Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 15

Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 15
Þegar hér er komið erum við trufl- aðir af ungum manni sem á erindi við Hjálmtý. Hann er klæddur poplin- frakka og hefur hendurnar á kafi í vös- unum. — Verzlar þú með hljóðfæri? spyr hann. — Gítar kom hér áðan, hann er þarna yfir á borðinu. — Ég meina blásturshljóðfæri. — Ég á ágætan trompett sem á að kosta þúsund. — Ég er með annan nær því nýjan, sem ég vil seljá, segir ungi maðurinn og keyrir hendurnar lengra niður í vasana. — Ég kaupi hann ekki af þér, en þú getur látið hann liggja hérna frammi og sett á hann eitthvert verð. Hvað ertu að hugsa um að selja hann á? — Ég keypti hann á tvö og fimm. Mér datt í hug fimmtán hundruð. — Það lízt mér ekki á, en þú getur reynt. Ungi maðurinn horfir hugsandi í kringum sig og er að velta fyrir sér ástandinu, sem honum finnst kannski ekki sem bezt. — Ég ætla að athuga málið, segir hann og gengur til dyranna og er svo hepp- inn að utan að kemur maður, svo hann getur skotið sér út án þess að taka hendurnar úr vösunum. Sá sem inn kemur er í leit að plötu- spilara. Hjálmtýr sýnir honuum tvo sem að sjá eru ekki svo slæmir gripir, en sá aðkomni gefur lítið út á þetta, það hnusar eitthvað í honum um leið og hann lítur í krigum sig. Það er þögn utan umferðargnýsins sem berst að ut- an, þungur niður með einstaka flauti. Sá aðkomni hefur fengið áhuga á bók- unum og fer að handleika þær. — Þú ert líka með bækur? — Já, þær fljóta svona með, en þetta er nú ekkert að ráði. Sá aðkomni er hættur að skoða bæk- urnar og gengur út án þess að kveðja eða þakka fyrir sig. — Er eitthvað upp úr þessu að hafa, spyrjum við Hjálmtý. — Það er nú nokkuð misjafnt, en getur verið ágætt á köflum. Maður má ekki leggja mikið á þetta, selja allt við hálfvirði. Ná í góðan grip, leggja smávegis á hann en hafa hann samt í hálfvirði. Það er lóðið. Ekkert okur. — Hverskonar fólk er það sem hingað kemur aðallega? — Það er allavega fólk. Pelsklæddar kerlingar og krakkar og allt þar á milli. Það koma ólíklegustu menn hing- að inn að spyrja um ólíklegustu hluti. Þess vegna er um að gera að hafa allt á boðstólum. Þá er hægt að hafa eitt- hvað upp úr þessu. Annars nær maður bezta dótinu útúr dánarbúum eða þeg- ar fólk skilur. Þá er oft hægt að gera góðan bissnes. Ég keypti dálítið sem hann Jóngeir átti. Það er mest þarna í horninu og svo fyrir innan. Ég á eftir að koma því upp. — Þú ert með eitthvað af fatnaði? Framh. á bls. 34 FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.