Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 38
Morftið í Síðumnla
Framhald af bls. 35.
fyrir brjóstið, sumir segja ofanhjá við-
beininu. Jón Grímsson brá við og
brauzt um, vildi hrinda fram borðum,
en þeir héldu honum fast, stakk Jón
murti hann þá í annað sinn, og var
mælt, að Jón Grímsson hafi sagt: Sé
svona, það dugir, — það er nóg.... Jón
murti strauk og lýsti víginu og sigldi
svo með þýzkum í Hamborg, því hann
var dæmdur útlægur, en Eggert skyldi
taka til varðveizlu fé Jóns murta, því
hann var bæði konungsumboðsmaður
og erfingi. Þetta dæmt af Þórði Guð-
mundssyni lögmanni og 12 dómsmönn-
um á Hestaþingseyrum Anno 1569 ‘
(réttara 1570).
Hinn myrti öldúngur Jón Grímsson
sem með erfðatilkalli sínu og aldurtila
varð með tímanum brúðgumi í Síðu-
múla, var faðir Gríms bónda í Síðu-
múla (d. um 1578, hefur búið í Síðu-
múla þegar faðir hans var myrtur þar),
föður Jóns í Kalmanstúngu, föður séra
Gríms að Húsafelli, föður séra Helga,
er leitaði uppi Þórisdal, sem frægt var.
— Allt sem að framan er skráð um
ætt Jóns í Norðtungu er samkvæmt
athugunum Hannesar Þorsteinssonar,
— en áður en þær voru gerðar var
margt ruglað um það efni.
6
Eftir morðið í Síðumúla gekk flest
örðugar fyrir Eggert Hannessyni en
fyrr var; óvinir hans eignuðu honum
hlutdeild í morðinu og efldu mjög árás-
ir í hans garð. En það fylgir sögunni
að Eggert hafi sent 1000 dali (sumir
segja 3000 eða 5000 dali) til Hamborgar
og hafi Jón murti tekið það fé að sér,
er þángað kom. Það,að Jóni var komið
til Hamborgar er skiljanlegt, þar eð
Eggert var þar kunnugur og hafði verið
þar að námi ungur.
Árið 1571 fór Eggert utan samkvæmt
boði konúngs, en hélt sýsluvöldum
vestra sem fyrr. Um það leyti tók hann
að hagræða auði sínum í Hamborg og
munu eignir hans þar um síðir hafa
numið tvöföldu verði fasteigna hans á
íslandi. Svo virðist sem óvild konungs
til Eggerts hafi fjarað út.
Lokaþátturinn í ævi Eggerts Hannes-
sonar var sá að hann fór alfari utan
1580; hafði hann þá gefið Ragnheiði
dóttur sinni eignir sínar hér, 17 hundr-
uð hundruða, að talið er. Hún giftist
þeim fræga manni Magnúsi prúða og
futtist hann að Bæ. — Eggert settist
að í Hamborg. Síðasta kona hans hér,
Steinunn Jónsdóttir, varð eftir vestra,
þá skilin samvistum við hann. Sagt hef-
ur verið að Eggert kvæntist í Hamborg
„gamalli konu sem hét Arngert“. Segir
svo frá láti hans:
,.Eggert varð bráðkvaddur; hafði
honum verið kippt úr sænginni frá konu
sinni, og lá þar dauður á gólfinu, og
vissi enginn hver gert hafði. Aðrir segja
eftir Guðrúnu í Snóksdal (þ. e. stjúp-
38 FALKIMN
dóttir Eggerts) að Eggert hafi dáið af
drykkjuskap 1583. Hann hafði andazt
í efstu viku fyrir páska, um sjötugs-
aldur. Hans lík og Jóns murta Eggerts-
sonar voru greftruð í Katrínarkirkju í
Hamborg“.
Jón murti kvæntist einnig í Hamborg
og átti tvo sonu, Árna og Eggert, sá
Árni kvæntist í Hamborg og jók kyn
sitt þar. Af ævilokum Jóns murta segja
sumir að hann hafi skotið sig í hel, en
önnur sögn telur að hann hafi dottið
niður dauður þar sem hann var að telja
fiska. Er sízt með ólíkindum, að það
sem síðast segir af slíkum feðgum er
teingt eignakönnun.
7
Slíkar voru þá helztu staðreyndir um
morðið i Síðumúla: umsvif ofbeldis-
manna og stórbokka, sem áttu eftir að
verða ástar- og afbrýðisævintýri bónda
og bóndasonar á Sleggjulæk og Fróða-
stöðum. Má vera að sumir kunni að
sakna einhvers í frumgerð sögunnar.
En það má einu gilda. Hún hefur aldrei
fögur verið; hið eina sem gerir hana
aðlaðandi er hugmyndin um hverinn,
sem kveinkar sér — ef hann nær snert-
íngu við saklaust blóð sem á hefur verið
níðzt.
(Heimildir: Héraðssaga Borgar-
fjarðar II; Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar I—II; Alþíngisbækur íslands
I; Sagnaþættir Þjóðólfs; Saga ís-
lendinga IV; Annálar 1400—1800;
Dagbækur Jónasar Hallgrímssonar
(Rit III); Sbr. og Skírni 1940).
