Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 20
^JÍfeö
II. hluti
Lagt á hafii
1.
Hann heitir Guðbjörn Guðjónsson og hefur þann starfa að
aka sendiferðabil ir nokkrum árum unnum við Guðbjörn
saman að því að örum í verzlanir hér í bænum fyrir eina
heildverzlun. Og a cðan við ókum á milli verzlananna spjöll-
uðum við saman um heima og geima.
Það var einn daginn í akstrinum, sem Guðbjörn sagði mér
frá siglingu sinni til Rússlands, með hinni frægu skipalest
PQ—17. Þetta var ævintýraleg frásögn og stundum næsta ótrúleg.
— Ég veit að þú átt erfitt með að trúa þessu, sagði Guðbjörn,
en þetta er nú samt satt. Það eru margir sem rengja mann,
og ef ég segði söguna eins og hún gekk raunverulega fyrir sig,
þá mundi enginn trúa mér.
Svo hættum við að vinna saman og leiðirnar skildu. Guðbjörn
hélt áfram að aka sendiferðabílnum. en ég sneri mér að öðrum
störfum. Svo þegar ég fór að vinna hér við Fálkann, datt mér
í hug að Guðbjörn væri tilvalinn til að eiga við hann viðtal. Ég
orðaði það við hann, en það var ekki auðsótt mál.
— Mér er ekki vel við að tala um þetta, sagði Guðbjörn.
Auk þess munu margir halda, að ég sé bara að skrökva upp
sögum. Ef ég segði frá þessu, eins og það gekk raunverulega
fyrir sig, þá er ég hræddur um að ekki væru þeir margir, sem
tryðu rnanni. Nei, ég held að við látum þetta eiga sig.
En ég vildi ekki gefa mig og einn dag í haust, þegar ég hitti
Guðbjörn, féllst hann á að segja mér ferðasöguna í fáum drátt-
um. Og nokkrum kvöldum seinna er Guðbjörn mættur hér á
skrifstofunni og við hefjum spjallið.
20 FÁLK.INN
— Hvað kom til að þú lagðir út í þetta Guðbjörn?
— Því er fljótsvarað. Eins og alla stráklinga, þá lang-
aði mig í ævintýri. Á þessum tíma ók ég vörubíl og mér
þótti það ekki neitt sérlega skemmtilegt. Mig langaði í
siglingar. Ég vissi að stundum vantaði menn á kaupför,
sem komu hér á höfnina á vegum hersins. Mannaráðningar
fóru fram á vegum Eimskip og einn daginn sótti ég um
starf ef losnaði. Og það leið ekki á löngu, þar til ég heyrði
frá þeim. Einn dag skömmu síðar er hringt í mig og sagt
að nú vanti mann á amerískan fragtara, sem liggi í Hval-
firði. Ég brá við fljótt og fór niður eftir. Það vantaði fjóra
menn á þetta skip og ástæðan var sú að fjórir Puerto
Rico menn höfðu verið settir í land, vegna þess að þeir
höfðu haft í hótunum um að drepa skipperinn. Við vorum
mættir þarna fjórir og tókum allir starfinu, þótt við viss-
um ekki frekar hvert ferðinni væri heitið.
Og við höfðum ekki mikinn tíma fyrir okkur. Við áttum
að vera mættir eftir tvo klukkutíma niður á Loftsbryggju
og halda síðan uppeftir, þangað sem dallurinn lá. Ég fór
heim og tók saman dótið mitt og sagði mömmu, að ég
ætlaði að skreppa í burtu tvo eða þrjá mánuði. Henni
leizt ekki á þetta og reyndi að hafa mig ofan af þessu,
en allt kom fyrir ekki. Ég var ákveðinn í að halda á hafið.
Pabbi var ekki heima og ég bað bára að heilsa honum.
Hann skildi þessa löngun mína betur en mamma. Sjálfur
hafði hann verið á siglingum í fyrra striðinu.
Á þessum árum átti ég heima á Spítalastígnum. Ég setti
sjópokann minn á bakið og hélt niður í bæ. í Bankastræti
mætti ég einum kunningja mínum, og hann spurði mig
hvað ég væri að fara. Og ég sagði honum eins og var. að
ég vissi það ekki. „Vertu þá blessaður Bubbi minn, ég
sé þig víst ekki aftur.“ Svo hélt ég niður á Loftsbryggjuna
og um borð í vélskipið Sigríði, sem flutti okkur uppeftir,
og þar með var ævintýrið hafið.
3.
— Hvernig var skipið, sem þú varst ráðinn á?
— Skipið var gamall kláfur, um tíu þúsund lestir að
stærð og hét Ironglad. Þetta var merkilegt skip og átti
eftir að lenda í ýmsum ævintýrum unz það sökk í Hvíta-
hafinu. Skipperinn var gamall, boginn í baki og ákaflega
sérvitur. Hann hafði verið skipstjóri á hafnsögubátum í
New York. Ekki man ég lengur hvað hann hét. Hann gekk
ailtaf með knapahúfu, en setti skipstjórahúfuna aldrei
upp. Eitt af sérvizku karlsins var að hafa bátana ekki í
davíðunum heldur inn á dekki,og þetta var eina skipið
sem var svo búið. Svo var það annað, sem áhöfnin leit
ekki hýru auga. Skipið var númer 13 i skipalestinni.
— Og hvernig var áhöfnin?
— Hún var nú svona og svona. Ég komst að því seinna
að mannskapurinn var að miklu leyti tekinn úr fangelsun-
um fyrir vestan. Einn hét Maylord og við fslendingarnir
kölluðum hann alltaf Lordinn. Þetta var dálítið merkilegur
fír. Ef skipperinn þurfti að tala við hann, lét hann alltaf
járna hann og sagði að Lordinn væri morðingi.
Tveir okkar íslendinganna lentum saman á vakt með
tveim Puerto Rico mönnum. Þeir voru ágætir félagar, en
nokkuð furðulegir. Annar þeirra hét Krúse og við urðum
ágætir vinir. Hann gekk alltaf vopnaður hnífi og var sá
liðugasti maður, sem ég hef enn fyrir hitt. Hann sagði
við mig fljótlega eftir að ég kom um borð. „Mundu eitt
Guðjónsson. Vertu númer eitt ef eitthvað kemur fyrir. Ef
þú verður númer tvö, getur það orðið of seint.“
— Voruð þið lengi þarna í Hvalfirðinum áður en þið
lögðuð af stað?
— Passinn minn er dagsettur einhvern síðasta daginn
í maí en það er ekki fyrr en 27. júní sem við leggjum af
stað. Allan þann tíma lágum við þarna uppfrá og fengum
ekki að hreyfa okkur, því karlinn lagði brátt bann við því.
Annar stýrimaður hafði smíðað sér bát, sem hann réri á
þarna í kringum skipið, og fljótlega eftir að við komum
smíðuðum við okkur kajak. Þetta var mjög frumstæður
bátur, en við gátum róið á honum í kringum skipið.
Einn daginn strauk annar Puerto Rico maðurinn í land