Fálkinn - 14.11.1962, Qupperneq 12
SIÐUMVLA
p
>-<
o-
CL
ffi
0%
p orq
3
3 ‘
Oí
p . 2.
p
n % _
s-s s
a 9 c
^ S'
■sr -« g
rD S
R' S, 3
*H S S
3' 3T ^
— 2. 3
cr 3 >a
3 3 5-
n- » 0»
3 0» S
1
Fáir munu þeir á voru landi sem
ekki kannast við hverinn Skriflu, sem
frá fornu fari hefur séð laug Snorra
Sturlusonar fyrir heitu vatni og nú á
síðustu áratugum yljað upp hvert hús
í Reykholti. Hverinn er samt merkileg-
ur fyrir ýmislegt fleira, hann er og tölu-
vert sögufrægur; og fyrir hundrað ár-
um var hann í vitund margra Borg-
firðinga alls merkastur fyrir sérkenni-
legt hátterni sitt í dulinni fortíð. Hefur
Kristleifur Þorsteinsson gert því ágæt
skil í þætti um jarðhita í Borgarfirði,
sem prentaður er í II. bindi Héraðssög-
unnar. Hann segir svo frá, að í bernsku
hafi hann heyrt þá sögu að Skrifla hafi
fyrst verið í Geitlandi, hinni fornu
byggð sem nú er fyrir löngu úr sögunni
sem slík; höfuðbólið í Geitlandi hét
Reykholt, og þar var Skrifla. Eitt sinn
bar svo til að blóðföt manns nokkurs
er saklaus var myrtur, voru þvegin í
hvernum; en sú var trú manna að hverir
þyldu ekki blóð saklausra og flyttu sig
úr stað við slíkar kringumstæður. Enda
stakk Skrifla sér í jörð niður og leitaði
niður í sveitir; hvíldi hún sig á þremur
stöðum, og eru á þeim öllum volgar
laugar síðan til marks um þarkomu
hennar: í Teitsgili við Húsafell, Laugar-
brekkum skammt frá Húsafelli — og
austan við bæinn í Stóraási. Þaðan hélt
Skrifla til Reykholts, þar sem enn er
hún. Til sannindamerkis um sögn þessa
sýndu gamlir menn staðinn í Geitland-
inu við Reykholt hið forna: hleðslu um
vatnslind, reyndar kalda, en með Ijós-
leitu grjóti umhverfis, líkt og sjá mátti
á steinum nærri hverum. — í lok
spjalls síns um Skriflu getur Kristleifur
þess að það fylgdi sögunni að næst
þegar Skrifla tæki sig upp, flytti hún
heim í bæ íReykholti og kæmi upp undir
hjónarúminu. „Nú hefur þessi spá rætzt.
ÍSLENZK FRÁSÖGN
EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI
FÁLKINN
Skrifla er komin heim, en ekki með
þeim gusugangi sem börn hugsuðu sér
fyrir 70 árum, heldur hlý og hóglát og
hvers manns eftirlæti. Hún vermir nú
upp hverja vistarveru í öðrum stærsta
héraðsskóla landsins, svo og kirkjustað-
arins“, segir Kristleifur.
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er getið
þessa ferðalags Skriflu, en orsakarinnar
ekki.
2
Jón Árnason hefur samt í safni sínu
sögu um annan hver, sem vék úr stað
fyrir blóði saklauss manns. Hún er
skráð af Magnúsi Grímssyni „eftir vana-
legri sögn manna í Borgarfirði"; hún er
úr sama byggðarlagi og Skrifla, og eiga
báðar sögurnar vafalaust rætur sínar
að rekja til einnar. Kristleifur drepur
stuttlega á þessa þjóðsögu, en til að
nálgast kjarna þessa máls skal nú þjóð-
sagan birt hér orðrétt samkvæmt hand-
riti Magnúsar Grímssonar:
„í fyrndinni bjó einu sinni ríkur
bóndi í Síðumúla (í Hvítársíðu). Hann
átti dóttur eina væna. Til hennar biðl-
uðu ýmsir og þar á meðal bóndinn á
Sleggjulæk og bóndasonurinn á Fróða-
stöðum. Fór svo að bóndasonur varð
hlutskarpari og fékk hann konunnar.
Var þá ákveðinn brúðkaupsdagur og
fjölmenni boðið til veizlunnar. Sleggju-
lækjarbóndanum sveið þetta mjög og
fékk hann mann til að vega brúðgum-
ann. Sá er nefndur Jón er til þess varð.
Jón var maður hraustur og djarfur vel.
Hann fór til boðsins og lét ekki á
bera ætlan sinni. Leið svo að kvöldi
og stóðu menn upp frá borðum. Skugg-
sýnt var við stofudyrnar og stóð Jón
þar og beið þess að brúðguminn kæmi
út. Leið það og ekki á löngu áður
hann kæmi. Lagði þá Jón sveðju mikilli
í gegnum hann og féll hann og flaut í
blóði sínu. Jón tók þegar á rás og var
honum veitt eftirför. Hann hljóp niður
völlinn og ofan að Hvítá. Kom hann
þar að er hún fellur milli hamra tveggja.
Þar stökk hann yfir, en engi þorði að
hlaupa á eftir. Milli hamra þessara eru
sextán álnir danskar og verður þar
straumur mikill í þrengslinu og kalla
menn það Kláffoss. Hamrar þessir ganga
fram hver á móti öðrum eins og veggir
og eru þeir svo sem rúmur faðmur á
þykkt. Nyrðri hamarinn er töluvert
hærri en hinn syðri og hefur það létt
hlaupið.
Nú er að segja frá boðsmönnum að
þeir treystust ei til að leita Jóns því
myrkt var orðið. Komst hann svo undan
og segir sagan að hann hafi komizt á
skip og farið utan. Eftir víg þetta var
hann Jón murti kallaður.
Það er af brúðgumanum að segja að
hann dó og var grafinn að Síðumúla-
kirkju. Hafa menn enn til sýnis stein
sem á að hafa verið lagður yfir leiði
hans. Steinn þessi liggur fram undan
kirkjudyrunum í Síðumúla. Hann er
rúm hálf þriðja alin dönsk á lengd,
ávalur fyrir báða enda og íflatur að
ofan. Einhver högg eru á þeirri hlið-
inni sem upp snýr og á það að vera
mannsmynd ofan að brjóstum og sárið
með blóðlækjunum. Ekkert letur er eða
sýnist að hafa verið á steini þessum.
Það segja menn og að þá er þetta
varð hafi verið hver vestur frá Síðumúla
á mel þeim er nú heitir Stuttimelur.
Þar eru nú hvítleitar hellur og ei ósvip-
að hveragrjóti sem hverinn átti að vera.
Segja menn að klæði hins vegna hafi
verið þvegin í hver þenna. En sú er
trú alþýðu, að hverir hverfi þá og
flytji sig burt er saklauss manns blóð
kemur í þá. Svo varð og í þetta sinn.
Hverinn hvarf og kom snöggvast upp
þar sem nú er laugin í Síðumúla. Þaðan
hvarf hann aftur og kom upp fyrir
sunnan Hvítá hjá Hurðarbaki og er það
hinn meiri hverinn.“
3
Þannig hljóðar sagan í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar. — Um „legstein brúð-
gumans“ er vert að geta þess að Jónas
Hallgrímsson skáld athugaði hann í
Síðumúla, er hann var á rannsóknar-
ferð um þær slóðir sumarið 1841. Kveð-
ur Jónas svo að orði í dagbók sinni
21. júlí:
12