Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 8
§ÉI
V- " 'V
mm
- - ■.
Á skammri stuud s
GÖTURNAR í námunda við
kaþólsku kirkjuna í Reykja-
vík voru orðnar þéttskipaðar
fólki og samt var klukkan
enn ekki orðin átta að morgni
miðvikudagsins 30. septem-
ber 1936. Hvert sem litið var
meðal mannföldans lýsti
svipur fólksins hluttekningu.
Það leyndi sér ekki, að slys-
ið, sem hér var minnzt, hafði
haft djúpstæð áhrif á bæjar-
búa.
Sálumessan í Landakots-
kirkju var hin hátíðlegasta.
Áður en hún hófst höfðu all-
ar líkkisturnar verið settar í
röð á götuna fyrir framan
spítalann en franskir her-
menn og skátar skipuðu heið-
ursvörð í kring. Nú kom
Meulenberg biskup ásamt
prestum sínum og kórdrengj-
um út á götuna og franski
presturinn Quentel las bæn
við kisturnar og stökkti á
þær vígðu vatni. Að því loknu
voru þær bornar í kirkju
milli drúpandi fána skátanna,
sem höfðu raðað sér beggja
megin kirkjustígsins. í kirkju
og úr báru 88 franskir her-
menn kisturnar.
Nú hófst hin hátíðleg sálu-
messa með því að söngflokk-
ur útvarpsins söng „Requiem
æternam" undir stjórn Páls
ísólfssonar og síðan „Kyrie
eleison“. Víxlsönginn milli
prests og safnaðar söng
flokkur kirkjunnar og stýrði
Boots prestur honum.
Hinir prestarnir, sem að-
stoðuðu við sálumessuna,
voru franski presturinn Qu-
entel, séra Jóhannes Gunn-
arsson (núverandi biskup) og
séra Liedekerken. Athöfnin
fór fram með þeirri tign og
virðingu, sem einkennir ka-
þólska kirkjusiði. Meulenberg
biskup flutti ræðu sína á
frönsku, rifjaði upp hinn
sorglega atburð og lýsti síðan
dr. Charcot og manngildihans.
Einnig benti hann á, hve
sanntrúaður maður hann
hefði verið og minnti í því
efni á líkneski Jeanne d’Arc
þar í kirkjunni, sem Charcot
hafði gefið. Ræða hans var
flutt af mikilli tilfinningu
og þó skörulega. Henni var
útvarpað á stuttbylgjum til
Frakklands og endurvarpað
frá loftskeytastöð í París og
kvað hafa heyrzt ágætlega
þar.
Að ræðunni lokinni hófst
söngur og tón á ný. Athöfnin
í kirkjunni stóð yfir í nálægt
tvo tíma. Að henni lokinni
voru líkin hafin út á ný,
borin út af sömu hermönn-
um út á kirkjustíginn, en það-
an á tólf vörubifreiðar, sem
fluttu þau til skips. Leiðin lá
um Túngötu, Kirkjustræti,
Pósthússtræti, Tryggvagötu
og vestur að Grófarbryggju,
þar sem franska skipið Aude
lá. Á meðan líkfylgdin fór um
bæinn, hljómuðu klukkur
allra kirkna í Reykjavík, en
fánar blöktu hvarvetna í
hálfa stöng. Fyrir líkfylgd-
inni gengu skátar, þá Lúðra-
sveit Reykjavíkur, sem lék
sorgarleik alla leiðina undir
stjórn Alberts Klahn, þá kór-
drengir, prestar og biskup og
báru fyrir sér silfurkross, en
næst komu líkvagnarnir og
á báðar hliðar þeim vopnaðir
franskir hermenn og vopnaðir
sjóliðar. Á eftir öftustu kist-
unni, gekk konsúll Frakka og
yfirmennirnir af franska skip-
inu, þá forsætisráðherrann
og aðrir valdamenn, fulltrúar
erlendra ríkja í einkennis-
búningum og fleiri. Þessi lík-
fylgd er einhver hin stórfeng-
legasta sem sést hefur í
Reykjavík.
Þegar líkin höfðu verið
borin um borð, drundu við
fallbyssuskot frá franska her-
skipinu til merkis um, að at-
höfninni væri lokið. Ríkis-
stjórnin kvaddi þá ræðismann
Frakka og foringja skipanna,
og fólkið týndist í burtu,
áhrifamiklum atburði ríkara
en áður.
Skipin héldu heimleiðis
daginn eftir. Með herskipinu
fór Gonidec stýrimaður, sá
eini sem komst lífs af. Hann
eignaðist marga vini og mætti
hvarvetna hluttekningu af
hálfu bæjarbúa þennan tíma
sem hann dvaldist hér.
Meðal viðstaddra við at-
8
FALKINN