Kafbataveiðar
Framhald af bls. 28.
ið til þess að líta um stund á radartæk-
ið áður en ég leysti af í toppturninum.
Ég setti á mig flughettuna, þar var mú-
sik frá Bretlandi. Ég hagræddi mér
þarna inni og reyndi að láta fara vel
um mig, en af því 'að ég er frekar
leggjalangur rak ég fæturna^ alltaf í er
ég snéri turninum í hring. Ég lagfærði
skotfærabeltin og tók öryggin af. Út-
varpið hætti í miðju harmónikulagi.
Ég bölvaði loftskeytamanninum, en í
símanum gellur við rödd skyttunnar
í framturninum: „Sjónpípa í 350 gráð-
um!“ Svolítíl þögn. Ég sný skotturnin-
um og sé hana líka koma á móti okk-
ur. Um leið kallar flugmaðurinn: „Allir
á sinn stað!“ Aðvörunarmerkið baular.
Hreyflarnir ganga af fullri orku. Við
lækkum flugið í kröppum boga frá
vinstri. Nú er vélin á réttum kili og
stefnir á bátinn skáhalt aftan frá.
Hliðar flugvélarinnar opnast ög tvær
sprengjur koma í Ijós hangandi í spori
undir vængjunum. Mér dettur í hug að
í raun og veru sé þetta lúaleg veiðiað-
ferð, en þeir eiga sjálfsagt ekki betra
skilið og svona á það að vera. Nú eru
nokkur augnablik eftir, ■— þær falla;
við erum rétt komnir yfir og beygjum
til hægri til að geta séð árangurinn. Og
sjá. Það gjósa upp háir vatnsstrókar,
svo kemur stór loftgusa eins og heljar-
mikill loftbelgur hafi sprungið undir
yfirborðinu og eftir andartak kemur
afturendi bátsins upp á yfirborðið.
Hann snýst við, hliðin kemur upp og
svo sekkur hann í djúpið. Upp úr hring-
iðunni koma nokkrar verur og synda frá
staðnum. Dómnum er fullnægt og það
er snúið við. Kannske verður það okkar
hlutskipti að synda næst.“
Mjög sjaldan frétti Njörður af konu
sinni og syni um þetta leyti því erfitt
var að koma bréfum á milli vegna
strangrar póstskoðunar þýzka hersins
í Noregi. Þó vissi hann að þau voru í
Þrándheimi hjá tengdaforeldrunum.
Og styrjöldin hélt áfram í allri sinni
grimmd allt árið 1944 og fram á vor
1945. Síðari hluta aprílmánaðar þótti
sýnt að sigur bandamanna væri ekki
langt undan. Með birtunni óx bjartsýni
flugliðanna í Sullom-voe og það var
talað um að kannske væri nú komið
að innrásinni: þegar allir tækju sér
byssu í hönd og héldu til Noregs. En
stríðslok og heimkoma varð ekki eins
og þeir höfðu hugsað sér og látið sig
dreyma um öll stríðsárin. Fyrstu dag-
ana í maí 1945 hrundi ríki Hitlers til
grunna á nokkrum dögum eins og spila-
borg. Herir bandamanna höfðu megin-
hluta Þýzkalands á valdi sínu, og Hol-
land, Danmörk, Belgía, Tékkóslóvakía,
Noregur, hvert landið af öðru varð
frjálst og hinn 7. maí tilkynnti Dönitz
aðmíráll, sem tekið hefði við af Hitler
nokkrum dögum áður, að Þýzkaland
gæfist upp.
Það skapast viss sálfræðileg vandamál,
þegar markmið sem búið er að þrá og
undirbúa í mörg ár er ekki lengur til.
Flugliðarnir sem ætluðu að koma heim
frelsandi landið sitt og fólkið sitt, þeim
fannst að þetta væri hálfgert plat allt
saman. Margir ætluðu að sækja um að
fá að fara til Murmansk og verða með
í innrás Rússa þaðan inn í Noreg, þegar
hætt var við þá árás. Flugsveitinni var
gefin skipun um að hætta vopnavið-
skiptum og jafnframt sagt að fljúga ætti
til Noregs á þjóðhátíðardeginum 17.
maí. Þetta breyttist þó, því aðeins þrjár
flugvélar fóru heim þann dag, en hin-
ar nokkru síðar. Þrjúhudruð og þrítug-
ustu sveitinni var fenginn samastaður
á Sóla flugvellinum við Stavanger og
þangað kom Njörður hinn 10. júní
Enda þótt friður væri kominn á og
þýzki herinn hefði gefizt upp, var þó
ærið að starfa. Njörður fékk til umráða
rúmlega fimmtíu manna lið, sem gæta
skyldi Sóla flugvallar og umhverfis, en
krökkt var af þýzkum hermönnum sem
fóru huldu höfði í nágrenninu. Þetta
var erilsamur tími, og lögreglan hafði
í mörgu að snúast, eltast við og hand-
taka strokufanga. þýzka liðhlaupa,
þjófa og menn sem gerðu skotárásir
á friðsama borgara að nóttu til. Njörð-
ur dæmdi í öllum minniháttar málum
og voru dómarnir síðan staðfestir af
yfirmönnum hans.
Hryllilegar voru frásagnir þeirra sem