Fálkinn - 20.06.1962, Page 28
KATRÍN
Frh. af bls. 24.
fjölskyldu þinnar. Faðir þinn er kannski
líka kominn yfirum?
Hún kinkaði kolli og beit á vörina.
Hann hikaði andartak og virti hana
fyrir sér þungbrýnn. En rödd hans var
vingjarnleg og mannúðleg, þegar hann
hélt áfram:
— Jæja, ætli þetta sé nú ekki nóg
í kvöld. Ég skal sýna þér herbergið. í
nótt skal ég finna eitthvert hæfilegt
eftirnafn handa þér. Og í framtíðinni
kallar þú mig Richard frænda. Skilurðu
það?
— Já, Richard frændi, svaraði hún og
brosti til hans.
En hann var þegar kominn hálfa leið
út úr herberginu.
★
Katrín vaknaði morguninn eftir undir
himinsæng úr dýrindis silki. Hún hug-
leiddi viðburði næturinnar og enn undr-
aðist hún að hana skyldi ekki vera að
dreyma. Allt í einu rak hún augun í
grófu undirfötin sín við hlið silki-
mjúkra sængurfatanna. Hún blygðaðist
sín og hnipraði sig enn þá lengra undir
dúnsængina. Langa stund lá hún graf-
kyrr og naut þess að horfa á allt hið
fagra sem var umhverfis hana, — út-
saumuð veggteppi með mynstri sem
samanstóð af fuglum og blómum, lítið
borð við gluggann með dúk niður á
gólf, snyrtiborð þakið skálum og krukk-
um og silfurburstum með skjaldarmerki
sir Richards. Og síðast en ekki sízt var
þessi indælis blómaangan í herberginu.
Hann kom frá stórum rósavendi, sem
stóð í silfurvasa á borðinu.
Hún reis upp í rúminu, en lagðist
endilöng niður aftur, þegar hún heyrði
barið að dyrum. Gamli þjónninn rak
nefið inn um dyragættina, en kom síðan
alveg inn með morgunverð á bakka.
Hann sá aðeins tvö stór augu full undr-
unar og mikið rautt og úfið hár á kodd-
anum.
— Þér heyrðuð víst ekki, þegar ég
kom inn í fyrra sinnið, ungfrú Chate-
rine, sagði hann vingjarnlega. — Ég tók
mér það bessaleyfi að koma með fáein
blóm inn til yðar. Húsbóndinn er mjög
hreykinn af þessari nýju tegund, sem
honum hefur tekizt að rækta.
Þjónninn setti bakkann á borðið og
Katrín bað til guðs, að hann hyrfi þegar
í stað á burt, svo að hún gæti í ró og
næði rannsakað hvað væri í öllum þess-
um silfurskálum. Auk þess hafði hún
enga löngun til að þjónninn sæi grófu
undirfötin hennar.
Hún skotraði augunum í áttina til
hans og tautaði eitthvað um að blómin
væru dásamleg.
Þjónninn sneri sér við í dyrunum og
sagði:
— Við erum öll svo glöð yfir því
sem gerzt hefur, ungfrú. Ég skil vel að
það sé einkennilegt að hitta allt í einu
28 FALKINN
svona virðulegan ættingja, sem yður
hefur ef til vill aldrei grunað að væri
til. . . .
Hann sagði þetta mjög vingjarnlega,
en hún fór samt ekki varhluta af for-
vitninni, sem leyndist að baki orðum
hans. Hún dró sængina niður fyrir
munninn og sagði eins settlega og henni
var frekast unnt:
— Kærar þakkir . . . góðan dag!
Dyrnar lokuðust hljóðlaust. Katrín
settist upp og renndi hýru auga til
morgunverðarins. Hún lyfti upp loki
á silfurkönnu og þefaði af sjóðandi
heitu svörtu kaffi. Undir öðru silfur-
loki voru egg og skinka og hinu þriðja
brauðhleifar. Hún vissi ekki hvernig
átti að fara að því að snæða allt þetta
í rúminu. Hún stóð á fætur, náði sér
í stól og setti hann fyrir framan bakk-
ann. Síðan tók hún að borða af hinni
beztu lyst. Þegar hún var loks orðin
mett var aðeins eftir á bakkanum ofur-
lítið af sykri og einn brauðhleifur. Hún
skreið undir sængina aftur, eingöngu
af því að hún hafði ekki minnstu hug-
mynd um, hvað hún ætti að gera næst.
Þá var aftur barið að dyrum. Að
þessu sinni var hún næstum fegin. Áður
en hún hafið svarað nokkru, opnuðust
dyrnar og sir Richard gekk inn í her-
bergið, klæddur dökkgrænum síðum
morgunslopp.
— Nú hef ég komizt að niðurstöðu,
sagði hann hátt og sigri hrósandi.
Katrín hafði ekki hugmynd um hvað
hann var að fara,en hún gat ekki annað
en dáðst að honum. Dökkgræni litur-
inn fór vel við snjóhvítt skyrtubrjóstið
og gerði það að verkum, að hann virtist
unglegri en ella. Hingað til hafði hún
aðeins séð hann klæddan í svart, brúnt
eða grátt.
