Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 18
!Er menn hafa skrifað mikinn fjölda
af sakamálasögum, er það næsta óhjá-
kvæmilegt, að þeir verði þess heiðurs
aðnjótandi að vera beðnir um ýmislegt,
sem maðurinn að baki rithöfundarins á
erfitt með að leysa.
Það er ekki ætlun mín að fara að
hallmæla hinni elskulegu, gömlu konu,
sem heldur því fram, að ég sé hinn
eini rétti til að finna kjölturakkann
hennar, sem týndur er.
Ég hef ekki heldur í hyggju að móðga
þá grandvöru menn, sem eru sannfærð-
ir um, að fjarskyldur ættingi þeírra
hafi verið myrtur með silfurgaffli. í
raun og veru er ég mjög hrærður, þeg-
ar þeir leita til mín úrkula vonar, er
svo leiðinlega stendur á. Það er ekki
hægt að álasa þeim um neitt, þótt þeir
séu yfirkomnir af sorg, af því að þeir
eiga ekki rétt til arfs.
Ég ætla að leyfa mér að draga fram
í dagsljósið hér mjög einkennilegt mál,
— mál G. N. Torning. Og það er alls
ekki til þess að þið séuð laus við mál
af sams konar gerð, — síður en svo.
Sagan hófst þannig, að eiginlega var
ég ekki heima. Ég átti nefnilega von
á innheimtumanni. Þá er það kvöld
eitt, að hringt er dyrabjöllunni hjá mér.
í fyrstu hægt og stillilega eins og mað-
ur getur ímyndað sér, að snotur skradd-
aradóttir þrýsti vísifingri á dyrabjöllu.
En svo fór bjallan að glamra svo vold-
ugt og skipandi, að maður gat ímynd-
að sér að í staðinn fyrir fagurlega liðað
hár og þrýstnar varir á velskaptri
konu, væri látúnslegið kaskeyti og stutt-
klippt yfirvaraskegg á hranalegum inn-
heimtumanni.
í eina mínútu eða svo hélt hringing-
in áfram, en þá hefur maðurinn séð,
að það var vonlaust að reyna að fá
mig til að opna, því að þá linnti hring-
ingunni. Ég stóð þolinmóður í forstof-
unni og beið þess að heyra hin þungu
skref fjarlægjast, en ekkert gerðist í
þá átt. Aftur á móti kom einhver við
bréfakassann á hurðinni, og lítill, hvítur
bréfmiði lagðist til hvíldar blítt á botni
hans.
Þeirri hugsun skaut upp í kolli mér,
að hér væri um að ræða sérlega vel út
búna tímasprengju. En það er reyndar
ekkert til, sem leynilögregluhetjur mín-
ar óttast að ég reyni að feta í fóspor
þeirra eins vel og ég get. Þess vegna
hikaði ég ekki lengi, áður en ég lædd-
ist að kassanum léttum skrefum og tók
miðann upp.
Reyndar virtist þetta vera bara
venjulegt boðskort. Og það var í fyrsta
skipti, sem ég kynntist nafninu G. N.
Torning. Það var prentað með nýtízku
stöfum og yfir prentið voru skrifaðar
nokkrar línur með blýanti. — Eg veit,
að þér eruð heima. Ég sá yður í gegn-
um gluggann, áður en ég fór hingað upp.
Það skiptir mig öllu, að ég geti talað
við yður. Ég er í hættu.
Nú já, hugsaði ég. Nú held ég, að ég
viti hvað þetta er. Ég þori að veðja um,
að þetta er náungi, sem á í vandræðum
með konuna sína. Og nú er hann
hræddur um, að konan bæti sykurinn í
morgunkaffið hans með arseniki. Ég
verð að sýna mannkærleik og ljúka
upp fyrir manninum, G. N. Torning.
Ef til vill mun ég uppörva hann svo-
lítið og dreifa huga hans dálítið, ef
ég slæ á öxlina á honum og segi vinur,
kæri vinur og fleiri orð af þeirri gerð.
Ég opnaði smekklásinn og hratt hurð-
inni upp, en ekki átti fyrir mér að
liggja að slá á öxlina á G. N. Torning
og segja kæri vinur. Það síðastnefnda
hefði að minnsta kosti komið mjög
spánskt fyrir sjónir. Að vísu var G. N.
Torning þannig að vaxtarlagi, að vöxt-
urinn var drengslegur, þar sem það
átti við, en sums staðar var hann hold-
ugri en maður gat vænzt. Axlirnar voru
ekki heldur vel lagaðar til þess að sýna
vináttu í verki, en samt voru það fót-
leggirnir, sem mestri skelfingu ollu í
hugarheimi mínum.
Það varð að klífa tæpan meter upp
eftir ójöfnu landslagi frá hinum fallegu
rótum, áður en komið var að nefinu,
sem teygði sig eins og múli milli tveggja
stöðuvatna. Og svo að ég setji ekki ljóta
litaklessu á hina fallegu landslags-
mynd, dreg ég í skyndi síðasta pensil-
farið: Hárið var sem dimmur og drauga-
legur skógur, þar sem þunglyndar sálir
gátu farið villur vegar.
Nú, ég steig aftur á bak með allan
þennan Ijóðræna skáldskap í huganum
og G. N. Torning fylgdi á eftir. Það
var hún, sem skellti hurðinni aftur í
lás.
— Þér verðið að hjálpa mér, stamaði
G. N. Torning svo blíðlega, að ég hafði
aldrei trúað, að persóna, sem héti að-
eins tveimur bókstöfum að fornafni,
gæti slíkt.
Það hefur maður fylgt mér eftir al-
veg frá biðstöð sporvagnsins .... og
ég þarf að fara fram hjá dimma garð-
inum .... ég er hrædd. Eg hef lesið
Framhald á bls. 35.