Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 13
voru byrjuð að visna. Ég greip blómvöndinn og braut hann í sundur í miðju. Þar á eftir þreif ég blómavasann og henti honum þvert yfir stofuna þar sem hann lenti á gólflista og fór í mél. Mamma sagði ekkert. Hún bara sópaði ruslinu saman og henti því. Ekkert var ævilangt. Til er gamalt og gott orðtæki sem segir: „Tíminn græðir öll sár.“ Og það gerði hann einnig við mig, þar til eftir var aðeins sár, sem minnkaði með hverjum mánuðinum og árinu. Eða var það? En tilfinningin um, hvað ég væri einn, dró stundum úr mér allan kjark, og mér fannst allt svo tilgangsiaust, þar sem áður hafði verið líf og hiti. Það voru liðin fimm ár frá dauða Sallyar, þegar ég hitti Celiu í fyrsta sinn. Með henni kom vorið á ný. Þetta var algjört skyndimót. Hún missti bókina, sem hún hélt á, beint fyrir framan fæturna á mér, og baðst afsökunar og hljóp svo í burtu til þess að ná í strætisvagninn. Nokkrum dögum seinna sá ég hana við opnun á nýrri stórverzlun, þar sem hún stóð út á miðju gólfi og skrifaði eitthvað niður af miklum áhuga. Hún þekkti mig og brosti, þegar ég sagði við hana: — Þér lítið alls ekki út fyrir að vera blaðamaður. — Við hverju búist þér? spurði hún. — Hárgreiðslu eins og Brigitte Bardot og skítugum regnfrakka með beltið þrengt of mikið að mittinu? Ég kunni vel við kímni hennar, hún var þurr og frísk eins og haustdagur. Sally hafði verið létt og upplífgandi. Þessi stúlka var lítil með dökkt mjúkt hár og augu, sem voru enn dekkri en þau höfðu verið í Sally. En þetta létta fallega bros, sem ailtaf var að skjótast fram af og til, og þessi hárlokkur, sem alltaf var að falla niður, heilluðu mig gjörsamlega. — Eða var hún kannski lík Sally? Það rigndi þegar við komum út úr búðinni, og ég keyrði hana til blaðsins, þar sem hún vann. — Þakka þér fyrir, sagði hún, — ég skal muna eftir nafni arki- tektsins, þegar ég skrifa greinina. Ég leit snöggt á hana og skildi að hún var að stríða mér. Þegar ég keyrði heim á leið reyndi ég að gleyma þessu móti okkar. Mörgum vikum seinna hittumst við aftur, í þetta skipti á blóma- sýningu. Ég horfði á hana meðan hún var að skrifa og ákvað að hún skyldi aldrei fara í blaðamannsstarfið aftur — hún var svo ung og dásamleg. Hún leit upp og sá mig, og kom til mín. — Ég er að bíða eftir ljósmyndaranum, sagði hún, — viljið þér ekki vera með á myndinni við hliðina á heimsins stærstu dahia? — Nei takk, ég vil ekki skyggja á myndina, svaraði ég. Þetta sama kvöld borðuðum við saman kvöldverð. Tilfinningin, hvað ég væri einmana, hvarf smám saman, og ég skemmti mér mjög vel. Og það gat ég ekki munað eftir að ég hefði gert, síðan Sally dó. Ég sagði henni allt um Sally. Hún kom ekki með þessi leiðin- legu orð, sem allir notuðu. Ég var henni þakklátur fyrir það. Ég bauð Celiu með mér í leikhúsið daginn eftir, smám saman lokaði hún ein- manatilfinninguna úti, með hlýju sinni og skemmtilegu skapi. Eink- um þegar við vorum saman gat einhver setning eða hláturinn minnt mig á Sally, þá fann ég til sams konar spennings eins og ég fann til, þegar við Sally vorum að byrja að kynnast. Þegar ég spurði hana um hvort hún vildi giftast mér, spurði hún aðeins. — Elskar þú mig? Þú hefur aldrei sagt það. — Auðvitað elska ég þig. En orðin hljómuðu klunnalega í munni mér. Hún lagði hendurnar um hálsinn á mér. — Ég vil giftast þér hvíslaði hún. — Ég elska þig, David. »8Ji.!Framhald á bls. 28. , Okkur Sally fannst við vera hamingjusöm. Það var mjög gott þó við byggjum þröngt í gamalli risibúð. . ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.