Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 12
Maður steig út úr sporvagninum á biðstöðinni við Oxford Cirkus. Hann var einkar ánægjulegur á svip og virt- ist gleðjast yfir lífinu. Hann var í með- allagi hár, þrekinn og með blá augu, sem báru þess vitni að hann kynni að meta gæði lífsins. Klukkan var bráðum hálf sex og það var ekki athyglisvert þótt maðurinn væri í samkvæmisfötum. Hann gat verið á leið í miðdegisverð með leikhúskvöld á eftir eða þess hátt- ar. Hann kveikti í sígarettu og stakk henni í munnstykki úr gulli og leit um leið brosandi á auglýsingu, sem hjá hon- um var: Hinn alræmdi afbrotamaður David Poynton er strokinn úr fangelsi sínu. Sá sem gefur upplýsingar er leiði til þess að hann verði handtekinn, fær þrjú hundruð punda verðlaun. Blaðadrengur, sem sá að hann var að lesa auglýsinguna, rétti honum blað. Hann borgaði honum það rausnarlega og þrammaði síðan hægt upp Oxford- street. Mjúki samkvæmisfrakkinn og pípuhatturinn fóru honum einstaklega vel. Hann staðnæmdist hjá lögreglu- manni við næstu gatnamót og beið þangað til umferðin stöðvaðist og gekk svo rólega yfir þvergötuna. Lögreglu- þjónninn mændi á eftir honum og fór síðan inn í næsta símaklefa. Maðurinn hélt áfram upp götuna. Hann lét ekki eitt einasta kvenandlit fara fr'am hjá sér. Hann renndi augunum á hverja einustu, en leit undan, þegar hann sá, að þær veittu honum athygli. Á horn- inu hjá Newman Street kom hann auga á hana, — unga stúlku nærri því eins háa og hann var sjálfur. Hún var grönn vexti, augun stór og móbrún og hárið rautt undir laglegum hatti. Föt hennar voru nokkuð snjáð. Hún var með skjala- tösku undir hendinni, — líklega skrif- stofustúlka á heimleið frá vinnu. Mað- urinn staðnæmdist og starði á hana og lyfti hattinum. Hún herti gönguna af- undin. — Afsakið þér, ungfrú, sagði hann lágt. Hún leit á hann og sá að hann var prúðbúinn og svipur hans aðlaðandi. Það var myndugleiki 1 andliti hans og hún hægði á sér. — Afsakið, sagði hann aftur. — Viljið þér gjöra svo vel og hlusta á mig í svip. Ég skal ekki segja neitt sem getur sært yður. Röddin var ofurlítið hás og svaraði ekki til útlitsins. — Viljið þér gera mér þann greiða að snæða með mér miðdegisverð og koma með mér í leikhúsið á eftir? — Ég tek aldrei þesskonar boðum, svaraði hún þóttalega. — Ég skil ekki hvernig yður dettur í hug, að ■ ■. . — Mér dettur ekki í hug — ég vona aðeins. Ég veit að þér eruð heiðarleg ung stúlka, sem jafnframt er einkar aðlaðandi. Ég hef gengið um borgina í allan dag og þér eruð geðslegasta stúlkan sem ég hef séð. En ég hef lítinn tíma til stefnu, svo að þér gerið svo vel og takið ákvörðun yðar fljótt. — Ég get ekki komið með yður, sagði hún. — Ég er trúlofuð. Hann brosti og hún sá, að bros hans var töfrandi. — Er ekki neitt annað í veginum? Er unnusti yðar ríkur? — Ríkur? Nei, því fer fjarri. Við er- um ekki svo heppin. — En ég hef peninga, sagði maður- inn. — Ég lofa því að gera eitthvað ykkur báðum til gagns, ef þér viljið borða með mér. — En ég hef aldrei .... — Tekið þátt í saklausu ævintýri, greip hann fram í fyrir henni. Vesal- ingurinn. Hann brosti aftur og þetta bros réð úrslitum. — Ég kem með yður, sagði hún. Fyrr en varði sátu þau saman í bíl. Hún þrýsti sér út í hornið, eins vel og hún gat. Hann tók eftir þessu og hnykl- aði brúnirnar. — Þér þurfið ekki að sitja svona, sagði hann. — Allt er undir því komið að þér berið traust til mín. Rödd hans var svo heillandi, að hún varð að hlýða. Hún settist nær honum og hann sá, að hún brosti ofurlítið. — Þetta er svo undarlegt, sagði hún. Ég á ekki samleið með yður. Þér eruð samkvæmisklæddur. — Það verðið þér líka — bráðum. — En ég hef ekki .... — Lofið mér að sjá fyrir því, greip hann fram í. — Spyrjið einskis. Þér tjaldað til ciimar itætiix* 12 FÁLKINN þurfið ekkert að hræðast. Ég skal segja yður allt meðan við erum að borða. En nú á ég svo annríkt. Bíllinn staðnæmdist. — Hvert eigum við að fara, spurði hún hálf kvíðin. — Kaupa föt, svaraði hann og tók um arm hennar. Og í sama vetfangi voru þau komin inn í lyftu. — Hvað heitið þér, hvíslaði hann. — Ég heiti Jenny. Þau komu inn í skrautlega tízku- verzlun. — Þessi dama óskar að fá sér nýjan fatnað sem allra skjótast, sagði hann. — Þú mátt láta hann kosta allt að sextíu pundum, Jenny, bætti hann við og klappaði stúlkunni á öxlina. Hann settist á dívan, meðan Jenny og afgreiðslustúlkan viku frá. Öðru hverju kom afgreiðslustúlkan fram og sótti hitt og annað af fatnaðar tagi. Kvenfatnaður var dýr, en hann varð að viðurkenna, að þetta var fallegur fatnaður. Hann kom auga á síma meðan hann beið, hringdi og bað um borð á Hotel Cecil. Skömmu síðar var stúlkan tilbúin. Hún var undrandi yfir sjálfri sér og roðnaði við tilhugsunina um hve fín hún væri. Honum duldist ekki að hún var ljómandi falleg, þegar hún brosti og augun ljómuðu eins og stjörnur. Nú var hún hattlaus, svo að hárið naut sín til fulls. Stúlkan hafði valið sér kjól úr skínandi bláu flaueli og kvöldkápu úr bláu silki með tóuskinnsfellingum og fengið ýmislegt annað, sem skraut- klædda konu má prýða. Þau flýttu sér niður og náðu í bíl. Þetta var dimmt en hlýtt haustkvöld. Borgin hafði lokið erfiði dagsins og ætlaði að fara að skemmta sér. — Er yður ver við, að ég haldi í höndina á yður? spurði ókunni maður- inn. — Ef yður er ver við það, skal ég ekki gera það. Þér hafið verið svo alúðlegar við mig. Hún svaraði ekki, en þegar hún rétt á eftir lét höndina falla niður í sætið, þá greip hann hana. Bíllinn nam staðar fyrir utan Cecil og þegar hann sneri sér að brytanum heyrði hún nafn hans. — Ég hringdi fyrir skömmu síðan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.