Fálkinn - 05.07.1961, Side 32
Himnaförin -
Frh. af bls. 15
O-ég kippi mér nú ekki aldailis upp
við svoleiðis smátitlingaskít, svaraði
fjárhættuspilarinn fyrirlitlega, það er
ekki nema það sem ég hef alltaf gert
sjálfur fyrir utan önnur smá tötrabrögð
sem ekki er á allra færi að hafa eftir,
og glampa brá fyrir í augnatóftum
meistarans. Þér ætlið þá kannski að
lána mér spilin?
Glettnisblik skein í augum skipherra
og hann svaraði:
Skilið frá mér til brytans að hann
skuli ljá yður spil.
Þúsund þakkir, kæri herra! Ja, hvort
ég skal verða fljótur að galla mig upp!
Og hinn þakkláti farþegi flýtti sér svo
brott að brast í öllum liðamótum.
Ekki var fjárhættuspilarinn fyrr horf-
inn af sjónarsviðinu en annar farþegi,
gömul kona, kom haltrandi og fór eins
hratt yfir og hinir nýju, reynslulausu
fætur gátu frekast orkað. Og nú kross-
brá Jóni ríka:
Og hver djöfullinn sjálfur! hrökk út
úr honum. Er nú loksins ein af þess-
um herjans niðursetukerlingum hrokk-
in upp af! Hann hnippti í skipherrann:
Ja, það vona ég, virðulegi skipráð-
andi, að þér stímið með hana þessa beint
niður í iður jarðar. —
Skipherrann tók fálega undir beiðni
Jóns. Hann bandaði honum frá sér og
ávarpaði gamalmennið hlýlega:
Hvað vilt þú, kona góð?
Ég vildi nú fyrst spyrja yður að því,
yndislegi, voldugi andi, hvort ég eigi
yðar háæruverðugheitum að þakka
þennan hvíta, áferðarslétta kropp, sem
gömlu kerlingarskari heíur hlotnazt al-
veg að óverðskulduðu?
Nei, frú mín. Ég er aðeins einn af
mörgum þjónum Herrans.
Vilduð þér þá ekki. voldugi Guðs-
þjónn, skila til hins himneska húsbónda
yðar mínu innilegasta þakklæti, því ég,
ein hinna minnstu smælingja, mun síður
fá tækifæri til að tjá honum perónu-
lega þakkir mínar.
Þetta er nú meiri andskotans barlóm-
urinn, sem kemur frá kerlingunni,
hnussaði í Jóni. Alltaf er hún söm við
sig. —
Það skal ég vissulega gera, svaraði
skipherra vinsamlega, svo framarlega
að ég hitti hann á undan yður. Og hann
hneigði sig fyrir gömlu konunni.
En nú kom sá gamla auga á Jón og
rak upp stór augu:
Nei, — hvað sjá mín nýju augu! Eruð
þetta þér sjálfur í eigin persónu, Jón
ríki?
Svo er víst, kerling, svaraði hann
fýldur.
Ja hérna! Og standið hér jafnslyppur
óg snauður og ég, vesæll arminginn.
En það er fjarri mér, hélt gamla konan
áfram eftir andartaks hik, að kasta
32 FÁLKINN
steini á yður, þér höfðuð þó allt að
yfirgefa, en ég ekkert. Vil ég þess vegna
óska yður alls góðs, og að þér fáið þann
samastað, er hæfir svo mikilsvirtum
manni. Og hún snéri aftur máli sínu
til skipherra:
Konunglegi skipráðandi, hóf hún
máls, ég bið yður allra undirdánugast
að fyrirgefa mér bannsetta forvitnina,
sem rekur mig til að spyrjast fyrir um
hvert förinni sé heitið mér viðvíkjandi?
Lítið um öxl, kona góð svaraði skip-
herra og tók ofan höfuðfatið, staður-
inn blasir við.
Gamla konan gerði svo og rak upp
hrifningaróp.
Út við sjóndeildarhringinn blasti við
augum hennar undurfögur landsýn,
sveipuð gullinni blámóðu morgunroðans.
En þetta er sjálf paradís, sem Toppu-
veslingurinn sér, sagði gamla hróið og
vætti hönd skipherrans fagnaðartárum.
Hvað hef ég, hin aumasta allra, unn-
ið til að eiga í vændum þessa miklu
dásemd?
Þeirri spurningu svarar sá einn, er
þarna ræður húsum og þekkir hjörtu
mannanna, svaraði skipherra.
Verið viðbúnar, kona góð, að stíga
inn í paradís, því stutt verður viðstaðan.
Gamla konan jós blessunarorðunum
yfir skipherrann, fórnaði höndunum í
þakkargjörð og flýtti sér niður á þilfar.
Hafið allt tilbúið undir lendingu, kall-
aði skipherra. Hvar er brytinn?
Hér, herra. Brytinn kom hikandi í ljós
og læddist til yfirmanns síns.
Skipherrann rak upp stór augu.
Hvað er að sjá yður, maður!
Brytinn tvísteig vandræðalega.
