsið ....
ef hún þá vill!
— Ó, já, Georg, sagði Sallý, — en
flýttu þér!
Allt er gott, sem endar vel. Og þann-
ig fór um Sallý og Georg. Það var auð-