Fálkinn - 20.06.1962, Side 23
Þau stigu út úr vagninum, Sir Richard
greiddi ökumanninum og heilsaði um
leið lögregluþjóni sem gekk framhjá.
Annars var allt grafkyrrt og tómt.
Katrín fylgdi honum gegnum hliðið.
Hún varð vör við undarlega óþolin-
mæði hjá honum, þar sem hann stóð
og tók í gylltan hring, sem gerði það að
verkum, að bjalla hringdi fyrir innan.
Kyrrð næturinnar var rofin af hring-
ingunni. Loks heyrðist fótatak fyrir
innan og gamall þjónn kom til dyra.
Sir Richard kynnti Katrínu sem ætt-
ingja sinn og bað þjóninn að hafa
gestaherbergið reiðubúið fyrir nóttina.
Gamli þjónninn varð svolítið kyndug-
ur á svipinn, en svaraði engu. Litlu
seinna, eftir að ljós höfðu verið kveikt
í anddyrinu, gekk hann hægum skref-
um upp skrautlegar marmaratröpp-
urnar.
Allt í einu sneri hann sér við og
spurði:
— Afsakið, herra, en hvernig á ég
að titla þennan unga ættingja yðar?
Sir Richard hikaði andartak. Katrín
stóð grafkyrr og starði á víxl á hann
og gamla gráhærða þjóninn.
— Ungfrú Catherine, sagði sir Rich-
ard loks.
Skömmu síðar leiddi sir Richard
Katrínu gegnum forstofuna og inn í
herbergi sem var þakið bókum frá
gólfi til lofts. Þar kveikti hann á nokkr-
um þungum bronskertastjökum. Hann
benti henni að setjast í einn af dumb-
rauðu hægindastólunum, sem stóð í
herberginu.
Hún settist, en þá fitjaði hann allt
í einu upp á nefið og sagði, að fram-
vegis skyldi hún ekki setjast í þessa
rauðu stóla. Litur þeirra færi mjög illa
við hár hennar.
Sjálfur settist hann við skrifborð sitt,
sem var þakið bókum, myndastyttum
og skjölum og ýmsum öðrum gripum,
sem hún kunni engin skil á. Hann
starði á hana andartak sínum skörpu
og gáfulegu augum.
— Hlustaðu nú á mig, stúlka litla.
Það sem ég mun nú segja þér, hljómar
áreiðanlega ótrúlega í þínum eyrum, en
lífið kennir okkur, að hinar fáránleg-
ustu ákvarðanir verða oft hyggilegar,
þegar allt kemur til alls. En sem sagt:
Ég er fagurkeri, og það veiztu senni-
lega ekki hvað er, en við skulum orða
þetta þannig, að ég hafi ánægju af að
horfa á það sem er fullkomið og að mér
þyki fyrir því, þegar ég sé galla á því,
sem annars gæti verið fullkomið. Til
allrar hamingju er ég það vel efnaður,
að ég get haft fegurðardýrkunina að
tómstundastarfi mínu. Þegar ég fyrir
nokkru síðan af einskærri tilviljun
rakst inn á krá Perkinshjónanna, upp-
götvaði ég strax að þar sem þú gekkst
um á þessum leiðinlega stað, varstu
gott dæmi um fegurð í alröngu um-
hverfi. Forsjónin hefur veitt þér full-
komna andlitsdrætti, áugnalit, sem
hvergi sést nema hjá eðalsteinum, hár,
sem allar konur mættu öfunda þig af,
og svona mætti lengi telja. Sem sagt:
Ég sá strax, að þú varst eitt af undrum
náttúrunnar. En það gerði mér gramt
í geði að sjá þig í þessu umhverfi. Einnig
fór klæðnaður þinn í taugarnar á mér,