Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 24
: : :
Sú var tíðin að ekki þekktist neitt,
sem kallað er páskaegg. En einmitt
vegna þessara eggja muna börn eftir
páskunum. Að vísu vita þau börn, sem
eitthvað hafa lært í kristnum fræðum,
hvers vegna hátíðin er haldin. En gleði
barnanna er nú samt sem áður mest,
þegar þau geta á páskum maulað í sig
páskaegg úr súkkulaði.
Mörgum finnst dymbilvikan vera ein
leiðinlegasta vika á árinu og er þá fast
að orði kveðið. En orð sín styðja þeir
með því, að ekkert sé hægt að gera sér
til skemmtunar. Eitthvað hefðu þessir
menn sagt, ef þeir hefðu þurft að
þrauka út föstuna fyrr á tímum. Fast-
an var lengi helgasti tími ársins og eng-
ar skemmtanir mátti um hönd hafa.
Ekki máttu menn gifta sig á þeim tíma
og í pápiskri tíð var eiginmönnum
bannað að sænga með sínum ektakvinn-
um, en sá siður mun snemma hafa lagzt
af. Eitt var þó það, sem ef til vill vek-
ur mesta furðu manna nú á dögum;
börnum var ekki refsað, jafnvel þótt
þau gerðu eitthvað af sér. Það var látið
bíða þangað til á föstudaginn langa, en
þá voru þau líka rækilega hýdd fyrir
syndir, sem þau höfðu drýgt á föst-
unni. Mataræði manna var eins og
venjulega, enda þótt margir skirrðust
við að eta kjöt á föstu. Á skírdag var
vant að skammta rauðseyddan, hnaus-
þykkan mjólkurgraut að morgninum,
áður en menn fóru til kirkju. Þótti
jafnan þefillt í kirkjum þann dag. Sami
grautur var etinn á páskadagsmorgun.
En snúum okkur að morgunmatnum
á páskadagsmorgun nú á dögum,
eggjunum.
Sá siður að eta páskaegg er án efa
ævagamall, enda þótt hann hafi vart
þekkzt á Islandi. Erlendis var það
venja, að andlegrar stéttar menn, ka-
þólskir, blessuðu egg og aðrar matvör-
ur um páskana, enda var hluti þessara
matvara goldinn í tíund í kaþólskri
tíð, en afgangurinn var etinn heima og
þótti vera mjög endurnærandi. Svo
hefur verið talið, að siðurinn væri heið-