Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 37
□TTD □□ HRINGUR RDBERTS LÁVARÐAR
„Hann hefur skorið böndin með nálinni", sagði Ottó hugsi, en
þá greip Danni fram í fyrir honum: „Hér eru göng“. „Komdu
með mér“, hrópaði Ottó og flýtti sér upp úr k.iallaranum. „Við
verðum að finna hann áður en hann fellur aftur i hendur
þessa þorpara". Hann gaf Millu og Jörgen engan gaum, en
stökk út ásamt Danna og þeir riðu af stað. Hjúin störðu á eftir
þeim, unz þeir hurfu fyrir næsta leiti, en þá sneri Milla gamla
sér að Jörgen og sagði: „Farðu til hinna eins fljótt og þú getur
og segðu þeim að fanginn okkar hafi sloppið. Ef við verðum
fjögur, ætti okkur ekki að verða skotaskuld úr því að ráða
niðurlögum þessara tveggja", Milla gamla benti í áttina til
þeirra félaga um leið og hún sagði þetta. „Og ef þeim tekst að
finna Róbert á meðan, mun ég hafa auga með þeim.“ Hún
beið ekki eftir svari heldur flýtti sér á eftir Ottó og Danna.
Þeir félagar höfðu ekki minnstu hugmynd um, í hvaða átt,
Róbert hafði haldið. Þeir fóru fram og aftur um svæðið, en
fundu engin merki þess að hann hefði farið þar um. Á meðan
þeir leituðu rifjaði Ottó uppi, það sem gerzt hafði og reyndi
að gera sér grein fyrir þvi. Þorpararnir þrir, sem hann hafði
séð í kránni, höfðu verið keyptir af einhverjum manni til
þess að hindra, að Róbert lávarður kæmist til Bernarkastala.
Þeir höfðu fylgt Ottó og Róbert og meðan Ottó svaf, höfðu
þeir numið Róbert á brott og flutt hann í kjallarann í kofa
Millu gömlu. Þar höfðu þeir fengið hluta af upphæðinni greidda,
en afgangurinn kæmi, þegar Milla gamla hafði ráðgast við
sjálfan foringjann um, hvað ætti að gera við lávarðinn. „Hvers
vegna drápu þeir hann ekki strax?“ spurði Ottó. Danni yppti
öxlum. „Ég geri ráð fyrir, að þeir hafi haldið, að þeir mundu
fá meira fyrir hann lifandi en dauðan,“ anzaði hann. Þeir komu
í rjóður og þar stöðvaði Ottó hest sinn, og sagði: „Það er
tilgangslaust að leita þannig. Hvað mundi ég hafa gert i hans
sporum?" Hann hugsaði sig um andarta'k, en síðan þeysti
hann niður að fljótinu.
Þegar þeir komu þangað, fann Ottó brátt merki þess, að þar
hefði særður maður verið á ferð „Hann hlýtur að hafa verið
alvarlega særður", sagði Ottó. „Ef til vill höfuðsár". Hann
fylgdi blóðugum sporunum. Og hann sá ekki betur en þau lægju
upp eftir klettunum á öðrum árbakkanum. „Biddu þarna með
hestana", skipaði hann Danna. „Ég ætla að fylgja slóðinni fót-
gangandi". Sporin enduðu alveg fram á bakkanum, en fyrir
neðan ólgaði fljótið. Ottó starði hugsandi á strauminn...
FÁLKINN 37