Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 24
getið notið fegurðarleyndardóms Morthu Hyer
„Ég nota Lux-sápu á
hverjum degi“, segir
Martha. „Ég hef
komizt að raun
um, að hún
verndar hörunds- (
lit minn eins og J
bezt verður á kos- /í
hvít, bleik, blá
græn og gul
..Lux er min sápa“. sefrir Martba Hver. ..Ég hef
riotað Lux ðrum samau Hún var mér géður fé-
lagi. hegar ée kom til Hollvwood. Þið meeið eanea
að hví visu. að Lux-sánan fvrirfinnst á snyrtiborði
sérhverrar kvikmvndastjörnu".
,Tá. heear hið notið lux-sápu. er ekki eineöncr,, nrn
andlitshvott að ra»ða — heidur o" fenurðarmeð-
höndiun. Ocr bér munuð verða Martha Hever sam-
mála um hað. að betri sápu fvrir hörundið getur ekki.
•r < «<//vývv<< < <».*■
9 af hverjum 10 kvikmyndastjömum nota Lux handsápu
X-LTS 923/lC-804l-50
ÖRSTUTT SMÁSAGA
EFTIR JOHN WHITE
Ethan Chaine samdi skáldsögu, sem
vakti feikna athygli, og útgefandinn
bauð honum til New York til þess að
ræða við sig um ritstörf hans í fram-
tíðinni, því að vitanlega átti hann að
halda áfram að skrifa.
Þegar skáldið kom á skrifstofu útgef-
andans var það kynnt Ben Veczy, sem
hafði það starf á hendi að hafa ofan af
fyrir frægum gestum sem að garði bar.
Ben hafði fallegan, smitandi hlátur,
kunni vel mannasiði og var framúr-
skarandi glöggur á mennlegt eðli. Hann
leit á Ethan og sá þegar, að þennan rit-
höfund þurfti að meðhöndla með alveg
sérstöku móti, svo að öðrum keppinaut-
um meðal útgefenda tækist ekki að
bera í hann víurnar áður en hann
undirritaði samning.
Ethan var rauðhærður og freknóttur
með blá augu. Á mállýzku hans mátti
heyra, að hann var ættaður úr fjöllum
í Vermontfylki. Hann kom þaðan.
„Sveitamannslegur" var lýsingarorðið,
sem Ben notaði um hann í huganum.
Sveitamannslegur og heimskur eins og
naut. en gat skrifað um einfalda hluti
á þann hátt, að vatn kom í munninn á
útgefendum.
Upphátt sagði hann: — Áður en við
förum til mr. Vaugham er bezt að við
athugum málið dálítið. Síðan verður
tími til að létta sér upp og skoða borg-
ina.
— Hvaða mál? spurði Ethan sakleys-
islega.
— Samninginn um næstu bók yðar.
ef þér skrifið undir þessar línur......
— Ég vil heldur láta það bíða dálítið,
sagði Ethan. — Þeir hafa nefnilega
skrifað mér, ýmsir aðrir útgefendur,
og. ....
— Já, vitanlega, vitanlega sagði Ben.
— Það er svo sem augljóst mál, að aðrir
forleggjarar vilja ná í yður líka. Djöf-
24 FÁLKINN