Fálkinn - 14.11.1962, Síða 30
Taugaóstyrkur ...
Framhald af bls. 21.
búið, — en í þessu tilfelli er kannski rétt
að gera það. Þú hefur fengið 230 stig
af 240 mögulegum.
Við leggjum spurningu fyrir Magnús.
—- Falla sumir á þessu prófi?
— Það hefur komið fyrir. Aðallega
fyrst eftir að nýju umferðarlögin tóku
gildi, en í seinni tíð hefur ekki borið á
því.
— Kennir mikils taugaóstyrks?
— Já. það kemur fyrir, en annars er
það mjög sjaldgæft.
— Það eru sumir sem segja að prófið sé
ekki nógu þungt. Hvað heldur þú?
— Menn ganga undir samskonar
munnlegt próf hvar sem er á landinu
og það er held ég nógu þungt. Hitt er
svo kannski að munur getur verið á
verklega prófinu. Það er ekki sama að
keyra bíl á Selfossi og hér í Reykjavík.
En prófið í heild var þyngt mjög við
gildistöku nýju umferðarreglanna.
Við þökkum Magnúsi Wíum fyrir
og kveðjum.
Ágúst Kornelíusson er prófdómari í
verklega prófinu. Þegar við göngum út
að bílnum spyrjum við Ágúst.
— Ert þú ekki yngsti prófdómarinn
hér?
— Jú ég er sá lang yngsti.
— Búinn að vera lengi í þessu?
— Ég var skipaður fastur í þetta í
sumar.
— Falla menn á þessu prófi?
— Það hefur komið fyrir. Annars
er ekki komið með nemendur fyrr en
þeir eru orðnir alveg færir. Sumir eru
mjög taugaóstyrkir og maður verður
að taka smávegis tillit til þess.
Þegar við erum sezt inn spyr Ágúst
Önnu um mæla og stjórntæki, hvert
þeirra hlutverk séu. Síðan er ekið af
stað.
Það er leiðinlegt veður, rigningar-
suddi og drungalegt skyggni.
Við ökum Borgartúnið, Skúlagötuna
Snorrabrautina, Barónsstíginn og um
Austurbæinn. Bílnum er lagt og geng-
ið frá honum eins og til er ætlast.
Ágúst spyr Önnu nokkurra spurninga
sem hún svarar greiðlega. Síðan er hún
látin bakka fyrir hom og bílnum er
lagt aftur og Ágúst spyr hvort ekki sé
allt í lagi að hafa hann hér, en Anna
segir, að það sé ekki, það megi ekki
leggja fyrir framan vatnshana Slökkvi-
liðsins.
Nú liggur leiðin niður í miðbæ og
vestur í bæ og í miðbæinn aftur, og
ekið þar um góða stund og síðan inn
í Borgartún.
Anna hefur staðizt prófið og Ágúst
skrifar nafn sitt á prófskírteinið því til
staðfestingar.
— Og að lokum þetta, segir Ágúst áð-
ur en hann stígur út úr bifreiðinni.
Neyzla áfengis og akstur bifreiðar á
ekki saman.
Næst er ekið niður á lögreglustöð
þar sem þessir pappírar allir eru lagðir
inn. Á leiðinni spyrjum við Önnu hvort
hún hafi verið taugaóstyrk.
— Dálítið, segir hún og brosir.
Guðgeir segir að hún hafi ekið mjög
vel.
Á skrifstofu lögreglustjóra tekur
Halla Ólafsdóttir við pappírunum og
segir, að Anna megi vitja ökuskírtein-
isins daginn eftir.
Á leiðinni út spyrjum við Guðgeir
hvað hann sé búinn að kenna lengi.
— Eg er búinn að kenna í 5 ár. Anna
er 130. nemandinn.
— Er erfitt að kenna?
— Það er nú geysilega misjafnt. Sum-
ir eru mjög fljótir að læra þetta en
öðrum gengur verr. Ég þurfti einu sinni
að fara með einn í 35 tíma áður en ég
taldi hann hæfan í próf.
— Er ekki talsvert vel fullorðið fólk
sem þú hefur kennt?
— Jú allt upp í fimmtugt. Það er
erfitt að kenna fólki á milli fertugs og
fimmtugs, sérstaklega karlmönnum.
Kvenfólk á aldrinum 17 til 19 ára og
karlmenn 19 til 24 ára, — það hefur
mér reynst bezt til kennslu.
— Hefur nokkur fallið hjá þér?
— Já það hefur tvisvar komið fyrir.
í bæði skiptin fyrir taugaóstyrk. Þeir
tóku nokkra tíma í viðbót og þá gekk
það.
Svo þökkum við fyrir, óskum Önnu
til hamingju með prófið og erum sann-
færðir um. að hún verði fyrirmyndar
bílstjóri.
Og þegar við höldum upp á blað eftir
að hafa fylgt nemanda í gegn um öku-
prófið, þá vitum við að það eru lagðar
smá þrautir sem við fyrstu kynni eru
sakleysislegar, en lúmskar þegar betur
er að gáð. Og það sleppur enginn í gegn
sem ekki kann á „sjálfrennung“.
RAIIÐA FESTIN
Framhald af bls. 23.
— Hvers vegna svararðu ekki, Krist-
ín? öskrar Páll. — Segðu nú þessum
asna þarna, að það sé rétt sem ég hef
sagt honum: Að við eigum bráðum að
fara að gifta okkur!
Enn gegnir Kristín ekki einu orði.
Aðaldyrunum hefur nú verið hrundið
upp, og hún starir í sífellu til þeirra,
stórum augum. Ungur maður gengur
inní drykkjustofuna, hávaxinn maður
og herðabreiður, klæddur gráleitum
ferðafötum. Háreystin hljóðnar um-
hverfis hann, og fólk víkur sér til
hliðar, er hann nálgast. Maður þessi
gengur hægt og rólega, likast því sem
hann stígi ölduna. Hár hans er þykkt
og dökkt, augun nær því svört. Andlit
hans hefði verið unglegt og fagurt, ef
ill örlög hefðu ekki verið svo hláleg
að hlemma á það öri, sem nær ofan
frá vinstra gagnauga og niður fyrir
kinn.
— Drottinn minn dýri, heyrist ein-
hver segja. þegar ungi maðurinn nem-
ur staðar frammi fyrir Kristínu. —
Þetta er hann Marteinn Goritsky!
Gístíhnis dauðaiiís
Framhald af bls. 11.
— Eigið þér gistihúsið, spurði Jean
hann.
— Nei, það er hlutafélag sem á það.
En ég átti hugmyndina að því og þess
vegna gerðu þeir mig að forstjóra,
meðan ég kærði mig um að vera það.
— Hvernig komizt þið hjá því að
lenda í klandri við lögregluna hérna?
— Klandur, spurði hann hissa og
það var eins og hann firrtist við spurn-
inguna. — Við gerum ekkert hér sem
ekki samrýmist skyldum hótelsins sem
góðri stofnun. Við veitum gestum okkar
allt sem þeir vilja. Það er ofur einfalt
mál. Annars eru engin yfirvöld hérna.
Þetta hérað er svo afskekkt, að enginn
veit hvort það telst til Mexico eða
Bandaríkjanna og þetta hálendi hér í
kring hefur ekki þótt byggilegt, þangað
til við námum land hérna.
— Höfða aldrei nein af skyldmenn-
um gestanna mál á hendur yður?
— Mál gegn mér, sagði Boersteiner