Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Side 6

Fálkinn - 14.11.1962, Side 6
NYTIZKU ELDHÚSSETT FALLEG * VÖNDUÐ ÖDÝR. SENDUM UM ALLT LAND HÚSGÖGN HIMOTAN H Ú S G A G N A V E R Z L U N Þórsgötu 1 — Sími 20820. Við höfum ávallt úrval af pott- um og pönnum, Matar- og kaffi- stellin okkar vinsælu komin aftur. Svo má ekki gleyma blessuðum bömunum. Við höf- um ávallt úrval leikfanga fyrir börn á öllum aldri. Okkar al- kunna þjónusta í fullum gangi. Sendum heim og í póstkröfu um land allt. VALVER Laugaveg 48 og Baldursgötu 39. Sími 15692. Þeir hætta ekki fyrr ... Heiðraði ritstjóri. — Undan- farnar vikur hef ég keypt hið ágæta blað yðar og bara líkað vel. Einna skemmtileg- ast þykir mér vera svipur blaðsins, útlitið, það bókstaf- lega kallar á mann til lestrar. Einu verð ég þó að kvarta yfir, í 41. tbl. og 42. tbl. var stríðsfrásögn, og auk þess voru nokkrir menn spurðir um, hvort nokkur stríðsótti hefði gripið þá. Mælirinn er fullur. Er ekki nóg bölið í heiminum, þótt þér, heiðraði ritstjóri farið ekki að birta frásagnir úr stríðinu og annað efni, sem snertir þetta al- heimsböl? Finnst yður ekki hryllilegt til þess að hugsa, að það er eða var barizt í heiminum á tveimur stöðum? Hugsið yður svo, að saklaus börn hér heima á íslandi lesa frásagnir úr stríðinu og verstu glæpamennirnir úr stríðinu verða kannski hetjur í augum þeirra. Persónulega finnst mér, að blöð eins og Fálkinn, sem ætluð eru til þess að flytja fólki skemmtun og fróðleik, ættu að sjá sóma sinn í því að flytja ekki sögur úr styrjöldum eða ala á stríðs- ótta. Styrjaldir eru það hrylli- legasta, sem til er nú á dög- um. Virðingarfyllst. Barnakona. Svar: Þaö skaOar engan, þótt birtar séu hlutlausar frásagnir 'úr styrjöldum, enda gerir blaOiö svo vegna þess, aö þaö veit aö fjöldi lesenda þess metur spenn- andi frásagnir mikils. Hins veg- ar hefur blaöiö aldrei aliö á stríösótta. ÞaÖ er tvennt ólílct, aö spyrja livort menn séu hrœdd- ir og aö hrceöa ]>á. Annars finnst- okkur hluti þessa bréfs álíka viturlegur og svariö, sem kerl- ingin gaf, þegar liún frétti, aö útlendir vceru farnir aö berjast. ÞaÖ hljóöaöi svo: — Þeir liœtta ekki fyrr en þeir drepa einlwern. Sálfræði. Kæri Fálki. — Ég er ungur maður í gagnfræðaskóla úti á landi. Ég hef ætlað mér að ganga menntaveginn, — á næsta ári fer ég í landspróf — og ef ég stenzt það mun ég vitanlega fara í menntaskóla og síðan í háskóla. Það hefur lengi verið minn draumur að verða sálfræðingur, en ég veit ekki hvort það er hægt að læra þá fræðigrein hér heima, og ætlaði þess vegna að spyrja ykkur. Með þökk fyrir væntanlegt svar. Diddi. Svar: Þeir sem hyggjast leggja stund á sálfræöi veröa enn sem komiö er aö leita út fyrir landsteinana. AÖ vísu er sálfræöi kennd viö Háskólann hér til undirbúnings undir próf í forspjallsvísindum, en sú kennsla er ekki miöuö viö aö nemenddur ætli aö leggja stund á þá vísindagrein. Enn fremur er veröandi kennurum lcennd sdlfræöi og uppeld,isfræÖi, bæöi í Háskólanum og Kennara- skólanum. Gamanlaus blöð. Heiðruðu herrar. —Erlend- ur maður, sem lengi hefur dvalizt hér á landi og kann íslenzku orðið mæta vel. hafði orð á því við mig um daginn, hve íslenzk blöð væru örsnauð af kímni. Ég fór þá að athuga þetta, og komst að þeirri nið- urstöðu, að maðurinn hefði að sumu leyti rétt fyrir sér. í dagblöðunum bregður örsjald- an fyrir kímni, undantekning er þó Alþýðublaðið og Morg- unblaðið, þegar Jobbi karlinn skrifar. Þjóðviljann tala ég ekki um, því að þar er oft um svo rætna fyndni að ræða. í Fálkanum kemur þó fyrir smákímni eins og t. d. í þátt- unum hans Dags Anns og sög- unum hans Willys Breinholst, en hann er bara danskur ... K. K. Svar: Svo mörg voru þau orö, en viö viljum benda háttvirtum bréfritara á, aö lesa blööin betur. þar birtist nefnilega margt, sem ekki á aö vera fyndiö, en veröur þaö alveg óvart. Enn fremur má sjá í dagbiþöunum ýmsar myndaskrítlur og fleira, sem flestir geta hlegiö aö. Leynilögreglusögur. Kæra Pósthólf. — Um dag- inn sat ég uppi í stól og las í mestu makindum leynilög- reglusögu eftir kunnan höf- und. í því kemur tengdamóðir mín stormandi í heimsókn og spyr hvað ég sé að lesa. Ég segi henni það, og þá fussar hún og sveiar og segir til svo, að það sé engin furða, þótt uppeldið á börnunum sé ekki 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.