Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 34
I
Allt selt ...
Framhald af bls. 15.
-—- Það er nú lítið. Nokkrir frakkar
og svo eitthvað af skóm. Maður þarf
gott pláss undir svoleiðis.
— Er miklu stolið frá þér?
— Já það er mikið um það. Maður
má ekki snúa sér við, þá er eitthvað af
smádótinu horfið um leið. Alveg nýlega
var stolið frá mér armbandsúri þarna úr
giugganum. Ég þekki þann sem gerði
það, hann kom hér aftur að nokkrum
dögum liðnum og ég bar það á hann.
Hann hélt nú ekki. Hann hét Tryggvi
sem gerði það sagði hann. Ég hótaði
að kæra ef úrið væri ekki komið fyrir
fimm. Hann kom með það eftir tvo
tíma og baðst afsökunar. Það eru ólík-
legustu menn sem stela, skal ég segja
þér.
— Færðu ekki mikið af gömlum mun-
um?
— Jú það er talsvert af slíku sem
kemur. Margir ágætir hlutir. Lárus
Sigurbjörnsson hefur beðið mig að láta
sig vita, ef eitthvað merkilegt kæmi og
ég er vanur að gera það. Hérna er ég
með vogarlóð frá 1869. Ártalið er
stimplað í þau. Ég þarf að láta hann
vita um þau. Svo á ég hér látúns-vegg-
spjald, sennilega frá sautjándu öld.
Það sýnir menn að sumbli — ágætur
gripur.
— Er ekki eitthvað um fastagesti
hér? Menn sem koma að rabba um
landsins gagn og nauðsynjar.
— Jú, kunningjarnir líta hingað inn
og spjalla við mann. Svo koma hingað
menn að biðja fyrir einni „títu“. Þeir
kaila kogarann í apótekunum „títu“.
Það var einn hér rétt áður en þið kom-
uð og bað um tuttugu krónur. Ég gaf
honum tuttugu og fimm. Þeir eru ágæt-
ir á sinn hátt, stela engu og eru ekki
með læti. En hingað koma stundum
menn, sem ekki kunna að drekka vín og
láta eins og villidýr. Það getur verið
erfitt að koma þeim út. Já, þetta er
stundum erfitt starf og maður þarf að
stunda það vel ef eitthvað á að fást úr
þessu. Sumum ríður það að fullu. Einn
kollegi minn keypti eitt sinn sófa sem
kostaði hann heilsuna. Hann fékk slag
Sruð þár áskrifandi að Fálkanuri?
D 0 0 DH
Ef svo er ekki þá er sínanúnerið
1221o og þér fáið hlaðið sent
um hæl.
34 FÁLKINN
upp úr öllu saman. Þannig var mál með
vexti, að einn daginn er honum boðinn
ágætur sófi fyrir fimmtán hundruð og
hann kaupir sófann. Daginn eftir kem-
ur maður sem vill kaupa á tvö og fimm.
Það er gengið frá samningunum, fimm
hundruð út og hitt með afborgunum,
en rétt í því þeir eru að rogast með
gripinn út kemur lögreglan og hirðir
allt saman. Þetta varð honum dýr sófi.
(iistíliús dauðans
Framhald af bls. 32.
— Svo að frú Kerby Shaw ætlar þá
að.....
— Auðvitað. Hún mun staðfesta
þetta sjálf að vörmu spori. En það er
aðeins eitt vandræðamál, sem ég á eftir
að minnast á við yður. Þessir 300 doll-
arar sem ég hef þegar greitt gjald-
keranum yðar og eru eiginlega aleiga
mín — eru þær eign gistihússins eða er
nokkur von til þess að ég geti fengið
svo mikið greitt af þeim aftur, að ég
eigi fyrir járnbrautarfarinu fyrir okkur.
— Við erum heiðarlegt fólk hérna á
þessum stað, herra Monnier. Við tökum
aldrei borgun fyrir það, sem gestirnir
njóta ekki. Á morgun býr gjaldkerinn
handa yður reikning fyrir 10 dollurum
á dag fyrir veruna hér og svo þjónustu-
gjald að auki. Síðan greiðir hann yður
afganginn.
— Þér eruð sannur vinur í raun, sagði
Jean Monnier hrifinn. — Yður rennur
ekki grun í hve þakklátur ég er. Ég
hef endurheimt hamingjuna. Ég get
byrjað nýtt líf.
