Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 29
Drengur eða stúlka Framh. af bls. 15. og segir að hann og konan sín vilji reyna kenningu hans, til að verjast því að þau eignist son. Því það væri mikil hætta á að hann myndi fæðast með blóðsjúkdóm. „Okkur langar til að eignast barn núna og værum yður mjög þakklát ef þér vild- uð hjálpa okkur. Ef við eign- umst dóttur er engin hætta á að hún fæðist með blóðsjúk- dóm.“ í Kaupmannahöfn hefur til- raunastofa að undanförnu verið að athuga sannleiksgildi kenn- * ingar minnar, og þeir hafa komist að sömu niðurstöðu og ég, segir Asger dýralæknir ánægður. En efnafræðingar eru * ekki allir á sama máli og Asger Lindberg frá Smidstrup. Þeir segja að kyn barnsins sé komið undir tilviljun, sem mannfólk- ið getur ekki ráðið við, alla vega ekki enn þá, tilkynna þeir Varlega. Hér segir Asger, „er ég mörg- um árum á undan minni sam- tíð. Og eftir svo sem 50 ár þekkir hvert skólabarn kenn- ingu mína.“ Ef kenning þessi hefur virki- lega leyst ráðgátu náttúrunnar, það að geta eignazt dreng eða stúlku, — og fyrir frjóvgun að geta ákveðið hvort það eigi að vera drengur eða stúlka, þá myndi það auðvitað gleðja mörg hjón, ef þau t. d. hefðu eingöngu eignazt dætur að fá *þá son. Eða þvert á móti. En er það þá svo skemmti- legt fyrir mannfólkið að vita hvort það muni eignast dreng *eða stúlku? Margir vísindamenn vona að þetta sé grundvöllurinn. Og búast við töluverðum erfiðleik- unj, fleirum en hægt er að sýna fram á hér, að skilja karlsáð- frumu frá svo frjóvgunin komi rétt út. En dýralæknirinn Asger Lindberg er sannfærður um, að hans stærðfræðilegi útreikn- ingur á leyndarmáli náttúrunn- ar sé sá eini rétti. De Gauile Framhald af bls. 9. sjálfstraust nýsveinsins, er settist einn í skóla, án þeirrar Vegtyllu, sem allir hinir hlutu. Þar sem áður stóðu glæsileg- ar byggingar Saint-Cyr liðsfor- ingaskólans í nágrenni Ver- salahallar, eru nú aðeins sléttir húsgrunnar, hreinsaðar rústir í fögrum skrúðgarði. Þegar Þjóðverjar hernámu Frakkland í seinni heimsstyrj- öldinni, léku þeir þann gráa leik að skjóta og sprengja liðs- foringjaskólann í rústir. Þannig vildu þeir lítilsvirða franska herstjórnarlist og kenna Frökk- um í eitt skipti fyrir öll, að þeir skyldu ekki leyfa sér að halda sig til jafns við þýzku ofur- mennin í hermennsku. De Gaulle var nærri tvítug- ur, er hann gekk að hliði her- skólans í Saint-Cyr. Bleikgular byggingar hans risu þá í virðu- legum stíl upp af völlunum með sömu ummerkjum og þeg- ar Napoleon stofnaði liðsfor- ingjaskólann þar árið 1808 til að ala Frakklandi upp úrval foringjaefna. Aðalhliðið var listilega gert úr margslungnu smíðajárni. Yfir hliðinu breiddi risastór örn keisarans út gullbronsaða vængi sína. Á flötinni fyrir inn- an stóð myndastytta hins lág- vaxna manns með þríhyrnda hattinn og hægri hönd undir vestisbarði. Hér var frjálsræðið meira en í herbúðunum í Arras. Andinn líktist meir því, sem tíðkast í háskólum. Hópur stúdenta ör og glaðvær lifði hér sín hamingju- sömustu ár, rökræddi um til- veruna og námsefnið. í þessu nýja umhverfi fór de Gaulle allt í einu að hugsa um útlit sitt, halda sér til. Hann var glæsilegur á velli, hærri og hnarreistari en flestir aðrir í skínandi hátíðabúningi sín- um með fjaðurskrýddan hjálm- inn. Hann tók þátt í félagslífinu, samdi meira að-segja gaman- leikrit í ævintýrastíl á skemmt- un og lék sjálfur eitt hlutverk- ið. Hann kunni að gera að gamni sínu, þó að síðar á æv- inni hafi því verið haldið fram, að hann skorti kímnigáfu. Einn skólafélagi har.s minnist þess, er hann stóð upp og flutti utanbókar nefræðu Cyrano de Bergerac, hins nefstóra skálds, og stílaði hana upp á sjálfan sig. Um helgar fengu liðsforingja- efnin frí og tóku járnbrautar- lestina til Parísar í skrautleg- um einkennisbúningum sínum. Þetta voru mestu mannsefni Frakklands. Það var hávaði og söngur í lestinni, og þegar þeir komu inn til Parísar, fóru þeir að heimsækja skemmtistaðina með glaðværð sinni og glettni, og óðar lafir stelpa á hverjum fingri þá. En de Gaulle hafði lítt lært að umgangast veika kynið. Hann fór fremur heim til að ræða við föður sinn á kvöldin um hermál Frakklands. Ekki er hægt að segja, að de Gaulle hafi verið