Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 14
ÁKVEÐIÐ SJÁLF
DREIVIG
EÐA
STHLKl
Milljónir hafa óskað. — Alls kyns ráð hafa
verið reynd frá örófi alda. — Vísmda-
menn nútímans hafa komið með kenning-
ar. Nú kemur danskur dýralæknir og
segizt hafa fundið lausnina. Og æ fleiri
vísindamenn hallast að því, að hann hafi
rétt fyrir sér. Fólk geti nú loks ákveðið,
hvort það eigmst dreng eða stúlku!
Dyraíæknirinn Asger Lindberg er 58 ára gamall, með traust-
vekjandi útlit og órjúfandi vissu um að hann sé búinn að
finna lausnina á vandamálinu, sem mannkynið er búið að
reyna að finna lausn á í þúsundir ára. Sé farið eftir kenningu
hans, getum við sjálf ákveðið fyrir frjóvgunina hvort við
viljum fremur eignast dreng eða stúlku. Með því aðeins að
nota hitamæli og kunna svolítið að reikna.
Asger Lindberg býr við enda krókóttrar götu í litla þorp-
inu Smidstrup sem liggur nokkra kílómetra fyrir utan borgina
Fredericia. Gata þessi er nú orðin fræg sökum þess að þarna
býr dýralæknir sem sagt er að geti stjórnað happdrætti nátt-
úrunnar og skapað börn eftir óskum. Daglega streyma til
hans þakkarbréf frá hjónum, sem fylgt hafa ráðleggingum
hans („þökkum kærlega fyrir fæðingu sonar okkar, ssíi-
gleðstu okkur og drekktu okkar skál í meðfyigjandi sherry-
sendingu“). — Þetta getur náttúrlega litið út eins og svarti-
galdur og krukk, ef fólk hefur ekki skilið kenningu mína,
segir Asger. — Og þess vegna var mér stefnt fyrir dóm. Það
var iæknir í Vejle, sem hafði grun um að ég væri að kukla
við galdra. Ákæran var sú að ég skaðaði viiðingu dýralækna-
félagsins með þvi að útbreiða kennmgu mína. En dómararnir
þrír, sem áttu að dæma málið gátu ekki orðið sammála um
hvernig skyldi dæma málið — einn af þeim hafði nefnilega
alltaf langað til að eignast son og langaði til að reyna kenn-
ingu mina. Ef einhver annar fær Nóbelsverðlaunin fyrir upp-
finningu mína, get ég þá ekki krafizt launa? spurði ég þessa
þrjá heiðursmenn, en því gátu þeir ekki svarað. Að lokum
'14 FÁLK.INN
sýknuðu þeir mig. Já, mín synd var nú bara sú, að ég var 50
árum á undan minni samtíð.
Nei, Asger Lindberg gerir sig ekki sekan um neinar galdra-
kúnstir, gefur aðeins góð ráð fyrir þá, sem vilja fara eftir
þeim, það hefur alltaf verið talið í sambandi við möguieikana
til að ákveða sjálf kyn barnsins sé fjölskyldurannsókn. Hann
hlær að kenningunni, að drengir skapist í tunglskini og köld-
um norðanvindi, en stúlkur skapist í heitum sunnanvindi,
allt eftir gamalli og „öruggri" uppskrift.
Asger setur ekki fram kenningu sína á svo lausum grund-
velli. Hann notar líffræði og stærðfræðireglur við útreikning
sinn. Á þann hátt skapast barn, fyrir þá sem óska, út á Lind-
bergs uppskrift.
Það er konan og stundin fyrir getnaðinn, sem gerir út um
þetta. Þetta er dýralæknirinn Lindberg orðinn viss um eftir
að hafa rannsakað þetta í mörg ár Fyrst og fremst leggur
hann áherzlu á, hve jafnt fæðist af stúlkum og drengjum
í heiminn, en konan tekur alltaf yfirhöndina seinna meir.
Konur lifa lengur en karlmenn. Af tíu persónum sem eru yfir
100 ára gamlar eru átta af þeim alltaf konur. Konur eru þannig
,,endingarbetri“. Það segir Lindberg, — orsakar að það er
kvensáðfruman sem ákveður hvort barnið verði stúlka við
frjóvgunina. En karlsáðfruman hreyfist aftur á móti hraðar
og kemur örar til eggjastokksins, en lifir ekki eins lengi.
Árið 1932 heppnaðist rússnesku tilraunakonunni Veru
Schröder að skilja kvensæðin frá karlsæðinu með einfaldri
rafmagnsaðferð. Hún skildi þau með rafmagnsvél þannig að
þau skiptu sér eftir kynjum. Siðan frjóvgaði hún kaninur,
með þeim frumum, er hún vildi, og gat á þann hátt ákveðið