Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 9
Áður en Dreyfus-málið er af- hjúpað hafa 2000 stúdentar sótt árlega um inngöngu í franska herinn sem liðsforingjaefni. Eftir afhúpunina hrapar talan niður í 700. Nýstúdentinn Charles de Gaulle er sumarið 1909 þó ekki í neinum vafa um, hvað hann ætlar sér fyrir. „Þegar ég gekk í herinn, var hann enn í mínum augum stór- kostlegasta stofnun í heimi. Eft- ir alla þá gagnrýni og niður- lægingu, sem hann hafði orðið að þola, virtist mér hann bíða þess dags með rósemi, jafnvel með vongleði, þegar allir yrðu að treysta honum.“ De Gaulle hafði hænzt æ meira að föður sínum. Þeir höfðu löngum setið saman á síðkvöldum bg rætt saman um hermál. Gegnum allar þreng- ingar hersins höfðu þeir aldrei misst sjónar á því, að stund hefndarinnar nálgaðist. Árið 1907 undirrituðu Frakk- ar, Bretar og Rússar þrívelda- samninginn móti þríveldasamn- ingi Þýzkalands, Austurríkis og Ítalíu. Deilur stóðu yfir milli Frakka og Þjóðverja um yfir- ráðin í Marokko, styrjaldir geisuðu á Balkanskaga í skugga stórveldanna. Austurríki inn- limaði Bosníu-Hersegovínu. Vígbúnaðarkapphlaup var haf- ið. Áður en nýsveinarnir hófu nám í liðsforingjaskólanum í Saint-Cyr urðu þeir að gegna herþjónustu í eitt ár til reynslu. Þeir máttu sjálfir velja sér setuliðsbæinn. De Gaulle kaus sér til vistar 33. hersveit í virkisbænum Arr- as, á sléttunni skammt f rá Lille. Valinu réð, að staðurinn var aðeins hálftímaferð frá móðurheimili hans, frændúm og vinum. í herbúðunum var honum skipað í 9. flokk undir stjórn Tugny höfuðsmanns. Það er varla von, að Tugny höfuðsmaður geti séð það fyrir, að hér í samskiptum við þenn- an unga, óstýriláta risa mætir sjálfur ódauðleikinn honum. í heilt ár elda þeir saman grátt silfur. Það er nú það eina, sem heldur minningu Tugnys á lofti. Tugny fær strax óbeit á ný- sveininum, þó ekki væri nema fyrir það eitt, að hann stendur eins og flaggstöng upp úr hópn- um og eyðileggur þannig allt smekklegt samræmi flokksins á hersýningum. Og daglegur bardagi hefst milli þeirra: — Hvesr vegna eruð þér ekki rak- aður, de Gaulle, hvers vegna situr húfan skökk, hvers vegna eru skórnir ekki burstaðir? Endalaus eltingaleikur við það, hvernig á að halda á byssunni, axla hana, standa vörð, heilsa með henni. Og því lengur sem nýliðinn er skammaður, því meiri verður mótþrói hans og fyrirlitning á öllum þessum heimskulegu og innihaldslausu formregíum heragans. í stað þess að vingast við yfir- mennina átti de Gaulle í stöð- ugu köldu stríði við þá. Við lok reynslutímans var það siður, að nýsveinarnir væru hækkaðir í tign, þeir fengju að setjast sem undirforingjar á skólabekk. Þá hækkun hlutu allir ný- sveinarnir í Arras nema de Gaulle, hann var óbreyttur hermaður áfram. Þegar Tugny höfuðsmaður var spurður, hvers vegna hann hefði ekki mælt með hækkun de Gaulles, svar- aði hann: „Hvaða þýðingu hefur að . skipa mann undirforingja, sem gerir sig ekki ánægðan með neitt minna en vera yfirhers- höfðingi.“ Það var sagt, að hann væri agalausasti hermaðurinn í öll- um franska hernum. En á kvöldstundum í herbúð- unum söfnuðust félagar hans, óbreyttir hermenn, verka manna- og bændasynir úr ná- grenninu kringum flet þessa unga manns og hlýddu á hann í hrifningu segja sögur af forn- um hetjudáðum og orustum frönsku þjóðarinnar. Þar var hann í essinu sínu. Þannig vildi hann láta byggja upp anda hersins, en ekki með innnihalds- lausum forskriftum um það, hvernig ætti að axla byssu eða skella saman hælum. De Gaulle kenndi félögum sínum margt um forna frægð og glæsibrag Frakklands. Sjálf- ur telur hann sig þó standa í meiri þakkarskuld við þá, hafa lært meira af þeim en hann sjálfur lét í té. Hjá þeim fann hann, að hug- myndir hans um mikilleik föð- urlandsins snertu hjarta hvers alþýðumanns. Hann varð þess vísari, hve slæm áhrif spilling á æðri stöðum hafði á baráttu- andann og fann þrá og þörf þessara ómenntuðu, óbreyttu manna á að eignast mannlega, heiðarlega forustu. Hann komst að raun um, að formlegur og einstrenginslegur heragi stuðl- aði aðeins að því að brjóta niður baráttuandann, aganum yrði að breita af varræmi. Til að vekja áhuga hermannanna væri áhrifaríkast að ræða við þá fyrir hverju væri barizt, fyrir heiðri og sæmd þjóðar- innar. Þessar athuganir á sálarlífi og viðbrögðum óbreyttra her- maniia urðu upphafið að hug- leiðingum hans um „forustu- hæfileikann“. Þó að de Gaulle yrði síðar oft óvinsæll og ein- angraður í hópi herforingja, einkenndi það jafnan herstjórn hans, hvar sem hann starfaði, að hermennirnir lærðu að virða hann og meta, jafnvel þótt hann héldi þeim einnig í hægi- legri fjarlægð. Hann var jafnan strangur foringi, en í strang- leika hans fundu menn góð- vild og skilning. Þessi fyrstu kynni af óbreyttum hermönn- um telur de Gaulle hafa kom- ið sér að beztu gagni, þegar sú stund kom, að hann skyldi sjálf- ur veita þá forustu, sem þeir þráðu. Síðasta dag reynslutímans í herbúðunum í Arras var de Gulle enn kallaður fyrir Tugny höfuðsmann og víttur fyrir, að allt væri í hrærigraut í herpoka hans. Og þrátt fyrir það strengdi hann þess heit, er hann gekk brott frá hliði herbúðárina, að hann skýldi aftur velja sér Arras að bækistöð, þegar hann hefði lokið námi í liðsforingja- skólanum. Heitstrengingin sýndi furðlegt stórlæti, því að sú regla var viðtekin, að ein- ungis tíu þeir hæstu af um 700, sem lykju prófi í Saint-Cyr liðs- foringjaskólanum, mættu sjálf- ir ráða sínum verustað. Hvílíkt Framh. á bls. 29. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.