Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Síða 37

Fálkinn - 20.06.1962, Síða 37
□TTD - BARDABINN UM ARNARKASTALA Bændurnir þyrptust utan um Ottó til þess að sjá mann- inn, sem hafði farið í gegnum skóginn og komið óskadd- aður til baka. Ottó fór af baki. „Hlýðið á mál mitt, menn,“ sagði hann, „ég held, að við getum hjálpað hvorum öðr- um. Þið eruð ofurseldir ræningjaflokki, vegna þess að þið hafi engan landsdrottinn til þess að vernda ykkur. Aftur á móti eru í Arnarkastala ekki nógu margir menn til þess að yerjast vopnaðri árás. Ef þið viljið koma og gerast hermenn á meðan á vörninni stendur, munuð þið hljóta jarðir í kringum kastalann að launum. Og þá hafið þið rétt til að leita til kastalans, þegar hættu ber að hönd- um.“ Er Ottó hafði þetta mælt, varð kliður mikill meðal bænda. Loks þagnaði allt, en þá rauf sá þrekni þögnina og sagði: „Vilduð þér koma með okkur til þings, lá- varður?" Þingstaður bændanna var á stað, sem eitt sinn hafði staðið glæsilegur kastali. Stefán, foringi bændanna, tók til máls. Hann minnti bændur á, hvað þeir höfðu orðið að þola af ræningjaflokki Fáfnis. „Nú býður Ottó lávarð- ur okkur býli, sem við getum ræktað i friði, og þar sem við eigum landsdrottinn, sem verndar okkur í stríði. Þá verðum við að verja kastalann. Þið hafið séð, að Ottó lávarður er óvenjulega hraustur riddari. Eigum við að veita honum stuðning á þessari hættustund, þegar honum er ógnað af óvini okkar allra?“ „Já, já,“ hrópuðu bænd- urnir. „Verjum Arnarkastala. Drepum ræningjaflokk Fáfn- is!“ Ottó var hrærður. Hann vissi vel, hverjar voru skyld- ur landsdrottins og hann skammaðist sín fyrir föður sinn, sem hafði vanrækt þessar skyldur. „Ég þakka ykkur öll- um. Og nú mun Stefán koma með mér. Við munum sjá ykkur fyrir hestum og vögnum.“ Ottó var ákafur i að komast sem fyrst til Arnarkastala. Stefán þurfti að gefa mönnum þeim, sem voru i felum í rústunum frekari fyrirmæli. Ottó var bjartsýnn; hann hafði áreiðanlega eignazt þarna trausta bandamenn. Það jók ánægju hans, að innan fárra stunda mundi hann þrýsta illgresi Satans í hendur föður síns. Loksins riðu þeir af stað. „Þetta mun verða harður bardagi," sagði Ottó. „Ég vona, að félagar þínir geri sér grein fyrir, að það er ekki sá sterki, sem þeir ganga í lið með.“ Stefán kinkaði kolli. „Þér hafið lofað okkur góðu, lávarður. Við þekkjum líka ræningjaflokk Fáfnis. Við hefðum lagt í bardaga við menn Fáfnis, ef við hefðum nokkra von um að sigra. Nú höf- um við valið þetta. Teningunum er kastað." FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.