Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Page 25

Fálkinn - 14.11.1962, Page 25
uls refirnir, bætti hann við í huganum. Svo fór hann með Ethan inn til mr. Vaugham, deplaði augunum til hans og fór út. Þegar hann kom inn í skrifstof- una aftur, símaði hann til Freda Dean. — Komið hingað, en fljótt. Það er mjög aðkallandi. Og þegar hin dökk- eyga, fagra Freda sat andspænis honum fór hann að tala við hana um Ethan. — Hann er erki — sveitamaður og hræðilega einfaldur. svo einfaldur að hann telur sig þurfa að hlusta á ginn- ingar annarra útgefenda áður en hann gerir samning við okkur. Nú ætla ég að kynna ykkur eftir fimm mínútur. Og svo takið þér ábyrgð á honum upp frá því. Og þér eruð minnug þess, að forlagið borgar yður vel fyrir þess háttar. Fyrst í stað vatt öllu fram á þann hátt sem Ben hafði gert ráð fyrir. Hann efaðist ekki um hæfni Fredu, en þó liðu þrír dagar svo, að samningurinn var ekki undirritaður. Freda róaði hann með því að Ethan hefði ekki heldur undirritað samning við neinn annan og að hann væri enn í New York. Ben skyldi ekki vera órólegur. En nú bar ýmislegt við, sem Ben vissi ekki deili á, sem hann hafði aldrei get- að dreymt um. Ethan og Freda voru nefnilega orðin ástfangin hvort af öðru. Freda vissi að Ben og allir vinir hennar mundu ekki trúa henni og þessvegna minntist hún ekki á þetta við þá. Stund- um trúði hún því varla sjálf. Vitanlega var það flónska að verða ástfangin af manni ofan úr sveit, fyrir það eitt að hann var svo ólíkur öllum hinum og svo ærlegur og saklaus. Kvöldið, sem hann bað hennar, var hún svo einkennilega uppvæg, en þó hló hún eins og bjáni. — En hvað þú ert galsafullur, Ethan, sagði hún. — Ég að giftast þér? Fara úr allri dýrðinni í New York og upp í skóga Vermont og grafa mig þar, það sem eftir er ævinnar? Ethan! Ethan hló vandræðalega. — Ég veit að það er heimska að láta sér detta í hug, að þú viljir giftast manni eins og mér. En ég á ofurlítinn viðkunnanlegan stað í Vermont. Lítið, hvítt hús. með garði og fiskitjörn og skógi. Hann and- varpaði. — Ég vildi ég væri þar núna. Þegar hann þagnaði var Fredu órótt innanbrjósts. Hún skildi að hjarta Ethans var í Vermont, og að hann mundi aldrei verða sæll annarsstaðar, og til- hugsunin um að hann væri þar, gerði henni ljóst ,að þá mundi hún aldrei lifa glaðan dag framar. Framh. á bls. 39. T V Ö ■ T fí L P\\__________ ■ íi I D ■ 5 5 • T ■ ■ • V • ■ ■ L U ■ E .N T) / ________K n LV H ÆÐ NI ■ fí R I ■ ■ ■ - /VJ OÐ ■ 'P'RMRI/VlfíG-fl • 5 K £ L K u b'1 L SÆ Lfl'R • R ! • P £ D ■ K R J K K fí f/ ■ J 6 Cr ■ !//.£/ L L fí 5 K-fí T fí H ■ E> ÖiS \£ Cr H fí / Ð fí ■ J /V ■ l?/£T fí 5 T \LY Q /V D f L '0 U ■ S ■ Cr'OM U R !• /-'/ • '0 H fí G ■ L / M ■ /Afí L / \fí M ■ 'fl ■ O 0 S'O'MfíKfíRLT !• YLLUROTTURMRR- / / Tv °\ K\ 51 ■ /' : M S /< o M Þ' U j \H N 1 F fí /V ■ R'O ■ £ M L •/?//■ ■ D S fí ■ S K E • F l KT fl R ■ 5 • • 1 ■ Y '/ H Cr L fí S / D / L K ■ fí ■ ■ O L 'I fí 'fí ri 1 M 6r ■ 8 / R ■ Sfí CtÐ / F R T T ■ V ■ H Ö P U ■ K 'fí L f) ■ fí T V I K ■ £ /VM UA1 ' | B'fí R U%T- / H ■■ ./££ IW(T / • M O R Ct U H ,R fí K S T U R ■ ! ■ SkR'fíM fí • L 1 rfíÐ / 'r * RX K i u\ R 11 /i\ N\ /yi KROSSGÁTA NR. 30. Geysimargar ráðningar bárust verð- launakrossgátu númer 30. Dregið var úr réttum lausnum. Verðlaun hlýtur að þessu sinni Aurora Halldórsdóttir, Kvisthaga 6, Reykjavík. Rétt ráðning birtist hér að ofan. VISIMAKEPPNI FALKANS ÞEGAR LÍFS MÍNS 10FTV0G HNÍGUR - Þá koma hér loksins úrslitin í ann- arri vísnasamkeppninni og eru þau heldur með seinni skipunum. Ástæð- an er einfaldlega sú, að botnarnir hafa stöðugt verið að berast, og það er alltaf leiðinlegt að fá beztu botn- ana, þegar búið er að loka keppn- inni. Fyrri parturinn var á þessa leið: Á ógæfunnar síðu sígur, sekkur allt í foraðið. Óspart hver að öðrum lýgur, ekkert hækkar manngildið. Hver af öðrum sífellt sýgur, sóðalegt er innrætið. Þindarlausi þjóðarrígur. Þetta er ljóta handverkið! Gylfi sér til gamans flýgur. Gunnar passar skattholið. Svo að brunni sama hnígur, sífellt magnast, brjálæðið. Verðlag okkar stöðugt stígur, stefnir gengið niður á við. Geysilegur fjöldi botna barst, svo að eins og ævinlega var erfitt að velja einn úr. Við höfum ákveðið að verðlauna eftirfarandi botn: Þegar lífs míns loftvog hnígur, lízt mér ekki á framhaldið. Höfundur hans reyndist vera Jak- ob Ó. Pétursson. ritstjóri íslendings á Akureyri. — Eins og ævinlega birtum við nokkur sýnishorn af botn- unum. Það skal tekið fram, að marg- ir botnar bárust nauðalíkir, sums staðar var aðeins eitt orð frábrugðið. Og þá kemur syrpan: Hver í annars eyra lýgur, ekki vantar fláræðið. Vonin brátt að velli hnígur, versna tekur ástandið. Virðing öll og velferð hnígur, villa spillir þjóðarsið. Fleiru en þessu Framsókn lýgur, á fáu sér hún rétta hlið. En vikulega Fálkinn flýgur á fimmtán krónur eintakið. Ógæfunnar alltaf sígur eins á vinstri og hægri hlið. Kominn er um Kúbu rígur, K-in ekki þola bið. Tugir króna í tóbak sýgur, ég tala nú ekki um áfengið. Af mér dýrtíð aura sýgur, aldrei fæ ég hálfan kvið. Krónan litla sífellt sígur, seinast jöfn við núllmarkið. Allar tekjur af mér lýgur opinbera farganið. Kommúnismi á Framsókn flýgur og fjandinn vangar íhaldið. Efalaust því enginn lýgur. Allt er að sökkva í foraðið. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.