Fálkinn - 20.06.1962, Side 7
Næturráp.
Svo vildi til fyrir
nokkru, að ég þurfti að taka
næturvakt um helgi. Fer
heldur litlum sögum af vinn-
unni, enda gekk hún sinn
vana gang. Um morguninn
þegar ég var búinn, langaði
mig til að fá mér svolítið í
gogginn, enda var mér ekki
vanþörf á því, því að matar-
laus hafði ég verið alla nótt-
ina. En er ég fór að huga að
sjoppunum, voru þær allar
harðlokaðar. Mér finnst, að
borgarstjórnin blessuð ætti að
leyfa einum stað í miðbænum
að hafa opið allan sólarhring-
inn, svo að menn, sem vinna
kannski vaktir, geti keypt sér
eitthvað í sarpinn.
Virðingarfyllst.
Gummi.
Svar:
Það finnst okkur lílca, en þér
heföuö átt aö koma þessu aö
í dagblööunum fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar. Ef til vill
heföi þá öllu fögru veriö lofaö,
hvernig svo sem efndirnar heföu
oröiö.
Dráttur.
--------Það er undarlegur
ósiður sumra manna, að draga
allt, sem þeir eiga að gera,
þangað til í eindaga er komið.
Ég nefni til dæmis andskotans
happdrættin; þeim er stund-
um frestað svo mánuðum
skiptir. Ég man það, að ég
keypti einu sinni happdrættis-
miða hjá einhverri góðgerðar-
stofnun. Það var um jólaleyt-
ið og átti að draga á aðfanga-
dag. Ég held, að það hafi ver-
ið dregið á Þorláksmessu árið
eftir.--------
K.
Svar:
Þér ættuð bara ekki að
kaupa happdœttismiða fram-
ar.
Knattspyrna.
— -—■ -— Hvers vegna kynn-
ið þið ekki líka annarar deild-
ar lið. Þar eru jú ágætir
knattspyrnumenn og mér
finnst, að þið ættuð að kynna
þá líka.--------
Svar:
Vissulega eru þar ágœtir
knattspyrnumenn, en okkur
finnst of mikið að kynna svo
mörg félög á skömmum tíma.
SÁPA HINNA LÍFSGLÖÐU
• Dial sápa inniheldur undraefnið AT. 7. sem kemur í veg fyrir svitalykt.
• Dial sápa inniheldur dýrustu og beztu ilmefni sem notuð eru í handsápur.
• Ef öllum líkar vel við yður mun yður líka Dial.
Heildsölub. Kristján Ó. Skagfjörö
REYKJAVÍK.
Nýja framhaldssagan,
— -— -— Um leið og ég votta
ykkur ánægju mína vegna
hinnar ágætu framhaldssögu,
sem var í blaðinu, vil ég segja,
að mér líkar sú nýja alveg
stórvel. Reyndar er hún ekki
eins spennandi, en spennandi
samt. — — —
Húsmóðir.
Svar:
Hún mun verða enn meira
spennandi, þegar á líður.
Póstafgreiðsla á kvöldin.
-----Mér finnst nú bara
alveg óhæft, að póstafgreiðsl-
an á pósthúsinu sé ekki opin
á kvöldin. Þetta fyrirkomulag
getur verið svo bagalegt, að
ég á engin orð yfir það.
Hvergi hægt að fá frímerki,
því að sjálfsalinn í fordyri
pósthússins er ónýtur og oft-
ast nær engin frímerki úr
honum að fá.--------
Svar:
Viö eigum engin orö yfir þetta.
Neftóbak.
Heill og sæll, Fálki góður.
— Mér finnst, að þú ættir á
þessum lungnakrabbatímum
að berjast fyrir því að menn
taki í nefið. Ég veit ekkert
hollara en góðan slurk af fínu
korni í nef. Það hressir mann
svo vel og endurnærir, og ekki
skapast bölvaður krabbinn af
því. í mínu ungdæmi var nef-
tóbak og steinolía brúkuð
jöfnum höndum sem læknis-
lyf, þótti óbrigðult. Veit ég
til dæmis um. einn frænda
minn, sem bar þetta á kláða-
sár, sem hann hafði á heldur
óþægilegum stað, og læknað-
ist kláðinn algjörlega. Veit ég
gjörla um önnur dæmi slík.
Tóbaksnefur.
Svar:
Ekki vitum við um sann-
leiksgildi þessara orða, en
bendum fólki á að reyna nef-
tóbakið.
FALKINN
7