Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Side 23

Fálkinn - 26.07.1961, Side 23
sömu svipan hendist stór strákur á hana og er nærr,i því búinn að keyra hana á bólakaf. Hún sýpur hveljur og getur rétt stunið upp: — Guðbjörg. — Kanntu að synda? — Nei; þess vegna er ég nú í hringn- um. segir hún kotroskin og hristir blautt hárið af enninu. — Hvað ertu gömul? — Átta. ★ Okkur langar til að taka eina risa- stóra mynd af öllum hópnum í laug- inni og látum þau boð út ganga, að all-- ir safnist saman í einn hnapp við bakk- ann. — Ætlið þið að skrifa niður alla, sem kunna ekki að synda?, kallar einhver til okkar. —• Komið þið, það á að taka mynd, hrópar annar. — Úhú. Ég ætla að vera í kafi, gell- ur í hinum þriðja. Myndatakan gengur að óskum og hópurinn tvístrast á augabragði. Aftur er farið að skvettast og skellast, stinga sér í hendingskasti ofan af brettinu og busla bæði á bakinu og bringunni. Og kafa, kafa sem lengst og gefast aldrei upp. Og láta engan sjá, þegar maður kemur upp og heldur sér í bakkann náfölur og er að kafna í hósta. Hér og hvar eru ofurlitlar erjur, eins og gengur. — Varst það þú, sem kaffærðir mig? — Nei. — O, víst varst það þú. — O-nei. —Ojú, þú skalt sveimér fá það borg- að. Ég skal .... Við erum að leita að yngsta sund- garpinum í lauginni og eftir nokkra leit finnum við hann. Hann heitir Run- ólfur Runólfsson og segist kunna alveg að synda — með tvo kúta! Á útleið sjáum við Hólmfríði Gísla- dóttur, fjórtán ára, flugsynda hnátu. Hún tekur ekki þátt í ærslum krakk- anna, heldur liggur í sólbaði eins og fullorðin dama. ★ Við stöndum aftur fyrir utan sund- laugina og horfum á tíguleg álftahjón á „Andapollunum“. Háreistin í krökk- unum hljómar enn fyrir eyrum okkar. FALKINN 23

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.