Fálkinn - 20.06.1962, Qupperneq 34
Þriðjudagsgestiii'iiin
Framhald af bls. 32.
— Á þriðjudaginn, síðdegis. Ég fór
aftur til borgarinnar snemma á mið-
vikudagsmorgunn, því skip mitt átti að
láta úr höfn frá Tilbury um tólfleytið.
En svo bárust mér fréttir, sem gerðu
mér óhjákvæmilegt að fresta brottför-
inni. — Þér heyrðuð víst sjálfur, að ég
sagði frú Maltravers það.
— Þér ætluðuð aftur til Austur-
Afríku, var ekki svo?
— Jú, ég hef verið þar viðloðandi
síðan á stríðsárunum. Það er stórkost-
legt land.
— Já, víst er það. Hvað rædduð þið
við kvöldverðinn á þriðjudaginn?
— Ó, það man ég svei mér ekki. Ég
held það hafi verið þetta venjulega
umræðuefni. Maltravers spurði hvern-
ig foreldrum mínum liði, og svo rædd-
um við um skaðabótaskyldu Þjóðverja.
Frú Maltravers spurði mikið um
ástandið í Austur-Afríku, og ég sagði
þeim nokkrar sögur þaðan. Annað held
ég að það hafi ekki verið.
— Kærar þakkir.
Poirot þagnaði andartak, síðan mælti
hann hæversklega:
— Ef yður væri það ekki á móti skapi,
langar mig að gera ofurlitla tilraun.
Þér hafið nú sagt okkur allt, sem yður
er sjálfrátt að vita. Nú vil ég snúa mér
að undirvitund yðar.
— Ef til vill eitthvað í áttina til sál-
greiningar? spurði Black og var auð-
heyrt að honum stóð ekki á sama.
— Nei, nei, anzaði Poirot rólega.
Sjáið þér til, það fer fram á þenna
hátt: Ég segi orð, og þér svarið með
öðru orði, og þannig höldum við áfram.
Þér eigið bara að segja fyrsta orðið,
sem yður dettur í hug. Eigum við þá
að byrja?
— Látum svo vera, anzaði Black með
hægð, en þó var bersýnilegt að honum
leið ekki vel.
— Viljið þér skrifa upp orðin, Hast-
ings, sagði Poirot við mig, um leið og
hann tók úrið upp úr vasa sínum og
lagði það á borðið fyrir framan sig.
Þá byrjum við. Dagur.
Eftir stutta þögn svaraði Black:
— Nótt. “
Þegar Poirot hélt áfram, svaraði
Black fljótar. Nafn, sagði Poirot.
— Staður.
— Bernard.
— Shaw.
-—• Þriðjudagur.
— Miðdegisverður.
— Ferðalag.
— Skip.
— Land.
— Uganda.
— Saga.
— Ljón.
— Byssa.
— Búgarður.
— Skot.
— Sjálfsmorð.
34 FÁLKINN
— Fíll.
— Skögultennur.
— Peningar.
— Lögfræðingur.
— Kærar þakkir, Black skipstjóri.
Gætuð þér talað við mig í nokkrar
mínútur, eftir svo sem hálfan klukku-
stund?
— Já, sjálfsagt, svaraði ungi maður-
inn og leit forvitnislega til hans. Síðan
reis hann á fætur og þurrkaði sér um
ennið.
—■ Jæja, Hastings, sagði Poirot bros-
andi við mig, er hurðin hafði lokazt á
hæla Blacks skipstjóra. Nú liggur allt
ljóst fyrir yður, er ekki svo?
— Ég skil ekki, við hvað þér eigið.
— Getið þér ekkert lesið út úr þess-
um orðalista?
Ég las hann gaumgæfilega á ný, en
gat ekki annað en hrist höfuðið.
— Þá skal ég hjálpa yður, mæli Poi-
rot. í fyrsta lagi svaraði Black án um-
hugsunar og með eðlilegum hætti, þess
vegna verðum við að gera ráð fyrir,
að hann hafi sjálfur engu að leyna.
