Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Side 4

Fálkinn - 14.11.1962, Side 4
30 & heyrt Þýzk leikkona, Karin Field að nafni, fékk góða hugmynd, er hún ætlaði að fara dansa twist. Setti hún kringlótta leðurpjötlu, en inni í henni var kúlulega, neðan á skósólann. Twistskórnir höfðu verið fundnir upp. Þegar Karin sýndi sig fyrst á þessum skóm, var ekki laust við að sumar meyjarnar öfunduðu hana, en flestir voru hrifnir af hugmyndinni. Leikkonan hefur nú sótt um einka- leyfi á uppfinningu sinni. Hérna áður fyrr börðust hnefaleikarar ber- hentir. Ekki hindraði það þá í að slá á fleira en mannskjálka. Svo er sagt, að einn af hinum fornu köppum hafi rekið hnefann í gegnum 2 cm þykka tréhurð án þess að nokkuð sæist á hendinni. En leyndardómurinn á bak við þetta, var sá, að þeir lögðu hendurnar í saltlög, en það kom í veg fyrir, að húðin rifnaði, þegar þeir slógu. Dagbókin. Við komumst í dagbókina hjá ungri stúlku, sem ferðaðist í sum- ar með einu af okkar ágætu farþegaskipum. Við segjum ekki ann- að en það, að margt getur gerzt á sæ. Fimmtudagur 10. ágúst: — Hafið er yndislegt og blátt. Skip- stjórinn sagði mér í trúnaði, að hann væri ástfanginn af mér. Föstudagur 11. ágúst: — Mikill hópur af múkka við skipið. Skip- stjórinn ógnaði mér og sagðist mundu sökkva skipinu, ef ég endur- gyldi ekki ást hans. Laugardagur 12. ágúst: — Yndislegt veður. Ligg í sólbaði. Ég hef bjargað skipinu og öllum farþegunum. Fyrir nokkrum árum voru reistir níu risa- stórir skýjakljúfar. Tveir þeirra hrundu strax og þeir voru komnir undir þak.. Blað eitt í Brazilíu lýsti óhappinu á þessa leið: — Þetta var allt saman mjög hentugt. Maður fór bara inn í forstofuna, og ef maður ætlaði upp í lyftu ýtti hann bara á hnapp, og þá komu allar hæð- irnar niður til hans. Spánskur vínframleiðandi ákvað að flytjast búferlum til Afríku. En hann vildi selja upp vínbirgðir sínar áður en hann færi úr landi. vínið var bæði gott og ódýrt, en hann átti óhemju birgðir af því og enda þótt verðið lækkaði stöðugt gekk ekkert svo að segja á birgðirnar. Loksins fór að ganga eitthvað á þær, þegar hann fór að selja vínið þannig að menn máttu drekka eins mikið og þeir gátu gegn ákveðinni borgun. Eitt sinn kusu bandarískir íþrótta- fréttamenn Kennedy forseta bezta íþrótta- blaðamann ársins. John F. Kennedy hefur ritað grein um æskuna og íþrótt- irnar og sú grein olli því, að hann fékk verðlaunin. Dómnefndin lýsti kjöri Kennedy forseta á þessa leið: — Það er leiðinlegt, að John F. Kennedy skuli hafa annan starfa. Annars hefði hann verið með beztu íþróttafréttariturum okkar. ★ Ung stúlka var borðdama Peary, hins kunna pólarfara, í samkvæmi nokkru. Hún var málug mjög og spurði hinn fræga mann um allt, sem snerti heimskautaferðir. Peary svaraði henni hæversklega unz hún spurði: — Hvernig veit maður, að maður er kom- inn á Norðurpólinn? — O, sagði Peary, það er ekkert auðveld- ara. Maður stigur bara eitt skref af pólnum, skiljið þér, og þá verður norðanáttin sunnan- vindur. ★ Alfred Hitchock var eitt sinn staddur í Róm, meðan upp- takan á Kleopötru fór fram. — Og hugsaðu þér bara, var sagt við hann, Elizabeth Tay- lor fær eina milljón dala fyrir að leika í myndinni. — Nújá, sagði Hitc- hock, — eina milljón — látum oss nú sjá. Ég man nú þá tíma, þá gömlu góðu daga, þegar hægt var að ráða Elizabethu fyrir 750.000 . .. en ég er nú líka að verða gamall. ★ Sú saga er sögð um Isador Duncan, hina frægu dansméy, og Bernard Shaw, að hún hafi eitt sinn skrifað honum og harmað það, að þau gátu ekki átt barn saman. „Hugsið yður“, reit hún, „hvernig barnið mundi verða, ef það erfði minn líkama og gáfur yðar“. Það stóð ekki á svarinu hjá Shaw: „Veit ég það vel“, reit hann „en gerum nú ráð fyrir að barnið hljóti minn líkama og gáfur yðar.“ ★ Ernest Marples, brezki ráðherrann, hélt eitt sinn ræðu í skóla, þar sem hann hafði numið í æsku. Hann sagði nemendunum frá því, að hann hefði opnað' með gufu umslagið, sem í var einkunn hans og skýrsla um hegðun hans í skólanum. Þegar hann kom heim, fór hann í skrifborð föður síns og fann þar eink- unnir hans. Hann sagðist svo hafa rétt föður sínum bæði umslögin í einu. Marples bætti svo við í ræðunni: — Ég skal segja ykkur, drengir, að þetta varð upphafið að mínum pólitíska ferli. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.