Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 8
SEINNI HLIJTI FRÁSAGNAR UM NJÖRÐ SNÆHÓLM r vid streudur Isla Síðdegis hinn 1. maí 1941, sama dag og H. M. S. Cireassia kom á ytri höfn- ina í Reykjavík, gekk þrú hundruð og og þrítugasta flugsveit norska flug- hersins á land og settist að í Corbett Camp við Nauthólsvík. Þess var getið í fyrri hluta þessa máls, að viðskilnaður Brezka hersins í þessum hluta herbúð- anna hefði ekki verið brezka heimsveld- inu til sóma, því braggarnir voru vart íbúðarhæfir er Norðmenn tóku við þeim. Upphófst nú mikil bygginga- vinna og voru ýmsir settir til smíða sem lítt höfðu sinnt þeim starfa áður en gengið í her til þess að drepa óvinina að fornnorrænum sið en aðrir voru látn- ir rista torf og stinga sniddu til þess að hlaða að bröggunum. Þá bætti ekki úr skák að rottuplága herjaði Nauthóls- vík og víðar í nágrenni höfuðstaðarins þennan vetur og áttu Norðmenn í vök að verjast, er rottur hlupu yfir þá á nóttum og gerðu ónæði. Eftir nokkurn tíma tókst þó að gera Lögreglulið Njarðar Snæhólm fyrir utan einn af bröggunum í Nauthólsvík, þar sem norski herinn hafði aðsetur sitt Njörður stendur yzt til vinstri. — Myndin til hægri er af Sun- derland flugbát, eins og norski herinn notaði. við húakynni að mestu. Flugvélar flug- sveitarinnar komu til landsins og hófst þá samansetning og síðar æfingaflug. Flugvélarnar voru sem fyrr segir af Northrop gerð, eins hreyfils flugvélar á bátum. Þær voru mjög vel vopnaðar eftir stærð, voru í senn orustuflugvélar og sprengjuflugvélar. Vopnabúnaður þeirra var fjórar vélbyssur, tvær í hvorum væng. sem flugmaðurinn skaut af öllum í einu með því að þrýsta niður hnapp á stýrispinnanum. Þessar fjórar vélbyssur skutu um 5 þúsund skot- um á mínútu. Þá var aðstoðarflugmað- urinn og leiðsögumaðurinn, sem sat fyrir aftan flugmanninn, (þeirri stöðu gegndi Njörður) vopnaður vélbyssu og loft- skeytamaðurinn, sem sat aftastur, var einnig vopnaður vélbyssu, sem hægt var að skjóta af niður úr flugvélinni. Enn- fremur voru sprengjur undir búk flug- vélarinnar og í sumum tilfellum djúp- sprengjur. Áhöfnin á Northrop flugvél- unum sat þannig í röð og svo þröngt var að lítið var hægt að hreyfa sig fyrir allskyns tækjum og áhöldum. Þess hefur áður verið getið að þrjú- hundruð og þrítugasta norska flug- sveitin var eina flugsveitin, sem notaði Northrop flugvélar í stríðinu. Þetta var þannig til komið að nokkru fyrir stríð hafði norska stjórnin pantað þessar flugvélar frá Northrop verksmiðjunum og ætlaði þær til gæzlustarfa í Skerja- garðinum í Noregi. Þær voru því aldrei ætlaðar til langflugs út yfir sjó, enda kom á daginn að lestaðar djúpsprengj- um voru þær hættulegar sökum of mikillar hleðslu og fórst að minnsta kosti ein þeirra af þeim sökum norður á Grímseyjarsundi sumarið 1942. Njörður og félagar hans voru hér í fremstu víglínu, því kafbátar Þjóðverja lágu hér og voru títt á ferð meðfram ströndum landsins. Síðari hluta sumarsins 1941 var þjálfun að mestu lokið og baráttan við kafbátana hófst af fullum krafti. Njörð- ur var meðal þeirra, sem komust í kast við kafbátana þetta sumar, þótt oftast sæist ekki kafbáturinn sjálfur, heldur merki þess að hann væri þar staddur, svo sem „Snork“, tæki sem Þjóðverjar fundu upp til þess að hreinsa loftið í kafbátunum án þess að þeir þyrftu að koma upp á yfirborðið. Stundum sáust líka sjónpípurnar er kafbátarnir sigldu með þær upp úr til að athuga umhverf- ið og hvort óhætt væri að koma upp á yfirborðið. Þar sem sjónpípan skar haf- flötinn myndaðist hvítfyssandi rák, sem sást mjög vel úr lofti og þá voru áhafnir Northrop flugvélanna fyrst í essinu sínu er slíkt bar fyrir augu á ..-•y'ýv.v'v ■'V' 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.