Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 4
séð & heyrt
Köttur, sem málar
Enda þótt glyrnan gul, sé viðsjárverð, leikur lítill vafi á því að
kettir geta fleira en malað og drepið mýs. Þessi kisa heitir Topsy
og það hefur komið í Ijós að hún getur teiknað og málað. Myndina,
sem hún stendur við, hefur hún gert sjálf, og sýnir hana hjá Foyles
í London. Topsy hefur málað margar aðrar myndir, en þessi er að
allra dómi, sú bezta. Málverkið á annars að sýna sirkushest með
reiðmanni. Þessi furðuköttur er í eigu dr. Coopers, en hann á einnig
síamskött, sem er furðulegum hæfileikum gæddur. En sá köttur er
ekki nógu vel lærður í listinni til þess að geta sýnt opinberlega.
Furðulegar sápur
1 flestum löndum eiga foreldrar í erfiðleikum við að fá börn sín
til þess að þvo sér bak við eyrun og yfirleitt fá þau til þess að þrífa
sig. En nú hefur sápuverksmiðja í París sent á markaðinn sápu,
sem á að sigra krakkana. Sápa þessi er þannig gerð, að inni í hverju
stykki er falið örlítið leikfang. En þá fyrst er unnt að ná leikfang-
inu, þegar búið er að nota alla sápuna. Nú spyrja menn, hvort börn-
in muni ekki nota tækifærið og gera ekkert annað en^þvo sér.
Dágoðar auglýsingar
Þessi auglýsing var á Gallatin veitingahúsinu í Kaliforníu: Ef þér
viljið njóta ánægjulegrar kvöldstundar á veitingahúsi, Þá er Gallatin
staðurinn. Liggur mjög miðsvæðis, miðja vegu milli sjúkrahússins
og fangelsisins.
Auglýsing í biaði í Róm: ■— Vildi herramaður sá, sem kyssti mig
og bað mín á laugardagskvöldið á spönsku tröppunum, gera svo vel
að hafa samband við mig strax. Annars neyðist ég til að giftast
þeim, sem ég er núna trúlofuð.
Gestaleikir
Hjónin voru bæði talin vingjarnleg og gestrisin. Og oft og tíðum
komu vinir og kunningjar óvænt í heimsókn. En því var ekki að
neita, til voru þau kvöld og þeir dagar, sem hjónin vildu vera ein.
Þau voru ekki lengi að komast að því, hvernig bezt var að losna
frá gestum. Ef þau vilja komast hjá því að taka á móti gestunum,
fara þau einfaldlega í utanyfirföt og þykjast vera að fara út. En
ef um skemmtilega gesti er að ræða og þau eru komin í yfirhafn-
irnar, þá venda þau sínu kvæði í kross og segja við gestina: — Nei,
en hvað þetta er heppilegt við vorum rétt í þessu að koma heim.
Maður frá Texas hafði heimsótt Nigara fossana og lýsti þeim í
bréfi til vinar síns með þessum orðum: — Þetta var dýrlegt — vatnið
fossaði, sem kampavín.
Lúðvík XVIII.
Frakkakonungur,
sem tók við völd-
um eftir Napoleon
mikla, átti áefri ár-
um mjög erfitt með
að ganga. Sjálfur
vissi hann, að hann
átti ekki langt ólif-
að og sjálfur tók
hann því með heim-
spekilegri ró. Samt var það eitt, sem olli
honum kvíða; sem sé, að bróðir sinn mundi
taka við ríkjum eftir sinn dag. Þessi bróðir
hans var Karl X.
— Herra minn, sagði hann, dag nokkurn
við herbergisþjón sinn. Ég veit, að margir
Frakkar eru argir yfir því, að konungur
þeirra er fótaveikur og getur ekki staðið í
fæturna. En hvað munu þeir segja, þegar
þeir fá brátt höfuðveikan kóng.
★
Margir álíta Dan-
mörku vera osta-
land, en þó er
Frakkland enn
meira ostaland og
getur Danmörk ekki
keppt við það. Hinn
ágæti matmaður og
sælkeri Raymond
Lindon hefur ekki
alls fyrir löngu skrifað bók um osta og osta-
karla — þar nefnir hann 290 mismunandi
ostategundir, sem hann hefur sjálfur bragðað
Annars sendi hann bókina til Churchill,
sem einnig kann vel að meta osta. Og gamli
maðurinn sendi honum þakkarbréf, sem
hlýtur að gleðja frönsk hjörtu: — Land, sem
getur státað af 300 ostategundum, hlýtur
alltaf að lifa.
★
Einn vinsælasti
skemmtikraftur í
bandarískum nætur-
klúbbum er um þess
ar mundir Jerry
Lewis. — Vitaskuld
kann forstjórinn lag
ið á því að hafa
hann góðan og ein-
hverju sinni heiðr-
aði forstjórinn hann
með dásamlegum
Rolls Royce, sem
sérstaklega var inn-
réttaður með síma og plötuspilara fyrir hæg-
gengar plötur.
— Finnst þér þetta ekki vera glæsilegt
skip? spurði forstjórinn hann stoltur yfir
göfugmennsku sinni.
— Mjög svo, sagði hinn þakkláti Jerry,
en hvar er skipstjóraklefinn, ef ég fer í lang-
ferð.
FÁLKINN