Já, stiklið ekki þarna eins og kýr
með kálfsótt — hm — reynið að koma
upp orði. Hvern sjálfan þremilinn -—-
hum — hafið þér gert af fötunum yðar?
Bið afsökunar herra, — tapaði þeim
í spilum.
Ætlið þér að halda fram þeirri firru,
að maður með yðar sálarsýn hafi látið
hlunnfara sig svo skammarlega?
Höfðum ekki roð við honum, herra!
Hann er gæddur þeim klókindum, sem
við þekkjum ekki nú — því fór sem fór.
Þér ætlið mér þó ekki að trúa, að
hásetarnir -—?
Bið afsökunar, herra, — standa líka
eftir á nærbuxunum!
O hvar eru þessi níu fífl — hm —
þessir níu? Ég sé þá hvergi að störfum.
Húka niðri í lest, herra. Ég var sá
eini, sem aftur sneri.
Kallið þá tafarlaust til starfa! Bryt-
inn hélt áleiðis til að gegna skipun
herra síns, en þá kallaði skipherrann:
Andartak, bryti, — hvar er farþeg-
inn annars?
í svefnklefa stýrimannsins, herra,
svaraði brytinn og hífði upp um sig
nærskjólið sem hugðist fiýja blygðun-
arfullan eiganda sinn.
Og sjá!
í stýrimannsklefanum sat hinn bý-
ræfni spilari og lét greipar sópa. Ein-
mitt þessa stundina var hann að ljúka
við að vinna síðustu flíkina af stýri-
manninum. Rétt á eftir sat hið nýrúna
guðslamb aleitt og yfirgefið og reyndi
í fáti miklu að hylja berar kríkurnar.
Hvað í ósköpunum gerir mannfj —
hm — blessaður maðurinn við öll föt-
in? varð skipherra að orði.
Er búinn að klæða alla farþegana upp
á, herra, svaraði brytinn, að undan-
skildri gömlu frúnni með fallegu fæt-
urna, —en hún vildi ekki fyrir nokk-
urn mun hylja sinn guðlega líkama.
Það var mjög virðingarverð viðleitni
af hans hálfu, anzaði skipherrann. Vera
hans á eynni verður stytt til mikilla
muna fyrir þá einstöku hugulsemi. Jæja,
bryti, verið tilbúinn að afskrá þá far-
þega, sem hér eiga að hverfa frá borði.
Skal gert, herra!
Skömmu síðar skreið skipið undan
lygnum straumi upp að ströndinni, for-
garði paradísar. Loftið ómaði af glað-
legu fuglakvakf og litir yfirjarðneskrar
náttúru runnu saman í eina órofa heild
og mynduðu hvelfingu yfir þó nokkrum
slatta af frelsuðum sálum, sem tipluðu
fram og aftur íklæddar drifhvítum
skykkjum og þefuðu af blómum milli
þess sem þær gáðu til veðurs langþreytt-
ar á tilbreytingarleysinu.
Skipsfarþegum var nú smalað saman
upp á Þiljur af brytanum, en sjálfur
tók hann sér stöðu við innganginn og
þreif ofan kaskeytið í lotningarskyni
við höfuðengil, sem nú steig á skipsfjöl
í fylgd tveggja englaþjóna. Erkiengill-
inn tók sér stöðu framan við farþega-
hópinn og lét rannsakandi augun hvarfla
frá einum til annars, en farþegarnir
fylgdust með, fullir eftirvæntingar.
Loks tók engillinn ákvörðun og leiddi
tvo þeirra úr hópnum, Tobbu gömlu og
prestlegan náunga einn, með rykfallinn
doðrant undir hendinni.
Ósjálfrátt, án þess að gera sér nokkra
grein fyrir því, létti hinum farþegunum.
Velkominn sértu í sælu paradísar, þú
samvizkusami þjónn, mælti engillinn há-
tíðlega og blessaði yfir prestinn.
Presturinn kyssti klæðafald engilsins,
gagntekinn auðmýkt og þakklæti. Hann
fann það nefnilega innra með sér, að
þrátt fyrir allt var hann ekki með öllu
syndlaus. Iionum hafði sem sé ávallt
reynzt svo fjarska erfitt að trúa hinu
heilaga orði, sem hann prédikaði svo
dyggilega fyrir öðrum. í sannleika sagt
— hafði hann aldrei trúað einum ein-
asta bókstaf!
Og hinn samvizusami guðsþjónn hélt
hálf utan við sig og í þungum þönkum
inn á milli trjánna. í paradísargarðinum.
Baksvipur hans vekur hneyksliskennd
hinna frómu íbúa. Þeim sýnist ekki bet-
ur en að þessi nýkomna sál reiki i
spori líkt og pöddufullur strætisróni.—
Nú er ég alsæl, sagði Tobba gamla
og staðnæmdist í miðri landgöngu-
brúnni. Bara að blessaður drengurinn
minn sé nú einhversstaðar hérna á
næstu grösum, til að fagna henni gömlu
móður sinni.