Fálkinn - 14.11.1962, Qupperneq 35
Eggert Hannesson var þríkvæntur
(eða fjórkvæntur ef marka má sagnir
af giftíngu hans erlendis) og átti margt
barna. Miðkona hans var Sesselja nokk-
ur Jónsdóttir; meðal barna þeirra var
Jón, kallaður murti. Um þetta leyti bjó
Eggert að Bæ á Rauðasandi.
5
Jón Grímsson hét maður og bjó í
Norðtúngu í Þverárhlíð, og er þá hafin
forsaga morðsins í Síðumúla. Jón var
ættaður úr Húnavatnssýslu, en þaðan
fluttist hann ásamt föður sínum Grími
Jónssyni að Vatnshorni í Haukadal.
Móðir Gríms hét Sesselja og var laun-
dóttir Sumarliða Loftssonar. Á sínum
tíma hafði Ari nokkur Andrésson í Bæ
tekið undir sig arf systur Sesselju, þótt
Grímur væri dæmdur réttur erfingi
hennar. Og þegar hér var komið
sögu hóf Jón Grímsson tilkall til
arfsins og fyrrverandi eigna Ara
Andréssonar yfirleitt Þein-a á með-
al var Bær á Rauðasandi. —
Þess er vert að geta að á dögum Ög-
mundar biskups var Jón þessi Gríms-
son eitt sinn á ferð ríðandi á Varma-
lækjarmelum og mætti þar séra Oddi
Halldórssyni nokkrum. Sló í brýnu með
þeim, og þar kom að Oddur þreif ístað
sitt og var við öllu búinn. Jón brá þá
sveðju sinni, en Oddur varðist með
ístaðinu svo lagið tók höndina og hana
af. Mælti þá Oddur þeim orðum er uppi
eru höfð síðan, við meðreiðarsvein sinn:
— Það er sitthvað: hofmenn höggva
og hundar naga, og taktu upp höndina
strákur.
Eftir þetta var Oddur kallaður handi.
Þegar þetta skeði á Varmalækjarmel-
um var Jón á bezta aldri; en að mestu
mun hofmaðurinn hafa aflagt högg og
slög um það leyti sem hann hóf upp
hið gamla erfðamál, því þá mun hann
hafa verið á sjötugsaldri. Er nú mál að
hverfa til ársins 1570 í mjög gamalli
heimild, sem prentuð hefur verið í Al-
þingisbókum, Annálum og víðar, og
hljóðar svo:
„Þegar Eggert var lögmaður og reið
með sínum syni Jóni, kölluðum murta,
til alþingis og átti jarðabrigðum nokkr-
um að mæta eður tilkalli upp á miklar
eignir, var þar helzt aðili þessa máls
Jón Grímsson, búandi í Norðtúngu.
Hafði Jón murti sagt í þingreiðinni:
betra væri að snara út einum mann-
gjöldum heldur en sleppa af svo mikl-
um eignum. Og sem þeir feðgar með
sínum selskap riðu af þingi og um Borg-
arfjörð, sátu þeir með ölskap í Síðu-
múla. Sendu þeir Jóni bónda boð í
Norðtungu að finna sig. Hann hafði
verið að heyskap, fór svo fáklæddur og
fangalítill suður til Síðumúla. Þeir
feðgar tóku vel við honum og settu
hann við drykkjuborð. Sat hann sá
annarr frá Jóni murta. Og sem þeir
höfðu drukkið saman og talazt nokkur
orð við seildist Jón murti yfir um annan
mann, og stakk hann með daggarð
Framh. á bls. 38.
FÁLKINN
V I K U B L A Ð
INDVERSKA GRAFMERKIÐ
KÓPAVOGSBÍÓ sýnir
á næstunni þýzku ævin-
týramyndina, „Indverska
grafmerkið“, sem er tek-
in í litum í Udaipur og
Jaipur á Indlandi.
Leikstjóri myndarinn-
ar. Fritz Lang varð
heimsfrægur á árunum í
kringum 1930 fyrir
myndir sínar „Erfðaskrá
dr. Mabusses", „Metropo-
lis“, og ,,M“. en árið 1933
neyddist hann til að flýja
Þýzkaland Hitlers og
snéri ekki heim fyrr en
eftir stríð. „Erfðaskrá dr.
Mabusses“ er ein allra
sterkasta hrollvekja sem
framleidd hefur verið, og
sumstaðar er taugveikl-
uðu fólki stranglega
bannað að sjá hana. Hún
var sýnd í Hafnarbíó fyr-
ir átta árum.
„Indverska grafmerkið11
er stórkostlegasta ævin-
týramyndin, sem Þjóð-
verjar hafa framleitt.
Hún er mjög löng, — það
tekur 3 klukkustundir að
sýna hana. Með tvö aðal-
hlutverkin fara þau
Debra Paget og Paul
Hubschmid, pn af öðrum
leikurum má nefna Claus
Holm. Sabine Bethmann
og Walther Reyer.
Atriði úr myndinni „I
Paul Hubscmid, sem
leikur Harald Berger,
verkfræðing frá Evrópu,
er fæddur í svissneska
bænum Arau árið 1917.
Faðir hans var mikill á-
hugamaður um leiklist,
og Paul ákvað ungur að
gerast leikari. Hann lék
fyrst í leikhúsum bæði
í Vín og Berlín, en hefur
nú alveg snúið sér að
kvikmyndunum. Hann
fór með aðalhlutverk í
myndinni „Du er musik“
á móti Caterina Valente,
og „Fyrsti kossinn“ á móti
Romy Schneider.
Debra Paget leikur
Seetha, indverska dans-
mær. Hún er fædd í Den-
ver í Colorado, eins og
Debralee Griffin. Hún
var með í „Kátu konurnar
frá Windsor" 1946, en
árið 1948 byrjaði hún að
leika í kvikmyndum. Síð-
an hefur hún leikið í
fjölda mynda, mest róm-
antísk hlutverk, og leikur
nú fyrst bandarískra
leikara í þýzkri kvik-
mynd eftir stríð.
Blaðaummæli:
Politiken: Tröllsleg og
litskrúðug myndabók —
myndabók, sem gagntekur
mann með allri sinni aust-
ndverska grafinerkið“.
urlenzu fegurð og ömur-
leika.
Herning avis: Þetta er
glæsileg mynd. Svona
fullkomið verður sjón-
varpið seint.
Vendsyssel tidende:
Stórkostlegt ævintýri sem
góð skemmtun er að horfa
á. Litmyndatakan er
mjög góð.
Debra Paget.
35
FALKINN