Að svara „Nótt“, þegar sagt er „Dagur“,
og „Staður“, þegar sagt er „Nafn“, eru
mjög algeng hugsanasambönd. Þá
sagði ég „Bernard1, sem gat komið hon-
um til að detta héraðslæknirinn í hug,
ef þeir hefðu haft eitthvað saraan að
sælda. En svo hafði auðsjáanlega ekki
verið. Samkvæmt því sem við vorum
nýbúnir að tala um, svaraði hann
„Miðdegisverður“, þegar ég sagði
„Þriðjudagur", en „Skip“ og ,,Uganda“,
þegar ég sagði „Ferð‘ og ,,Land“. Bend-
ir það greinilega til þess, að hann hefur
haft sterkari hug á ferð sinni til Afríku,
en dvöl sinni hér.
Þegar ég sagði „Saga“, svaraði hann
„Ljón“ og hafði þá ósjálfrátt 1 huga
sögur þær, er hann sagði þeim hjónum
undir borðum. Því næst sagði ég
,,Byssa“, og hann kom mér á óvænt
með því að svara „Búgarður“. Þegar ég
sagði „Skot“, svaraði hann tafarlaust
,,Sjálfsmorð“. Hér er hugsanasamband-
ið greinilegt. Maður sem hann þekkti,
hefur framið sjálfsmorð með byssu, sem
hann notaði til að skjóta krákur með,
á búgarði sínum. Við skulum minnast
þess, að hann var enn með hugann við
sögur þær, er hann sagði þeim við mat-
borðið.
Og nú ætla ég að kalla á Black skip-
stjóra og biðja hann að hafa yfir sjálfs-
morðssöguna, er hann sagði þeim Mal-
travershjónum yfir matnum, á þriðju-
daginn var.
Black dró ekki dulur á neitt.
— Já, nú man ég svo vel, að ég
sagði þeim þessa sögu. Hún var um
mann, er skaut sig á búgarði suður í
Afríku. Hann stakk byssuhlaupinu upp
í sig, þrýsti á gikkinn og kúlan gekk
upp í heila, þar sat hún föst. Þetta var
smábyssa, sem hann var vanur að
skjóta krákur með. Læknarnir vissu
ekki sitt rjúkandi ráð — það sást ekk-
ert blóð á manninum, aðeins örlítið á
vörum hans. En hvað kemur þetta-------
— En hvað- kfemur þetta málefnum
Maltravers við, vilduð þér segja? Ég
sé, að þér vitið ekkert um það, að hjá
líkinu fannst byssa, sem notuð var til
að skjóta krákur með.
— Álítið þér, að af sögu minni hafi
hann fengið hugmyndina um að ....
en það væri þó hræðilegt.
— Þér megið ekki taka yður þetta
svo nærri, heyrið þér það? Hann hefði
gert það hvort sem var, á einn eða ann-
an hátt. En nú verð ég að hringja til
Lundúna.
POIROT var lengi í símanum, og virt-
ist þungt hugsandi, þegar hann kom aft-
ur. Síðla dags gekk hann einsamall út
og klukkan sjö um kvöldið, sagðist
hann ekki geta dregið þetta lengur,
hann væri tilneyddur, að segja hinni
ungu ekkju sannleikann. Ég vorkenni
henni innilega. Að lifa mann sinn al-
gerlega félaus, og fá að auki vitneskju
um, að hann hefði ráðið sig af dögum
til þess, að tryggja framtíð hennar, —
það var sannarlega mikið áfall.
En ég bar þó leynda von í brjósti,
um að hinn ungi skipstjóri væri fær
til þess, að veita henni varanlega hugg-
un, eftir að þyngstu sorgarskýin væru
tekin að dreifast. Auðsætt var, að hún
dáði hann mjög.
Okkur gekk hörmulega að tala við
hina ungu frú. Hún þvertók fyrir að við-
urkenna þá staðreynd, sem Poirot
skýrði henni frá, og þegar hún að lok-
um sannfærðist um sannleikann, brást
hún í grát. Við rannsókn á líkinu kom
í Ijós, að staðhæfing Poirots reyndist á
rökum byggð. Poirot bar hjartanlega
meðaumkun í brjósti til frúarinnar. En
tryggingafélagið hafði ráðið hann til að
rannsaka dauðsfallið — og hvað var þá
um annað að ræða fyrir hann? Þegar
hann bjóst til ferðar, mælti hann við frú
Maltravers, mildum rómi:
— Kæra frú, þér — og einmitt þér, —
ættuð þó að vita, að í raun og veru er
enginn dauði til.
Framhald á bls. 36.