Fálkinn - 14.11.1962, Page 17
Tvisvar hefur það komið fyrir, að í
liði K.R. léku þrír brœður samtímis,
sem urðu íslandsmeistarar með félaginu.
Fyrra sinnið 1941 bræ'ðurnir Sigurjón,
Guðbjörn og Óli B. Jónssynir og 1961
bræðurnir Hörður, Bjarni og Gunnar
Felixsynir.
Þjálfari K.R. er Sigurgeir Guðmanns-
son, framkvœmdastjóri Í.B.R. Hann
þjálfaði meistaraflokk fyrst árið 1956
og fyrri hluta árs 1957, og svo aftur
nú í ár.
Garðar Árnason er 24 ára verkamaður.
Hann lék fyrst með meistaraflokki
1957. Hefur leikið í landsliði. Hann
leikur stöðu hægri framvarðar.
Hörður Felixson er 30 ára, fulltrúi hjá
Tryggingarmiðstöðinni. Lék fyrst með
meistaraflokki 1949 og hefur leikið þar
215 leiki. Hefur leikið í landsliði. Hann
leikur stöðu miðframvarðar.
Sveinn Jónsson er 25 ára og er að læra
endurskoðun. Lék fyrst með meistara-
flokki 1956 og hefur leikið þar 120 leiki.
Hefur leikið í landsliði. Hann leikur
stöðu vinstri framvarðar.
Gunnar Guðmannsson er 30 ára hús-
vörður í húsi í. B. B. að Hálogalandi.
Hann lék fyrst með meistaraflokki 1947
og hefur leikið þar 242 leiki. Hefur
leikið í landsliði.
Jón Sigurðsson er 20 ára húsgagna-
smíðanemi. Lék fyrst með meistara-
flokki 1958. Hann leikur stöðu inn-
herja.
Sigþór Jakobsson er 20 ára prentnemi.
Lék fyrst með meistaraflokki nú i
sumar. Hefur leikið í landsliði. Hann
leikur stöðu vinstri útherja.