— Fyrir tveimur árum síðan fórst
fjölskylda að nafni Bourne í Vestur-
Afríku. Eiginmaður, eiginkona og dóttir.
Að því er mig minnir var það eitthvert
bátskryfli sem fórst á einhverju guðs-
voluðu fljóti. Þessi herra Bourne og
ég, við vorum þremenningar. Ég hitti
hann einu sinni í Eton, en sá hann
aldrei eftir það. Hann var gjörsam-
lega ómögulegur og gekk með þá flugu
í höfðinu að rannsaka skoi’dýr í hita-
beltinu eða eitthvað svoleiðis, og í því
augnamiði hafði hann útvegað sér bú-
garð í Kongo. Það sem skiptir mestu
máli er hinsvegar, að hann átti dóttur,
sem væri nú sautján ára, ef hún lifði.
Hún fórst víst, veslings barnið, — en
þú skilur hvað ég hef í huga? Það gekk
orðrómur um, að þeim mæðgum hefði
verið bjargað, og ég man ekki betur en
það hafi verið send rannsóknarnefnd
til þess að útkljá málið og hún hafði
komizt að þeirri niðurstöðu, að þær
væru ekki á lífi.
Sir Richard þagnaði og virti Katrínu
fyrir sér með eftirvæntingu. Augu
hennar ljómuðu af ánægju.
— Þér eigið sem sagt við, að ég eigi
að vera ungfrú Bourne, sagði hún.
— Einmitt. Ungfrú CatherineBourne,
17 ára gömul, dóttir fátækra en heiðar-
legra foreldra. Hún hét í raun og veru
Catherine, en það vissi ég alls ekki,
þegar ég sagði þjóninum mínum, honum
Harris, nafnið þitt í gærkveldi. Þetta
stemmir allt saman, ekki satt?
— En ég hef aldrei verið í Afríku
og hef ekki minnstu hugmynd um þann
hluta heimsins.
— Nei, það stemmir líka og þess
vegna er það hreinasta fyrirtak þetta
með slysið. Þú fékkst taugaáfall og
manst ekkert sem gerzt hefur í lífi
þínu. Nokkrir hinna innfæddu fundu
þig loks á ströndinni lengra niður við
fljótið. Þeir innfæddu höfðu ekki hug-
mynd um slysið og góður vinur minn,
sem að sjálfsögðu er ekki til, fann þig
dag nokkurn í frumskóginum. Hann tal-
aði swahili-mál og fékk að heyra um
hina dásamlegu björgun. Negrarnir
höfðu hugsað vel um þig og sýnt þér
mikla ástúð og vináttu, og þegar hann
sagði þeim, að þú værir að öllum lík-
indum dóttir Bourne, féllust þeir strax
á, að þú færir til Englands. Hér í
London kom þessi vinur minn til min
og ég var strax sannfærður um, að þú
værir ættingi minn. Móðir þín var til
allrar hamingju belgísk og munaðar-
laus og það gerir málið enn þá auð-
veldara.
Katrín hristi höfuðið og leit döpur
til hans.
— Þetta getur aldrei gengið. Hugsum
okkur, að einhver fari að rannsaka
málið. Þá er ég glötuð. Ef til vill hitti
ég einhvern, sem þekkti Bourne-fjöl-
skylduna.
Sir Richard leit gramur til hennar:
— Ég hef aldrei rekizt á nokkra lif-
andi sál, sem hefur heilsað upp á Bourne
síðan hann settist að í Kongo. Konan
hans var belgískur trúboði og dóttirin
fædd og uppalin þarna niðurfrá. Og við
megum heldur ekki gleyma, að fólk
hefur lítinn áhuga á að leysa gátur,
þegar engir peningar eru í spilinu. Þú
hefur fegurð þína til að lifa á og ofur-
lita skemmtun af hinum ríka ættingja
þínum, Richard frænda. Á þessu tvennu
muntu komast langt, en það er önnur
saga. Hér höfum við nafnið og réttan
aldur og fortíðin er lokuð bók vegna
taugaáfalls og minnisleysis. Að sjálf-
sögðu ertu orðin heilbrigð núna, ég vil
ekki fyrir nokkurn mun gera þig að
hálfgerðum aumingja! Jæja, hvað segir
þú um þetta, ungfrú Catherine Bourne?
— Hvað get ég svo sem sagt? Þú
veizt þetta bezt, sir Richard.
— Richard frændi, leiðrétti hann og
opnaði munninn til að segja eitthvað
fleira, en hætti við það. Fyrst núna tók
hann eftir að hún hafði skriðið alveg
undir sængina.
— Klæddu þig, sagði hann. — Þú
verður að sjálfsögðu að fá ný föt. Ég
skal sjá um það strax. Liggðu kyrr
þangað til ég kem aftur og hugsaðu um
það, að í dag áttu að hefja nýtt líf. Og
þar kemur krá Perkinshjónanna og all-
ur sá lýður, sem þar hefst við, alls ekki
við sögu. Því fyrr sem þú strikar yfir
fortíð þína, því betra.