Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Qupperneq 22

Fálkinn - 14.11.1962, Qupperneq 22
ÞAÐ er komið svartamyrkur, þegar Kristín snýr aftur heim til mylnunnar. Húsagarðurinn er auður og hvergi Ijós í glugga, nema hjá Selmu. Faðir hennar, Glomp-feðgarnir báðir, Kilían og Mar- teinn eru allir saman komnir niðri í veitingakrána. Þangað vill Kristín ekki fara. Hana langar til að vera einsömul. Þess vegna fer hún upp í herbergi sitt og klæðir sig úr. Stundarkorn liggur hún endi- löng í sæng sinni og horfir yfir í vegg- inn. Endurskin frá útiljósunum niðri í þorpinu leikur um loftið, og daufur ómur tals og tónlistar berst til hennar neðan af markaðstorginu. En svefninn lætur á sér standa. Nýjar og nýjar hugsanir leita á hana og valda henni áhyggjum. Eilíf hringrás órólegra þanka. Marteinn Goritskí. Marteinn Brunner. Þessi tvö nöfn hljóma svo hörkulega hvort gegn öðru. Hún hefur sagt föður sínum að hún geti ekki gifzt Páli Glomp, af því að hún elski hann ekki. En elskar hún þá Martein Gor- itskí? Það eru liðin svo mörg ár. Hvellt blístur hrífur hana frá heila- brotum sínum. — Kristín, er hrópað hásum rómi neðan úr húsagarðinum. Það er Páll. sem kallar. Og enn hrópar hann: — Kristín! Hún liggur hreyfingarlaus og þegj- andi. Skömmu seinna er Páll tekinn að knýja á dyrnar að herbergi hennar. — Kristin! ljúktu upp! Kristín stígur fram úr rekkjunni. — Hvað gengur á? kallar hún fram um lokaðar dyrnar. — Hvað gengur á? Við erum að dansa niður frá hjá Krummaker, en þú liggur hér og sýgur upp í nefið! Eða þú ert kannski ekki ein? Kristín lætur sem hún heyri ekki móðgun hans. — Ég er þreytt og mig langar til að sofa. — Mín vegna mættir þú líka gjarna halda áfram að sofa, stúlka mín! En sá gamli þinn er orðinn hringlandi bandvitlaus. Ef þú verður ekki komin niður til Krummakers innan tíu mín- útna, þá sækir hann þig. Hann er dauðadrukkinn, gamli maðurinn! Kristínu hryllir við að hugsa til þess að þurfa að fara niður í veitingakrána. En hún þekkir föður sinn og veit að hann muni standa við hótun sína. — Segðu honum að ég komi undir eins! Hún smeygir sér í rauðröndótta taft- kjólinn og festir hárið saman í hnakk- anum með stórri spennu. Andartak stendur hún og horfir á mynd sína í speglinum. Fölt andlit með dökkum baugum undir augunum. Nú hefði henni sannarlega verið þörf á svolítilli snyrtingu, en hún hefur aldrei átt vara- lit eða andlitsduft í eigu sinni. Þá dett- ur henni í hug, að hún eigi þó kóral- festina. Hún lætur hana á sig, það glampar á blóðrauða steinana við Ijóst hörund hennar. Páll stendur úti í húsagarðinum þegar hún kemur niður, og bíður hennar. Hann vill endilega faðma hana og kyssa. — Vertu ekki að þessu! Hún ýtir hon- um frá sér. — Hættu að vera með þessi látalæti, anzar hann ergilega. — Erum við trú- lofuð, eða erum við ekki trúlofuð? Hann þrífur til hennar á ný. Hún ætlar að víkja sér til hliðar en hrasar og verð- ur að styðja sig við handriðið. Páll notar tækifærið, grípur um mjaðmir hennar og þrýstir stúlkunni að sér. — Slepptu mér, segir hún og grípur andann á lofti. Svo beygir hún sig frá honum aftur á bak og lætur hnýtta hnefana ríða á honum. — Selma! æpir hún. En hann leggur höndina hörkulega yfir munn hennar. Svo lofar hann henni að berjast um og hlær bara að henni. — Annar eins kettlingur....... Skyndilega losar hann takið og slepp- ir henni. Hún hefur klórað hann með nöglunum niður báðar kinnar. — Villidýrið þitt! Hann finnur blóðið vætla niður báða vanga og renna niður hökuna. Strýk- ur framan úr sér með handarbakinu. INNAN úr veitingastofu Krummakers gjalla við hlátrar og háværar samræð- ur. Gluggarnir standa galopnir og þéttir reykjarmekkir berast út um þá. í danssalnum kveða við pákutónar og hornablástur, fótatak í dunandi dansi, köll og skrækir. Hvarvetna er sama mannþröngin. Kristín ætlar að þrengja sér gegnum þyrpinguna og kemur þá auga á Kil- ían. Hann stendur við innganginn eins og hann sé að bíða eftir einhverjum. Þegar hann sér Kristínu. flýtir hann sér í átt til hennar. — Aðeins andartak, Kristín......... — Ekki núna Kilían. Ég þarf að kom- ast til pabba undir eins, svarar hún og færist undan. Hún telur sig vita hvað hann vill henni. Auðvitað hefur hann þegar fengið vitneskju um, að þau Páll og hún. .... — Þú ert þá búin að frétta það? Hann kom með áætlunarbílnum. Það er tæp klukkustund síðan. — Hver er kominn? spyr Kristín. En í sama bili þrengir Páll sér milli þeirra. — Viltu gera svo vel að skipta þér ekkert af mínu konuefni! — Konuefni þínu? Segir Kilían háðslega og snýr sér að Kristínu. — En veiztu það Kristín, að þessi bein- asni gengur hér fyrir hvern mann og segir öllum í salnum, að þið séuð trú- lofuð! Þú ættir bara að heyra þá hæð- ast að honum! Páll vindur sér snöggt við, en verður þá litið á hina kraftalegu hramma Kilíans og tekur þann kost að stilla sig, og segir: — Lát þú hann þá heyra það, Krist- ín! Kynni að vera að hann tryði þér! Kristín spennir greipar af alefli. Hverju á hún að svara? Eins og á stendur, væri jafn hættulegt að játa því og neita. — Ef ég væri trúlofuð núna, hlyti ég að bera hring, segir hún hikandi. — Þvættingur! grípur Páll framí. — Hvort við erum búin að opinbera, eða ætlum að fara til þess, finnst mér í raun- inni nákvæmlega það sama. Kilían stendur gleitt og kímir glað- klakkalega til Páls. — Svei mér ef mig furðar ekki eigilega á því. segir hann, — en ég hef alltaf staðið í þeirri mein- ingu að Kristín væri trúlofuð fyrir löngu síðan. Trúlofuð Marteini Gor- itský! Kristín bítur á vörina. Hvaða ráðum á hún að beita til þess, að fá Kilían til að þegja? — Hver er það sem er kominn, Kilían? spyr hún til þess að brjóta upp á öðru umræðuefni. Kilían horfir stundarkorn á haria, án þess að svara. — Veiztu það ekki? — Nei! Páll leggur höndina óþolinmóður á öxl hennar. — Hvað varðar okkur um hver er kominn? Við förum inn að dansa. Komdu! Þá segir Kilían: — Það er Marteinn Tíundi hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.