Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Side 13

Fálkinn - 20.06.1962, Side 13
yfinu spurningin getur til að mynda verið þannig: — Hve mörg orð þekkið þið, sem þýða það sama og sögnin að leiðast eitthvað. Ef níu rétt svör berast áður en hálf míúta er liðin, verða stigin 9X50, eða samtals 450. Þriðja og síðasta spurningin gefur 900 stig fyrir hvert atriði. Þess vegna þarf hún að vera reglulega erfið eins og til dæmis þessi: —- Hve marga kvikmynda- leikara þekkið þér, sem hafa nafn, er byrjar á T? Gerist það, að þátttakandi svarar rangt eða endurtekur svar, sem þegar hefur verið notað af félaga hans eða honum sjálfum, tapa þeir félagar tím- anum sem eftir er, og eru strax úr leik. •a Þegar þeir fyrstu eru búnir, taka næstu við og síðan koll af kolli. Leyfi- legt er að skipta um prófessor við hverja umferð, en hentugast er, að hafa eihn til þess að halda reikning yfir allt saman. Tvöföldunarleikurinn hafði verið of erfiður fyrir Pétur, sem er ekki nema átta ára gamall og yngstur allra, og það var því ekki nema eðlilegt, að hann gæti ekki spjarað sig eins og hinir. Þess vegna stakk Andrés frændi upp á leik, þar sem hann gæti sýnt listir sínar. Kúarekstur. Leikurinn hét kúarekstur. Valdir eru tveir kúrekar, — að þessu sinni urðu þau Pétur og Soffía frænka fyrir val- inu. Þau fengu tómar mjólkurflöskur. Þær áttu að tákna kýrnar. Auk þess fengu þau kústa og skrúbba og nú reið á, hve fljót þau voru að velta flöskun- um á undan sér með aðstoð þessara verkfæra. Áttu þau að velta þeim frá svefnherberginu í gegnum stofuna og út á svalirnar eftir ákveðinni leið: Hringinn í kringum sófann, milli lamp- ans og hægindastólsins og hringinn í kringum ruggustólinn. Þetta virtist ekki vera erfitt, — en reynið það einu sinni. Soffía frænka gafst upp, þegar hún komst að ruggu- stólnum. Einmitt þá tók einhver eftir, að klukkan var orðin yfir sex, svo að það þurfti að fara að huga að kvöld- matnum. Þannig leið þessi dagur án þess að nokkur tæki eftir því. Litla golfið. Næsta dag fór sólin loks að skína aft- ur. En það var of svalt til þess að fara niður á ströndina, svo að fjölskyldan hélt sig í námunda við bústaðinn. — Ég vildi bara, að við gætum farið í leiki eins og í gær, sagði Pétur. — Þar sem við vorum í fyrra var hægt að fara í bæinn og spila í litla golfinu. — Við getum einnig spilað hér litla golfið, sagði hinn lífsglaði Andrés frændi og hvarf inn.í búst.aðinn. Pétur var ekki seinn á sér að.elta hann. Dálítilli stundu seinna komu þeir út hlaðnir tómum niðursuðudósum, á- samt könnu, mjólkurfötu, og lítilli leik- fangafötu. Með þessum fötum og dósum bjó Andrés frændi til golfbrautina. Dósun- um og fötunum var dritað hér og þar á flötina í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru. Til þess að allt ylti ekki um koll, voru smásteinar lagðir upp við föturn- ar og dósirnar. Pétur kom með kúlu og kylfurnar voru göngustafir og alls konar prik. Það var krossað við þar sem byrja átti og það var skrifað 1, 2 og 3 o. s. frv. við dósirnar. Þegar allt saman var tilbúið, lét Andrés frændi leggja kúluna á flötina. Ætlaði hann að reyna að hitta dós nr. 1. Hver leikmaður fékk að slá þrisvar sinnum og aukalega einu sinni, þegar hann kom kúlunni í „holu“. Þegar það gerðist var kúlunni stillt upp rétt við einhverja dósina og leikmaður miðaði á þá næstu. Pabbi Péturs komst fyrstur í gegn. Hann hafði sérstaka hæfileika fyrir þetta spil, sem annars var nokkuð örð- ugt. En á meðan fjölskyldan hamaðist í þessum leik, var Andrés frændi önn- um kafinn við að undirbúa næsta leik. „Leitin að fjársjóðnum.“ Fjársjóðurinn var ofurlítill súkku- laðimoli í eldspýtustokk. Að vísu telj- ast margir munir til fjársjóða, en hent- ugast er að velja hlut, sem ekki tekur of mikið rúm. Fjársjóðinn þarf nefni- lega að geyma og geyma vel. Sá, sem hefur hann í sinni vörzlu, dreifir síðan miðum um allt, en þeir eiga að gefa vísbendingu um, hvar fjársjóðinn er að finna. Þegar leikurinn byrjar, fær foringi leiðangursins seðil, sem á stendur til dæmis: — Farið að gamla eplatrénu. Einhvers staðar í trénu er að finna Framhald á bls. 38. FALKIN N 13

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.