Fálkinn - 14.11.1962, Side 28
Kafbátaveiðar ...
Framhald af bls. 9.
í móinn. Foreldrar Njarðar voru. er
hér var komið sögu, flutt suður. Vegna
mikilla anna komst hann sjaldan heim,
en gafst þó tími til að kveðja þau og
systkini sín áður en hann fór um borð
í stórt herflutningaskip, sem átti að
flytja hann til Ameríku. Það var á að-
fangadag 1942. Ekki lagði skipið strax
úr höfn eins og við hafði verið búizt,
heldur hélt jólin í Reykjavík og lagði
úr höfn að kvöldi annars jóladags. Enda
þótt skipið lægi við bryggju, leyfðist
engum. sem um borð var kominn, að
fara í land aftur, ekki einu sinni niður
á bryggjuna.
Skipið kom til New York um miðjan
janúar og fór Njörður þá strax til Toron-
to í Kanada. Áður en hann færi frá
borði kom fyrir atvik, sem vel hefði
getað orðið afdrifaríkt. í ljós kom, að
y-firmönnum hans í Corbett Camp hafði
láðst að útvega honum vegabréfsáritun
yfir Bandaríkin og stóð í þjarki, er hátt-
settan yfirmann, sem hafði verið Nirði
samskipa bar að og leystist málið þá
fljótlega.
í skipalestinni vestur voru m. a. tvö
skip frá Eimskipafélagi íslands og það
þótti í frásögur færandi á hinum skip-
unum í lestinni að um borð í öðru væru
m. a. átján íslenzkar stúlkur farþegar.
Á leiðinni hreppti skipalestin dimm-
viðri og síðar rok og skipin dreifðust.
Er upp birti á ný, sást að íslenzku skipin
tvö voru þau einu, sem voru á sínum
stað, rétt aftan við skip kommandörsins.
Eftir komuna til Toronto tók við
strangur skóli. Á daginn sat Njörður
og félagar hans á skólabekk, bæði hjá
foringjum í norska hernum og einnig
nutu þeir kennslu hinnar frægu Kon-
unglegu ríðandi lögreglu Kanada. Á
kvöldin voru þeir að störfum sem lög-
reglumenn, aðallega í lögreglubílun-
um. Eftir tveggja mánaða skóla þar
sem kenndar voru þær námsgreinar sem
einn góðan lögreglumann má prýða, var
Njörður sendur sem lögreglumaður til
bæjarins Musguga, sem er nálægt
Huntville og þar hélt skólinn áfram.
Vel líkaði Nirði þarna, störfin unnin
við ólíkt betri aðstæður en í Corbett
Camp í Nauthólsvík. í Musguga var nýr
Ietuö þlr áskrifandi að I’álkar.um? I
OBQOH
Ef avo er ekki bá er sxnanúmerið
1221o og þér fáið blaðið sent
u« hæl.
28 FÁLKINN
flugvöllur sem notaður var til þjálf-
unar nýrra flugliða af öllum gráðum
og ærið að starfa. Meðal annars sem
kennt var á lögregluskólanum var skot-
fimi með skammbyssum. rannsókn
sakamála, skrifstofustörf, undirbúning-
ur sakamála fyrir rétti o. fl. Strangur
var vinnudagurinn því kennsla hófst kl.
8 að morgni alla daga og stóð til kl.
18 annan daginn en til klukkan tvö að
nóttu hinn daginn.
Síðari hluta maímánaðar var skól-
anum lokið og hinn 25. maí fór Njörð-
ur ásamt nokkrum félögum sínum frá
Toronto, þar sem þeir höfðu aðeins haft
stutta viðdvöl eftir veruna í Musguga.
Þeir fóru nú til Halifax og áttu að taka
við hópi fanga, sem verið var að senda
til Englands. Um mánaðamótin maí—
júní var látið úr höfn í Halifax. Njörð-
ur og sveit hans sem gætti fanganna
fór með norsku hvalveiði-móðurskipi,
sem í þessari ferð var hlaðið olíu. í
skipalestinni voru sextíu skip. Veður
var gott og herskipunum sem fylgdu
skipalestinni tókst að hrinda árásum
kafbátanna, sem aðallega voru á morgn-
ana og á kvöldin. Einnig voru flug-
vélar á sveimi yfir skipalestinni og
höfðu vakandi auga með óvinunum.
Norska hvalveiðiskipið tók land í Skot-
landi, nánar tiltekið Glasgow og þar
stigu þeir félagarnir á land, skiluðu
föngunum, sem þeir höfðu kennt leik-
fimi á leiðinni og héldu til London.
Um þetta leyti var tekið að halla
undan fæti fyrir kafbátum Þjóðverja,
og bandamenn smám saman að ná yfir-
höndinni á höfunum, enda þótt þeir
ættu enn eftir að sökkva mörgum skip-
um — granda mörgum mannslífum.
