Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Síða 20

Fálkinn - 14.11.1962, Síða 20
TAUGAOSTYRKUR FELLIR SUMA... FÁLKINN FYLGIST MEÐ EINUM NEMENDA í BÍLPRÓFI Nytsemi bílanna kom nú í ljós og þeim fjölgaði ört. Margir voru ekki ánægðir með nafn- ið bifreið, og komu fram nokkrar til- lögur til úrbóta, svo sem þeysir, þeysi- vagn, sjálfhreyfivél og sjálfrennungur, en ekkert þessara nafna varð langlíft og bifreið sat ofaná. Þegar bifreiðum fjölgaði kom í ljós nýtt vandamál, þar sem engar umferðar- reglur voru til. Úr þessu var bætt með setningu fyrstu bifreiðalaganna 1914. í þessum lögum er sagt til um útbúnað bifreiðarinnar um próf ökumanna, öku- hraða, umferðarreglur og skaðabóta- skyldu. Nánari reglur um próf fyrir ökumenn voru settar árið eftir. Þar segir m. a.: 1. Sérhver sá, sem vill fá ökuskírteini, sem heimilar honum að stýra bifreið, skal senda lögreglustjóra umsókn um það. Með umsókninni skal hann senda: a. Skírnarvottorð. b. Vottorð tveggja valinkunnra manna um að hann sé áreiðanlegur og samvizkusamur. c. Vottorð læknis um að hann hafi fulla sjón. d. Vottorð um að hann hafi notið kennslu í notkun bifreiða hjá kennara, er stjórnaráðið hafi löggilt til þess. e. Ljósmynd af sér óupplímda. 2, Prófið nær yfir þessi atriði; á. Gerð og hirðing vélarínnar. b. Lög og reglur, er snerta ökumenn bifreiða. c. Verkleg prófun á hemlum, stýri. kveikingu vélarinnar m. m., og að hleypa vélinni, stöðva hana, snúa við og fara aftur á bak. d. Prófakstur. Prófdómari skal sitja í vagninuum, en umsækjandi stjórna honum hjálparlaust, og skal, ef unnt er, haga akstrinum þannig, að bæði sé ekið þar sem talsverð umferð er, og einnig á auðum vegi, eftir bugðum og brekk- um, og skal aksturinn vera svo langur, að prófdómarinn fái fulla vitneskju um, hvort óhætt sé að veita umsækjanda ökuskírteini. e. Jafnframt skal prófdómari fullvissa sig um, að umsækjandi sé ekki fatlaður á neinn þann hátt, er geri hann óhæfan til að stýra bifreið. 3. Að loknu prófi skal prófdómarinn tafarlaust endursenda lögréglustjóra skilríki timsækjandans. Hafi hann stað- izt prófið, fær lögreglustjóri honum ökuskírteini, og skal í því vera: a. Númer skírteinisins. b. Nafn, fæðingardagur, fæðingar- staður og heimili ökumanns. c. Mynd af ökumanni með stimpli lög- reglustjóra og númeri skírteinisins. f dag eru bifreiðar mest notaða farar- tækið hérlendis til fólks- og vöruflutn- inga. Og bifreiðar eru líka notaðar til annarra verka. Við nær því hvert ein- asta bóndabýli er bíll. í stað þess að taka sér orf og Ijá setja bændur jepp- ann sinn í gang, tengja við hann sláttu- vél og aka með hana í eftirdragi um túnið, snúa síðan heyinu með snúnings- vélinni, ýta því saman með ýtu og draga heim í hlöðu. Akvegir teygja sig um allt landið frá yztu nesjum inn á ör- æfi landsins. Mörg hudruð þúsund kílómetra langir, þjóðvegir, sýsluvegir, hreppavegir og einkavegir. Milljónum króna er varið til bifreiða ár hvert, í nýjar og glæsilegar, til viðhalds eldri, í benzín og olíur og til lagningu nýrra vega og brúargerða. Það sem áður tók marga daga að komast. skreppa menn nú á nokkrum klukkutímum í þægileg- um bifreiðum. Það hafa margir atvinnu sína við bifreiðar. Kennarinn sem kennir nýlið- anum, prófdómarinn og bifreiðaeftir- litsmaðurinn sem árlega skoða ökutæk- in, vegagerðarmennimir sem leggja vegina, bifreiðaviðgerðarmennirnir, benzínsölumennirnir, þeir sem flytja inn bifreiðarnar, leigubílstjórarnir, þeir sem aka almenningsvögnum og þannig mætti lengi telja. Og menn spekúlera í bílum. Það er talað um bíladellumenn. Þeir vita allt um bíla, hvað er frábrugðið hinum ýmsu tegundum sem í umferð eru. Þeir bókstaflega lifa og hrærast í bílum og fyrir bíla. Þekkja vélarhljóðið eða flautuna í sérhverri tegund langar leið- ir, segja til um árgerð eða verksmiðju. Sigurður Ólafsson, starfsmaður hjá Saksóknara ríkisins, Augnvottorðs er einnig krafizt og hér á myndinni bíður afhendir Önnu hegningarvottorð, en það er eitt af vott- Anna á biðstofu Úlfars Þórðarsonar, augnlæknis. orðunum, sem menn þurfa til þess að fá bílpróf. mm r :

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.