Fálkinn - 26.07.1961, Qupperneq 10
Þrír gripir úr eigu Matthíasar Jochumssonar, yzt til vinstri
er bikarinn frá Einari Benediktssyni, sem minnst er á hér í
greininni.
ar gott var veður( segir Mar-
teinn. — Hérna vantar okkur
borð og stóla úr sefi, sem Stein-
grímur Matthíasson gaf föð-
ur sínum. Það er ýmislegt,
sem okkur vantar enn. en
vonandi bætist stöðugt í sáfn-
dð smátt og smátt.
Við yfirgefum Matthíasar-
safn, höldum aftur út í sól-
skinið og hugsum til þess, að
ræktarsemi Akureyringa við
skáld sín mætti verða mörg-
um bæjum og byggðarlögum
hollt eftirdæmi.
SÍÐAR UM DAGINN erum
við svo heppnir að hitta
Gunnar Matthíasson á heimili
Árna Bjarnasonar bóksala,
en Gunnar var viðstaddur
opnun Matthíasarsafns
júní síðastliðinn.
— Það sem dró mig hingað
fyrst og fremst að þessu sinni
var að vera viðstaddur þetta
einstaka tækifæri, segir
Gunnar í örstuttu spjalli, sem
við áttum við hann. — Það
stóð til að konan mín kæmi
með mér hingað, en því miður
gat ekki orðið af því.
— Fannst yður ekki und-
arlegt að koma í Matthíasar-
safn?
— Jú, það var það vissu-
lega. Annars eru 51 ár síðan
ég sá heimili okkar og þá kom
ég heim eftir 11 ára fjarveru.
— Hafið þér fundið til
heimþrár vestra?
— Að vissu leyti. En það
er heimþrá, sem ekki er auð-
Gunnar Matthíasson kom alla leið frá Los Angeles til þess
að vera viðstaddur opnun Matthíasarsafns.
velt að sinna. Þess ber að
gæta, að öll mín fjölskylda er
búsett þarna vestra. Á heim-
ili mínu er ekki töluð annað
en enska. Islenzkan er á för-
um. En hugurinn er engu að
síður alltaf heima.
— Hvað álitið þér um fram-
tíð íslenzkunnar og íslenzks
þjóðernis í Vesturheimi?
— Þetta deyr út. Unga
fólkið glatar íslenzkunni. Það
finnur ekki þörf hjá sér til að
læra hana. Þegar fólk les ekki
íslenzkar bækur og finnur
ekki þörf hjá sér til að fylgj-
ast með málefnum heima, þá
er þetta allt fyrir bí.
— Finnst yður ekki margt
breytt hér heima?
— Jú, breytingarnar eru
ótrúlegar. Ég held áreiðan-
Frh. á bls. 34.
Þessi fjölskyldumynd hangir
fyrir ofan skrifborðið í skrif-
stofu séra Matthíasar. Á henni
eru yzt til vinstri: Vigfús
Einarsson skrifstofustj. og
Herdís,, dóttir Matthíasar.
Fyrir miðju er-mynd af Stein-
grími Matthíassyni og Krist-
ínu Thoroddsen. Myndin þar
fyrir ofan er af sonum þeirra,
Baldri og Braga. Yzt til hægri
er loks mynd af Elínu Lax-
dal, sem giftist Jóni Laxdal,
tónskáldi, ásamt fóstursyni og
einkadóttur.