Meðan Njörður var á lögreglu- og
liðsforingjaskólanum í Kanada, hafði
þrjúhundruð og þrítugasta flugsveitin
norska yfirgefið stöðvar sínar á fslandi
og flutt til Skotlands. nánar til tekið
til Oban. Eftir stutt frí í London og
flutninga með fanga fyrir brezku stjórn-
ina, fór Njörður til Oban og hitti þar
aftur sína gömlu félaga. Hann leysti
einnig af hólmi yfirmann, sem settur
hafði verið yfir lögregluflokkinn tím-
ann sem hann var fjarverandi.
í Oban, sem er lítill bær, voru á
stríðsárunum herbúðir, þjálfunarbúðir
og skóli fyrir herflugmenn er flugu sjó-
flugvélum. Þrjúhundruð og þrítugasta
flugsveitin var þarna í þjálfun, átti að
taka í notkun stærri og langfleygari
flugvélar en áður. Northrop flugvélarn-
ar höfðu týnt tölunni á fslandi og voru
of litlar fyrir það hlutverk sem flug-
sveitinni hafði nú verið falið.
Hinar nýju flugvélar voru flugbátar
af Sunderland gerð, stórir og miklir
fjögurra hreyfla með tíu til tólf manna
áhöfn og vel vopnum búnir.
Síðsumars 1943 fór flugsveitin með
hinar nýfengnu flugvélar til Sullom-
Voe á Shetlandseyjum og næsta dag
hófst harðvítug barátta þeirra við kaf-
báta óvinanna, orustuflugvélar er flogið
var upp að ströndum Noregs og síðast
en ekki sízt: óveður, ísing og náttmyrk-
ur, því flogið var hvernig sem viðraði.
Ekki var vistin í Sullom-Voe betri en
í Corbett Camp forðum, því braggarn-
ir voru kaldir, héldu illa vatni og um-
hverfið allt hið ömurlegasta. Ekki bætti
úr skák að Þjóðverjar útvörpuðu sífellt
frá útvarpsstöðvum sínum í Noregi á-
skorunum frá eiginkonum þeirra sem
börðust erlendis en áttu fjölskyldur
heima í Noregi, um að hætta baráttunni
og koma heim. Að jafnaði endaði út-
sendingin með því að lítið barn kom að
hljóðnemanum og bað pabba að koma
heim til sín og mömmu og síðan heyrð-
ist barnsgrátur. Enda þótt slíkar útsend-
ingar væru að langmestu leyti tilbúnar
af Þjóðverjum sjálfum og þeirra fólki.
höfðu þær sín áhrif. Mönnum varð hugs-
að til ættingjanna heima, kannske á
þeim stöðum, sem þeirra eigin flugvélar
gerðu loftárásir til þess að eyðileggja
hernaðarmannvirki fyrir Þjóðverjum.
Þetta veikti mótstöðuaflið og þegar lítið
virtist ávinnast á stundum og flugvél-
arnar komu aftur til stöðvar án þess
að hafa hitt kafbát eða unnið óvinunum
tjón á nokkurn hátt, fannst mönnum
þeir svo óendanlega smáir og vonleysið
heltók hug'ina.
En þótt flest legðist á eitt með að
gera þeim í þrjúhundruð og þrítugustu
flugdeildinni lífið leitt þarna í mýrun-
um við Sullom-Voe, þá brá fyrir glensi
og gamni og Norðmennirnir fjölmenntu
á skemmtanir sem haldnar voru í skóla-
húsum í nágrenninu. Ekki víluðu þeir
fyrir sér að fara fótgangandi oft tuttugu
til þrjátíu kílómetra, því fátt var farar-
tækja á landi.
Njörður og hans menn héldu uppi
löggæzlu á þessum samkomum, því fyr-
ir kom að kastaðist í kekki, enda þótt
samkomulagið við landsmenn væri
annars gott.
Sífellt harðnar baráttan við Þjóðverja.
Flugvélar voru skotnar niður og týnd-
ust og aðrar náðu til hafnar með dauða
menn og særða innanborðs. En stöðugt
var fellt í skörðin og baráttan hélt á-
fram. Allir biðu eftir innrásinni í Noreg,
er þeir kæmu sem hetjur og rækju kúg-
arana úr landi. Njörður flaug er færi
gafst frá lögreglustjórnarstörfunum og
frá einni slíkri ferð í Sunderlandflug-
báta segir hann í endurminningum sín-
um frá stríðsárunum, Á kafbátaveið-
um. Frásögriin er hér örlítið stytt.
„Við lögðum af stað í sæmilegu veðri,
sunnan golu og léttskýjuðu. Flogið var
lágt til þess að hafa sem bezt útsýni,
ef maður skyldi t. d. sjá .,snork“, önd-
unartæki kafbátanna. Við skiptumst
á um að halda vörð í skotturnunum og
vorum búnir að fljúga í nokkrar stund-
ir án þess að sjá neitt markvert. Nú var
vindurinn orðinn sterkari og öldutopp-
arnir freyddu. Cumulo Nimbus ský
komu drífandi á móti okkur, hreyflam-
ir með sínum fjögur þúsund og átta
hundruð hestöfl suðuðu jafnt og þétt.
Við höfðum nýlega drukkið heitt kaffi
og nú var ég búinn að setja bollapörin
inn. Að því búnu fór ég upp á flugdekk-
Framhald á bls. 38.