— Við hugsum aðeins um það eitt,
að gera gestum okkar dvölina sem
ánægjulegasta, sagði Boersteiner gisti-
hússtjóri.
Hann horfði á eftir Jean þangað til
hann var kominn út úr dyrunum. Þá
tók hann upp símtólið og sagði:
— Látið Sarconi koma hingað.
D YR A V ÖRÐURINN kom inn að
vörmu spori:
— Viljið þér tala við mig?
— Já, Sarconi. Hafið þér allt tilbúið
til þess að veita gasi inn í númer 113.
Bezt að bíða þangað til svona klukkan
tvö.
— Á ég að gefa somnial fyrst?
—- Eg held að þess þurfi ekki með.
Hann sofnar víst ágætlega. Svo er það
ekki annað í kvöld, Sarconi, en á morg-
un hugsið þér fyrir þessum tveimur
telpum á númer 17, eins og við höfum
talað um.
Frú Kerby Shaw kom inn í skrifstof-
una í sama bili og dyravörðurinn var
að fara út.
— Það var gott að þú komst, sagði
Boersteiner. — Ég ætlaði einmitt að
fara að hóa í þig. Viðskiptavinur þinn
var að segja mér rétt áðan. að hann
ætlaði að fara á morgun.
— Finnst yður ekki, að mér hafi tekizt
vel. Þetta gekk mjög fljótt.
— Alveg bráðfljótt. .... Og ég skal
muna þér það.
— Verður það í nótt?
— Já.
— Vesalingurinn. Hann er góður, og
einstaklega rómantískur.
— Þeir eru allir rómantískir, sagði
Boersteiner stuttur í spuna.
— Þér éruð grimmur, sagði hún
hægt. — Einmitt þegar þeir eiga lífs-
vonina aftur, sendið þér þá hinum meg-
in.
— Grimmur? Einmitt í því liggur
líknsemi okkar.
Hann blaðaði í bók sinni — þeirri
svörtu.
— Á morgun áttu frí, en hinn daginn
kemur nýr gestur, sem þú verður að
taka að þér. Hann er ekki bankamaður.
Hann er sænskur — og hann er ekki
beinlínis ungur.
— Ég kunni nú samt vel við þennan
Frakka, tautaði hún.
— Hérna eru 10 dollararnir þínir og
svo færðu tvo að auki fyrir fljóta af-
greiðslu.
— Þakka yður fyrir, sagði Klary
Kerby Shaw. En hún andvarpaði um
leið og hún stakk peningunum í vasa
sinn.....
Jafnskjótt og hún var komin út úr
dyrunum leitaði Boersteiner að rauða
blýantinum sínum. Og með reglustik-
unni litlu dró hann rautt strik yfir eitt
nafnið í svörtu bókinni. ....
Morðið í Síðumúla
Framhald af bls. 13.
kom að hann undi lítt ríki sínu á Vest-
fjörðum einu saman — og sigldi á kon-
ungsfund 1550, fékk þar staðfest aðals-
bréf afa síns og hlaut nú stöðu aðals-
manna og einhyrninginn að skjaldar-
merki. Um þessar munir þóttist kon-
úngur í vanda staddur vegna umbrota
þeirra er urðu á íslandi kringum siða-
skiptin og líflát Jóns biskups Arasonar.
Lárenzíus Mule hafði þá nýlega hrökkl-
ast af landinu með skömm og bar hann
íslendingum og þýzkum kaupmönnum
illa söguna. Konúngi leizt Eggert
Hannesson næsta efnilegur valdsmaður
og afréð að senda hann heim vorið 1551
til fulltingis hirðstjóra, Otta Stígssyni.
Otti afhenti Eggert fljótlega knoungs-
eignir og yfirstjórn landsins til með-
ferðar, og er Eggert síðastur þeirra
Íslendínga er fóru með hirðstjóravald.
Lögmaður sunnan og austan var Eggert
kjörinn 1553, og síðan hreppti hann
lögmannsdæmið norðan og vestan
1556. Eggert var nú stórauðugur orðinn
og munu fáir Íslendíngar hafa haft
meira veldi um sig í konúngsumboði.
Eigi var laust við að óánægja og öfund
kviknaði í mönnum við aðfarir Eggerts,
enda var hann bragðvís og ófyrirleitinn
og lítt vandur að meðölum til frama.
Eggert lét af lögmannsdæmi 1569; var
þá tekið að hljóðna nokkuð um hann,
enda hafði konúngur lagt á hann nokkra
fæð um þær mundir.