Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 37
Tvírætt bros Framhald af bls. 19. sér, „þú hefur ekki minnzt á það einu orði hvernig ...“ „Ég er að koma að því,“ grípur Stjáni reiðilega fram í fyrir honum. Síðan heldur hann áfram: „Og sem sönnum herramanni sæmdi, sveiflaði ég hendinni í stórum boga, tók ofan húfuna og brosti með öllum mínum 22 tönnum." „Síðan heyrðist dynkur,“ botnar Gvendur háðslega, „og rjómatertan, sem átti að vera á borðinu hjá slökkviliðsstjór- anum innan stundar, lá í for- inni.“ „En sem betur fer kom hún beint niður, svo að hún skemmdist ekki mikið, fyrir utan forarslettur,“ flýtir Stjáni sér að segja. „Hvers vegna eru fimm kerti á henni?“ spyr Gvendur allt í einu með uppgerðarkæruleysi í röddinni. „Voru“, leiðréttir sá virðu- legi. Reiðin sýður niðri í honum, er hann heldur áfram: „Þau áttu að vera fimm vegna þess að hann er fimmtug- ur í dag.“ „Hann verður bara að ímynda sér að hann sé þrítug- ur,“ segir Stjáni hálf vandræða- lega. „Ha? — Hvað? Þrítugur?“ stamar sá virðulegi. „Já sko, kertin áttu að vera fimm, en nú eru þau þrjú, svo að hann verður að láta hugann reika 20 ár aftur í tímann.“ „Farðu og segðu honum það sjálfur og útskýrðu um leið hvernig þú fórst að því að glopra henni niður,“ svarar sá virðulegi meinfýsilega. Hann lítur reiðilega á Stjána og heldur síðan áfram: „Það er ekki nema hæfileg hegning á þig fyrir þennan slóðaskap." Það er eins og skvett hefði verið framan í Stjána köldu vatni, svo bregður honum við þessa skipun. „En Gvendur, á hann ekki að koma með,“ spyr hann ör- væntingarfullur. „Nei, það er nóg að þú farir,“ svarar sá virðulegi hvasst. Gvendur brosir feginslega, en þó ber bros hans dálítinn vott um meðaumkvun. „Hann Ásmundur er senni- lega upp á skrifstofunni hjá sér núna, svo að það er bezt að þú flýtir þér þangað,“ mæl- ir sá virðulegi skipandi og stjakar ögn við Stjána, eins og til að gefa orðum sínum frek- ari áhrif. Stjáni stynur við og gengur síðan álútur hægum skrefum í áttina að stöðinni. Hann minn- ir einna helzt á mann, sem er að ganga til aftöku og öllum beiðnum um náðun hefur verið vísað á bug. „Ég vona bara að hann sé í kaffi, þá slepp ég við þetta í dag, þó að það sé ekki nema gálgafrestur," hugsar Stjáni með sér, er hann gengur upp stigann, sem liggur að skrif- stofunni. En þessi von hans verður að engu, er hann heyrir dimma rödd slökkviliðsstjórans hljóma frá skrifstofunni. Stjáni tekur ofan einkennishúfuna og lagar bindið með vélrænum hreyf- ingum. Síðan bankar hann létt, en snöggt, þrjú högg á dyrnar. „Kom inn,“ er sagt innan frá. Stjáni opnar hurðina og geng- ur inn. Gólfið er teppalagt steingráu teppi út í horn. Á því miðju fyrir framan gluggann er stórt og veglegt tekkskrif- borð og við það situr Ásmund- ur slökkviliðsstjóri og talar í símann. Hann tyggur stóran Havanavindil milli þess, sem hann svarar þeim, er í síman- um er. Stjáni stendur teinrétt- ur og reynir að fara með ein- hverjar bænir í huganum. „Hvað er það fyrir þig,“ spyr Ásmundur djúpri röddu. Stjáni reynir að bera sig karlmannlega, hann kreppir þvölum höndunum utan um einkennishúfuna og lítur ein- beittur á slökkviliðsstjórann um leið og hann mælir stund- ar hátt. „Ég og hann Gvendur vorum sendi eftir ...“ „Nú, já, voruð þið sendir eftir henni,“ grípur Ásmundur fram í fyrir honum. „Eruð þið búnir að ná í hana?“ „Hve — Hvernig í ósköpun- um vissirðu að við ætluðum að ná í hana?“ segir Stjáni og er sem undrunin sjálf uppmáluð. „Þetta átti að koma þér á óvart?“ „Nú skil ég ekki. Ég sem var búinn að biðja Hinrik um að senda einhvern eftir henni, sem væri laus. Þurftirðu að bíða lengi eftir henni?“ spyr hann og tyggur vindilinn í ákafa. „Nei, nei, hún var tilbúin." Framhald á næstu síðu. Gefjunaráklæðin breyfast sífellt í lifum og munztrum, því ræður tízkan hverju sinni. Eitt breytist þó ekki, vöruvöndun verk- smiðjunnar og gæði íslenzku ullarinnar. Allt þetfa hefur hjálpað til að gera Gefj- unaráklæðið vinsælasfa húsgagnaáklæð- ið í landinu. gefjunaráklæöi MÖLVARIN • FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.