Fálkinn - 26.07.1961, Síða 24
— I :
9 (fagAÍHA CHH
k VERZLUNARMANNAHELGI
Þar sem verzlunarmannahelgin er nú
á næstu grösum, langar mig til að gera
hana að umtalsefni. Og ég ætla að
beina máli mínu sérstaklega til unga
fólksins, því þetta er fyrst og fremst
þairra hátíðisdagur, sá næst stærsti á
árinu, á eftir bindindisdeginum, 1.
febrúar. í fyrra hélt æskan sérlega
glæsilega upp á daginn, blandaði geði
við hina óspilltu náttúru, þ.e. landsins,
eins og t.d. berlega kom í ljós í út-
varpi frá fagnaði ungmennanna í Þórs-
mörk, en þar ilmaði lengi á eftir gubbu-
lykt og þótti mörgum það skemmtileg
nýbreytni, því alla jafnan er þar þessi
líka þokkalegi skógarþefur.
Já, nú eru aðalhátíðahöldin inni á
Þórsmörk, en hér áður var Hreðavatn
miðdepillinn. Það var þegar Fúsi vert
var og hét, með veitingamennskuna að
aðalstarfi en ferðalögin sem aukastarf.
Þá hópaðist fólkið upp eftir og tjald-
aði allt í kringum skálann hans, en
hann flúði ekki af hólmi. Hann hafði
ekki einu sinni lögregluvörð, en lét sér
nægja hjálp nokkurra vel hraustra
pilta.
Fyrir svo sem 10 árum lagði ég
þangað einu sinni leið mína í hópi
nokkurra félaga, en við störfuðum við
sumarvinnu þar ekki langt frá. Þá var
maður ungur og æskuglaður og vissi
ekki hvað víxill var. Maður tók niður
glferaugun ef maður fór á dansleik, ef
svo vel skyldi vilja til, að maður lenti
í vangadansi. Rétt aðeins vorum við
farnir að dreypa á glasi, en umgeng-
umst tárið með stakri virðingu og vin-
semd. Enda vissi enginn okkar, hvað
timburmenn voru, og maður þurfti lít-
ið að sofa um bjartar sumarnætur. Það
er annað en nú, maður minn.
Við fengum okkur saman eina flösku
og vorum átta talsins, félagarnir. Ekki
er beint hægt að segja, -að við höfum
verið stórtækir. Það var líka alltaf
vandamál, hve fljótt við fundum á okk-
ur, og hve fljótt það rauk úr okkur
aftur. Þegap drukkið var af stút, var
sá fyrsti búinn að finna á sér áður en
sá þriðji saup á, en þegar sá áttundi
hafði fengið sinn sopa, var runnið af
þeim fyrsta.
Það var náttúrlega dansleikur hjá
Fúsa strax á laugardagskvöldið. Sam-
koma sú fór fram í svonefndu fjósi,
sem stóð neðan við veginn, gegnt skál-
anum sjálfum. Þar voru fá húsgögn,
nema tveir stólar fyrir dragspilarann
og trommarann. Engin var þar lýsing,
og var almenn ánægja ríkjandi yfir
því meðal dansgesta. Setti nú Fúsi tvo
af skjaldsveinum sínum við dyrnar og
seldu þeir gráðugt inn á 15 krónur.
Þegar þeir höfðu selt inn eins mikið og
inn komst, flúðu þeir yfir veginn og
inn í skálann, en þar hafði vertinn lok-
að að sér og sett hlera fyrir alla glugga
á neðstu hæð.
Niðri í fjósinu höfðu samkomugest-
irnir nú allt á valdi sínu. Var þar svaml-
að um gólfið í einni kös nokkurn tíma,
eða þangað til að „hljómsveitin“ var
hálfpartinn troðin undir. Komst hún
við illan leik út og inn í vígið Fúsa.
Þótti þá einhverjum heitt í salnum, en
opnanlegir gluggar ónógir. Sá sendi því
tæmda pytlu sína út um eitt glerið og
varð þar af brot mikið, en úr því hófst
upp frekari iðkun þessarar ágætu
skemmtunar. Því miður voru allt of fá-
ar rúður í húsinu því. Varð þá að leita
fólki, en það verður að takast fram, að
enginn var þá genginn til náða eins og
kallað er, heldur dvaldi fólkið í tjöld-
unum í öðrum erindum. Urðu þar oft
hróp mikil og var Jesú oftlega beðinn
aðstoðar og hjálpar.
Ég hafði tekið af mér gleraugun,
þegar ég hafði krækt mér í eina fagra
gyðju til að stíga með dans, en svo illa
vildi til í öllu myrkrinu, að hún víxl-
aðist fyr.ir aðra, þá er ég sleppti af
henni hendinni milli rælanna. Sú, er
mér barst upp í hendur, var ekki nánd-
ar nærri svo geðsleg sem sú fyrsta. Hún
var líka svo aðgangshörð, að ég neydd-
ist til að setja upp gleraugun. Ég reyndi
hvað eftir annað að tína henni í myrkr-
inu, en hún passaði nokk upp á mig.
Það virtist helmingi meiri hætta á því,
að maður tíndi fallegri stúlku heldur
en ljótri. Og er það ekki einmitt svo-
leiðis í sjálfu lífinu?
Nú, jæja, þegar ég komst út úr fjós-
inu, varð ég sannarlega feginn, að ég
skyldi hafa sett upp gleraugun, því nú
voru kýlingar í algleymi. Allir voru að
lemja alla, alveg skipulagslaust. Mér
skildist að vísu, að aðallega væru Ak-
urnesingar að berja á Borgnesingum
eins og fyrri daginn. En auðvitað þorði
enginn að ráðast á mann með gleraugu.
Síðla nætur, þegar allt var orðið ró-
legt, kom Vigfús vert niður að fjósinu
til að kanna skemmdirnar á húsi sínu.
Ég og einn félaga minna hjálpuðum
honum að telja brotnu rúðurnar. Hann
tók okkur tali og spurði um hagi okk-
ar. Að lokum bauð hann okkur að sofa
það sem eftir var nætur, þar sem aug-
sýnilegt væri, að við hefðum ekki
smakkað áfengi. Fórum við með honum
til vígisins og var vísað tál sængur i
litlu herbergi, beint uppi yfir herbergi
Vigfúsar.
Rétt áður en ég sofnaði, heyrði ég
mér til skelfingar, að félaginn var að
byrja að gubba, en þarna var mjög
hljóðbært og hætt við því, að Fúsi
heyrði til okkar. En allt fór þó vel, þvi
að ég aðstoðaði sjúklinginn við að gubba
í annan skóinn sinn, en ég losaði hann
svo um morguninn. Fúsi heldur því enn,
að hann hafi fundið tvo allsgáða á þess-
ari sögulegu helgi. Dagur Anns.
24 FALKINN