sérlega vin- sæll meðal skólafélaga sinna. Hann eignaðist fáa vini. Enn eru margir á lífi, sem minnast hans frá skólaárunum. Þeir kölluðu hann „langa spergilinn“ eða „stóra hanann". Hann var kuldalegur og háðskur í við- móti, persóna hans eins og lokuð inni í skel. Einn bezti vinur hans var Alphonse Juin, sem síðar átti eftir að verða bandamaður hans, marskálkur og yfirmaður Frakkahers. Þeir sátu löngum úti í skógarrjóðr- unum umhverfis Saint-Cyr og ræddu fjörlega um orustur, hertækni og leyndardóma for- ustuhæfileikans. í slíkum viðræðum gat de Gaullle gleymt sér, en smám saman lærði hann að virða skoð- anir annarra. Hann kallaði þær ekki „absurde“ við fyrsta tillit, heldur tók þær til yfirvegunar með vaxandi dómgreind og var oft lengi að bræða þær með sér á mótum hiks og vissu, þar til hann komst að ákveðinni niðurstöðu. En hann undi sér ekki í kennslustundunum. Sami upp- reisnarandinn og áður. Hann langaði oft til að hrópa sitt „ab surde“ upp í opið geðið á göml- um steinrunnum prófessorum. — Þetta er hörmulegt og fá- ránlegt, hugsaði hann oft. Þeir kenna okkur aðeins að heyja stríðið 1870 upp á nýtt. Hann varð áhugalítill í tím- um, en sat þó á sér að móðga ekki hina virðulegu kennara, sem myndu ráða vitnisburði hans við lokapróf. Einstaka sinnum varpaði hann þó spurn- ingum nýja tímans fram: „Herra prófessor, getur til- koma flugvélanna ekki breytt þessum kenningum?“ ,,Flugvélarnar?“ svaraði kennarinn. „Þær eru ágætar til íþrótta. En í hernaði? Einkis- virði!“ Eins og allt var í pottinn bú- ið, var erfitt að ímynda sér, að de Gaulle yrði útskrifaður frá Saint-Cyr með hæstu einkunn. En nú einsetti hann sér að ná háu prófi. Og hann hafði slíkt stálminni, að lærdómur var honum áreynslulaus. Hann gat þulið r.ær því orðrétt heila blað- síðu úr bók, eftir að hafa lesið hana yfir einu sinni. Og þegar lokaeinkunnir voru birtar á burtfararprófi 1. október 1912, var hann meðal tíu efstu af um 700 útskrifuðum liðsforingjum. „Vegna góðrar frammistöðu, de Gaulle, megið þér sjálfur velja yður bækistöð,“ sagði skólastjórinn og bjóst við, að hinn ungi maður myndi kjósa sér foringjastöðu í riddaralið- inu, með þeim glæsibrag og virðingu, sem því fylgdi. En ungi liðsforinginn haíði þegar sínar sjálfstæðu skoðan- ir á riddaraliðinu, auðvitað í andstöðu við hinar ríkjandi kenningar. „Ég held, svaraði hann og brosti drýgindalega, — að ég kjósi 33. fótgönguliðs- hersveitina í Arras.“ Breytingar höfðu verið gerð- ar á stjórn setuliðsins í Arras síðan de Gaulle var þar tveim- ur árum áður. Nýi sveitarfor- inginn hét Philippe Pétain, og var þá orðinn 56 ára gamall. En segja má, að ævi hans hafi byrjað um sextugt. Hér hittust þessir tveir menn í fyrsta skipti, og hvorugan renndi grun í, hvernig örlögin höfðu fléttað líf þeirra saman, fyrst í einlægri virðingu og vináttu, síðar í fullum fjand- skap, sem risti niður í dýpstu sálarfylgsni þeirra. De Gaulle hlakkaði til að mæta Pétain. Hann hafði þeg- ar heyrt talað um hrottaskap hans, og því meir langaði hann til að kynnast sterkum persónu- leika hans. Þá hafði hann kynnzt skoðunum hans í her- fræðum, sem ekki höfðu fundið náð fyrir augum þeirra, sem þá fóru með völdin. Yfirher- stjórnin hélt enn við hernaðar- aðferðir ársins 1870, en Pétain hélt því fram, að þær væru úr- eltar, nú myndu hraðskeyttar fallbyssur og vélbyssur setja svip sinn á hernaðinn og út- rýma riddaraliðinu, þar sem það væri varnarlaust gegn þeim. Byssustingja'ið yrði einn- ig lítils virði, nema það væri slutt öflugu stórskotaliði. Þessar kenningar voru eins og talaðar úr huga de Gaulles. Er honn kom til herbúðanna, var það hans fyrsta verk að ganga til skrifstofu sveiíarfor- ingjans til að heilsa upp á hann. Hann barði að dyrum, og eft- irvænting hans var mikil. Allt í einu opnuðust ayrnar, og frammi fyrir hor.um stóð grimmdarlegur maður með hvasst ránfuglsnef, loðnar augabrúnir, stingandi augu, úfið og þykkt yfirvararskegg. „Það er ekki mótttökutími núna,“ hrópaði þetta illfygli og skellti hurðinni á nýja liðsfor- ingjann. En bráðlega lærði Pétain að meta hinn unga foringja, sem var svo fróður og hafði sjálf- , Framliald á bls. 41. fXlkinn 20

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.