Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 9
Franska hafskipið Poiirquoi Pas lagði úr höfn í Reykjavík í blæjalogni og biíðskaparveðri. En á skantmri stund skipast veður í iofti og daginn eftir var skipið strandað í fárviðri á einum hættulegasta staðnum á Mýrunum. ikipast veður i lofti höfnina var heimilisfólkið frá Straumfirði og Álftanesi. Ennfremur sumir þeirra, sem voru á vélbátnum Ægi frá Akranesi á strandstaðnum. Hafði þessu fólki verið boðið að vera viðstatt minningar- athöfnina. ★ Reykvíkingar, sem komnir eru nokkuð til ára sinna, munu enn þá sjá í huga sér Ijóslifandi atburð þann, sem lýst var hér að framan: Minn- ingarathöfnina um þá, sem fórust með franska hafrann- sóknarskipinu Pourqoui Pas, vísindamanninn fræga dr. Charcot og 38 félaga hans. íslenzk veðrátta hefur löng- um verið duttlungafull. Ef máltækin ,,Dag skal að kveldi lofa“ og ,,Á skammri stund skipast veður í lofti“ eiga nokkurs staðar heima, þá er það hér á landi. Ekki hvað sízt á þetta við útsynninginn. Hann er allra átta hættulegastur, gerir sjaldnast boð á undan sér og kemur eins og þruma úr heið- skíru lofti. Það er hann sem hefur valdið flestum og hörmulegustum slysunum hér við Faxaflóa og Reykjanes fyrr og síðar. Það er hann, sem réði örlögum Pourquoi Pas . . . Skipið lagði úr höfn í Reykjavík í mesta blíðskapar- veðri um kl. eitt þriðjudag- Efst til hægri á þessari síðu eru myndir af hinum fræga vísindamanni, Charcot og skipi hans, Pourquoi Pas, sem byggt var samkvæmt hans teikningum og var talið einstaklega traust skip. Það hafði þolað marga raun í hafísnum, þótt það þyldi ekki brotsjóina við Mýrar. — Hinar myndirnar eru af hinni átakanlcgu minningarathöfn skipsmannanna á Pourquoi Pas, 39 að tölu. — Aðeins einn komst lífs af, Gonidec, og geklt hann einn á eftir kistum félaga sinna. Var það að sögn sjónarvotta átakanleg sjón. fajm m W ilmWÍISBÍká

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.