Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 37
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKASTALA
1 fyrstu greindi Ottó varla orð af þvi, sem sagt var. Hann
kom sér vel fyrir á jörðinni og lyfti svolítið upp tjaldskör-
inni, þá gat hann bæði séð og heyrt vel. „Svo þú heldur,
að þessi græni hafi komið hér af tilviljun“, sagði Fáfnir.
Hann hagræddi sér í stólnum og hélt síðan áfram. „Nei,
kæra systir, þessi leikur er ekki tilviljunum háður. Ég vissi,
að hann mundi koma hér...“ Hvernig vissirðu það?“
„Vegna þess, að þetta er síðasti hlekkurinn í þeirri keðju,
sem ég hef gert nú árum saman. Þau áform munu verða
kórónuð, þegar ég sezt að í Arnarkastalanum, sem ég á
rétt til. Sá dagur er ekki langt undan“. Fáfnir strauk
ástúðlega skjal nokkurt, sem hann var með i barmi sér.
„Ég skil ekki enn þá, hvað Ottó kemur þessu máli við“,
sagði Ruth. „Veiztu e'kki, hver maðurinn er?“
Stúlkan hrökk við, þegar hún heyrði, hve bróðir hennar
var byrstur. Ef til vill fann hún á sér, hvað kom á eftir ...
,jÞessi Ottó er sonur gamla fávitans, hans Klængs, eða
með öðrum orðum, OTTÓ af Arnarka.stala“. „OTTÓ af
Arnarkastala", stamaði Ruth. „Hvað ætlarðu að gera af
honum.“ Reiði Fáfnis virtist horfin og hann var kominn
í gott skap. „Ég ætla að hjálpa honum“, hneggjaði Fáfnir.
„Ég vísa honum styztu leiðina að dauðadalnum". Fáfnir
hristist sundur og saman af hlátri, þegar hann sagði þetta.
„En.. . stamaði stúlkan, það þýðir ekkert nema dauðann“.
„Einmitt", samsinnti Fáfnir kuldalega, „þvi hef ée gert ráð
fyrir, hann er siðasta hindrunin á vegi þeim, er liggur að
Arnarkastala.“ Ottó stóð varlega á fætur, hann hafði heyrt
meira en nóg. Hann hvarf hljóðlaust út í myrkrið.
„Hvað var næst fyrir höndum", hugsaði Ottó. Snúa aftur
til Arnarkastala? Það þýddi afhendingu kastalans i hend-
ur Fáfnis án nokkurrar baráttu. Klængur lávarður var ekki
vanur að ganga á bak orða sinna. Þá var aðeins eitt eftir,
fara til dauðadalsins og finna illgresi satans. En þá varð
að fara strax af stað. Sem betur fór, hafði hann tekið
gaumgæfilega eftir, hvar hestarnir voru geymdir, og hann
læddist þangað. 1 skjóli við reiðáhöld, gaf hann verðinum
gætur. Það var aðeins einn á verði. Ottó hljóp hljóðlega
að honum, tók um munn hans og yfirbugaði hann algjöit-
lega. Hann fann fljótlega hestinn sinn og leiddi hann varleea
í áttina til skógar.
FÁLKINN 37