Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Page 20

Fálkinn - 20.06.1962, Page 20
Eins og gefur að skilja voru Reykja- víkurstúlkurnar, sem gerðu sér dælt við dátana, heldur bágbornar í kunnáttu sinni í enskri tungu og veltu menn því íyrir sér hvaða mál þær töluðu við þá. Þá var það sem einhver gárunginn komst að þeirri niðurstöðu að sennilega mundu þær notast við rúm-enskuna! Hér er önnur ofurlítil saga um mála- kunnáttuna á ástandsárunum. tlún fær- ir okkur heim sanninn um það, að kven- fólkið hefur ekki þurft að leggja á sig langskólanám í enskunni til þess að geta verið með í „bransanum": „Á dansleik, sem haldinn var í sam- komuhúsi í Reykjavík snemma á her- námstímabilinu var þröng mikil, þegar líða tók á kvöldið. Dátar höfðu aðgang að dansleik þessum. í þrengslunum gerðist það atvik, að dáti steig í óvar- færni á tá einnar stúlkunnar. Hann laut fljótlega að stúlkunni og sagði afsak- andi: — Sorry! Stúlkan leit þrosandi augum á dát- ann og svaraði samstundis: — Rósa! ★ Nú eru fyrir nokkru afstaðnar bæj- arstjórnarkosningar með öllu sínu brauki og bramli og' þess vegna væri ekki úr vegi að birta eftirfarandi kosn- ingaástandssögu frá stríðsárunum: — Þegar lýðveldiskjörið fór fram í maímánuði 1944, var almennur áhugi að gera kosninguna sem glæsilegasta fyrir íselenzkan málstað, en til voru þó manneskjur, er létu sig einu gilda og vissu naumast hverju fram f ór. Fyrri kjördaginn komu sendimenn í bifreið til konu nokkurrar í Skerjafirði, sem sagt var að hefði hermenn að heim- ilisvinum, — og spurðu þeir hana hvort i hún vildi ekki koma og greiða atkvæði. Hún kvað nei við, — sér væri sama um þetta allt saman. Daginn eftir voru aðrir menn sendir * til hennar, en allt fór á sömu leið. Hún kvaðst ekki anza þessu og bað þá að hypja sig burtu. Þá var það að maður nokkur, sem þekkti hátterni konunnar, bauðst til að gera tilraun til þess að fá kvensuna á kjörstað. Það var tekið að halla að kveldi þegar hann kom á fund hinnar þvermóðsku. Þegar hún sá hann í dyr- unum, datt henni í hug erindið og sagði strax: — Það þýðir ekki að tala við mig, ég anza ykkur ekki, — hvorki einum né neinum. — Jæja, segir maðurinn. — Þú hefur kannski ekki kynnt þér málavexti. Það gæti vel verið, að þú vildir taka þátt í kosningunum, ef þú vissir hvernig raunverulega liggur í málinu. — Nú? segir konan og hleypir þá manninum inn. -— Já, það er nú svoleiðis, segir mað- urinn, — að kommúnistar vaða nú uppi með ólátum og ógnunum og kenna * hernum um, að fólk vill ekki kjósa. Þeir segja, að fólk þori ekki að gera þetta, af því að vopnavaldið sé í land- inu og nú verði að láta til skarar skríða og hart mæta hörðu. Þeir eru að búa sig undir það versta og hafa í hótun- um að ráðast á setuliðið og hrinda hverjum einasta hermanni í sjóinn. Konan tók nú að leggja hlustir við þessum athyglisverðu fregnum, og komumaður sá, að sagan tók að verka á réttan hátt. — Heldurðu, að það sé efnilegt fyrir hermannagreyin að mæta þeim í þess- um ofsa? Það má þakka fyrir, ef þeir eru ekki byrjaðir að brytja niður. Nú þurfti konan ekki meira. Hún greip í handlegg mannsins og sagði af miklum móði: — Heyrðu, ertu með bíl? Það er þá bezt að ég komi og hjálpi ykkur ....

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.