Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 18
Smásaga cflir Bencdikt Viggóson Sfrenuvælið hljómar. Þetta nístandi hljóð vekur vegfarendur úr hinum venju- lega drunga hversdagslífsins og kemur einnig mörgum mæðrunum til að gá að börnum sínum og mörgum þjófunum til að hugsa til brottfarar af vinnustað, jafn hljóðlega og þeir komu. Þetta er sjúkrabifreið merkt hinum rauða krossi í bak og fyrir. Hún þýtur áfram með ógnþrungnum hraða eftir göt- um höfuðborgarinnar. Fólk snýr sér við og horfir með hræðsluglampa í augum á eftir þessum förunaut dauðans og annarra hörmunga. Bílstjórinn er maður skörulegur og ein- beitnin skín úr hörkulegu andliti hans. Það vottar fyrir svitadropum á enninu fyrir neðan einkennishúfuna. Hann er frekar langleitur og eyrun áberandi stór, svo að maður hefur það á tilfinningunni að hann gæti bjargað sér á þeim einum, ef hann dytti úr brunastiga. Við hlið hans situr annar brunavörður, sýnilega mun yngri en sá fyrrnefndi. Hann horfir brúnaþungur í gaupnir sér og er þungt hugsi. Bílstjórinn heldur öruggum höndum um stýrið og tekur hverja beygj- una á fætur annarri á tveim hjólum, svo að hvín og syngur í dekkjunum. „Bara að við komum nú ekki of seint ofan á allt annað,“ segir sá yngri mæðu- lega og horfir fram fyrir sig með tóm- legu augnaráði. „O — Það bjargast einhvern veginn," svarar bílstjórinn og glottir. „Heyrðu, er hún annars mikið löskuð, Stjáni“? Stjáni snýr sér í sætinu og horfir í gegnum rúðuna, sem veit að sjúkrarým- inu. „Já, töluvert, en hún er óbrotin,“ svar- aði hann óstyrkri röddu. Glottið hverfur af andliti bilstjórans og hörkudrættir myndast í kringum munn- inn. „Það er alltaf sama handapatið á þér, þegar kvenfólkið er annars vegar. Og ég, sem var búinn að segja þér að það væri öruggast að nota sjúkrakörfuna og að sjálfsögðu hefði ég aðstoðað þig. En þú varst þotinn út og kominn með hana í fangið áður en ég gat rönd við reist.“ Hann kreppir hendurnar um stýrið, svo að hnúarnir hvítna. Ég er viss um að þú hefðir ekki staðizt hana heldur, Gvendur, þó að þú sért gift- ur og allt það,“ mælir Stjáni af miklum sannfæringarkrafti. Og þegar hann hefur þetta mælt, lítur hann út eins og skólastrákur, sem fer í fyrsta sinn með Faðirvorið rétt. Eina svarið sem hann fær við þessum skynsamlegu rökum sínum er hæðnishlát- 18 FALKINN ur, svo hár, að hann næstum yfirgnæfir sírenuvælið. Þó að svar Gvendar hafi ekki hljómað sérstaklega uppörvandi, þá held- ur hann ótrauður áfram. „Ég hélt að þetta myndi blessast, án þess að nota körfuna, við erum ekki vanir því í svona tilfellum.“ Gvendur stynur þungan. Bíllinn brunar áfram með sívaxandi hraða. Þessi hvíti farkostur er einvaldur á strætum borgar- innar. Stjáni kveikir á útvarpinu og fær sér síðan sígarettu, til að róa taugarnar. Hann hallar sér makindalega aftur í sætinu og sogar djúpt að sér krabbameinið. Hann blæs gráum reyknum frá sér, og hann lið- ast yfir höfðum þeirra, eins og geislavirkt ský, þ. e. a. s. reykurinn, en ekki Stjáni. Götuvitinn framundan sýndi rautt, en Gvendur brosir aðeins fyrirlitlega og stíg- ur benzínið í botn ... „Blóm og kransar afþakkaðir, en þau, sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarnarfélagið ...“ „Æ slökktu á þessu dánarfregnakjaft- æði,“ biður Gvendur önugur. „Þú myndir ekki segja þetta, ef það væri jarðarförin þín, sem væri verið að auglýsa,“ segir Stjáni og kímir við. „Nei, sennilega myndi ég segja eitthvað viturlegra, ef ég mætti mæla eftir dauð- ann,“ svaraði Gvendur og glottið er tekið að breiðast út yfir varir hans aftur. Stjáni styður þumalfingri hægri hand- ar á yzta takka útvarpsins. Þulurinn hætt- ir í miðri setningu og aftur er sírenu- vælið eina hljóðið, sem berst til eyrna þeirra félaga. Brátt eru þeir komnir á leiðarenda. Það dregur niður í sírenuvæl- inu eins og stigið sé ofan á kött. Gvendur leggur bifreiðinni og síðan stíga þeir út. En i sama mund kemur til þeirra virðu- legur eldri maður klæddur í einkennis- búning brunavarðar. Hann lítur þungbú- inn á þá og segir: „Hvað meinið þið með því að hafa síren- una á?“ „Ja, við vorum svo seinir,“ byrjaði Gvendur. „Seinir, nú hvar í andskotanum hafið þið verið að dóla?“ hálfæpir sá virðulegi. „Höfum við verið að dóla?“ étur Gvend- ur upp eftir honum móðgaður. „Nú, ég hef ekið í botn alla leiðina.“ , Nú jæja, nú jæja,“ tautar hann. „Eruð þið með hana?“ „Með og ekki með,“ svarar Gvendur dræmt og skotrar augunum til Stjána um leið og hann opnar hurðina á sjúkra- rýminu. Þremenningarnir horfa inn og virða hana fyrir sér sorgbitnu augnaráði. „Hún er öll útötuð í for... og svo T „12g er vlss um að þú liefðir ekki staðist liana keldur, Gvendur, þó að þú sérí giftur og allí það — ss mælir Síjáiii af niikl- um sannfær- ingarkraftí. vantar á hana tvö kerti,“ stynur sá virðulegi upp, þó að varla sé hægt að segja að hann sé virðu- legur, þarna sem hann stendur og fórnar höndum til himins. Það er þögn, ógnþrungin þögn, en Gvendur sér sitt óvænna og notar kærkomið tækifæri, til að hreinsa sig af öllum grun. „Þetta er allt honum Stjána að kenna, ég sagði honum alltaf að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.