Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 33
Það var komið vor. Konan mín tók fyrst eftir því og hófst þá vorhreingern- ingin. Ekki leið á löngu, unz hún tók eftir því að málningin á gluggunum var farin að springa. Það var nú reynd- ar engin furða, því að þeir höfðu verið málaðir síðast fyrir 10 árum og þá af málara. Ég fór í bæinn og keypti Hörpu- silki og kom heldur glaðhlakkalegur með dósina heim. Hvernig ætlarðu eig- inlega að mála gluggana? var ég þeg- ar í stað spurður. Ætlarðu að mála þá að utan eða innan? Að innan auðvitað, svaraði ég. Til hvers heldurðu að mað- ur noti Hörpusilki? Við þennan vísdóm var hún ekki sein á sér og hringdi í mömmu sína. Mamma hennar vissi allt. Svo kom romsan, ég átti að skafa burt allt laust, taka upp úr sprungunum, pússa síðan gluggana með sandpappír, og guð veit hvað. Ég byrjaði auðvitað eins og tengda- mamma hafði fyrir mælt, fékk mér spor- járn og kíttisspaða og skóf og skóf. Ég hafði einhvern tíma heyr.t, að gott væri að bera salmíak á lakkmálningu, en um leið og ég opnaði flöskuna gafst ég upp á því fyrirtæki. Það var lykt af því og síður en svo þægileg. Þá var ekki annað að gera en að pússa og slípa. Svitinn bogaði af mér, ég vann í sveita míns andlitis eins og þar stendur, en dóttir mín segir, að það þýði að vinna þangað til maður verður sveittur. Næst var að sópa rykið burtu, en þá tók ekki betra við. Konan heimtaði að ég fjar- lægði húsgögnin yfir í næsta herbergi, svo að ryk settist ekki á þau. Því næst átti ég að breiða dagblöð á gólfið, svo að málningarsletturnar sætu ekki á dúknum. Það eitt kostaði ferð í bæinn, því að venjulega hendi ég alltaf dag- blöðum jafnóðum og ég kaupi þau, ekki er kosningar eru í nánd. Það er mikill sparnaður að því, vegna þess að þá senda þeir manni blöðin frítt. Þegar ég var búinn að breiða blöðin á gólfið og tekinn til að mála, gat ég ekki stillt mig um að sletta á fésin á Geir og Gunnari og Einari. Þeir tóku sig svo ljómandi vel út með málningarslettum í framan. Það er ekki að spyrja að því, það er sómi að þessum mönnum, hvern- ig svo sem þeir líta út og hvar í stétt sem þeir standa, enda sagði mér maður fyrir kosningar, að það væri sín heit- asta ósk að sjá Geir borgarstjóra á loftbor. Grunnmálningin var lengi að þorna. Mig minnir að það hafi tekið tvo daga. Feginn var ég og svo heppilega vildi til, að ég þurfti að bregða mér út á land í nokkra daga, svo ég var þá laus við þetta allt saman á meðan. En kvabb- ið byrjaði strax og ég kom heim aftur. Ætlarðu ekki að ljúka við þessa glugga- boru þarna? Hve lengi eiga húsgögnin að vera inni í svefnherbergi. Ég er alveg að drepast úr málningarlykt. Ég get ekki boðið nokkrum manni inn, það er allt í drasli. Nágrannarnir eru farnir að tala um slóðaskapinn hér á þessu heimili. Þú reynir alltaf að koma þér undan öllu, sem þú átt að gera. MALUN Það var ekki hægt að fresta aðgerð- unum lengur. Kaupa varð spartl og byrjaði ég að bera það á. Það gekk al- veg ljómandi vel. Ég bar svona senti- meters lag á allan gluggann, setti vel í öll horn og rifur. Að því loknu kallaði ég á alla fjölskylduna til þess að horfa á meistaraverkið. — Pabbi, þú átt að bera eins þunnt lag á eins og hægt er, sagði dóttir mín, — annars verður svo erfitt að pússa. — Uss það þarf ekkert að pússa, sagði ég hreykinn, það er svo slétt og jafnt GLUGGA borið á, að það má mála bara beint á spartlið. Morguninn eftir var glugginn allur í sprungum, smá andskotans rifum. Þannig er það, þegar verkamaðurinn með hvíta flibbann tekur að sér hand- verk. Ég tók hið bráðasta til fótanna, læsti herberginu, svo að enginn gæti séð meistaraverkið í fyllingu síns tíma og flýtti mér á skrifstofuna. Þar leitaði ég á náðir vinnufélaga minna og sagði mínar farir ekki sléttar. Það komu fram Framh. á bls. 39.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.