Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 41

Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 41
De Gaulle Framhald af bls 29 stæðar skoðanir og frjótt hug- myndaflug. Viðræður og fyrirlestrar Pé- tains hrifu de Gaulle álíka mikið og honum höfðu leiðzt fyrirlestrarnir í Saint-Cyr. Borgin Arras hafði eins og svo margir aðrir staðir Frakk- lands átt sína sögulegu orustu. Hún var háð í styrjöld konungs- valds og háaðals á öld Richi- Jieus kardínála. Tveir fremstu pershöfðingjar Frakka, sem skömmu áður höfðu unnið eins og bræður saman fyrir föður- jandið, mættust hér sem and- ^tæðingar, Turenne hershöfð- jngi konungs varði Arras, Con- dé sótti að með her aðals- manna. Pétain stóð fyrir framan jiðsforing j askarann, lýsti or- ustunni og teiknaði skýringar- Uppdrætti á töflu, meðan hinir hlýddu á í virðingarfullri þögn. Allir nema einn liðsforingi. Einn þeirra hafði áður kynnt sér þeasa orustu niður í kjöl- inn og velt henni fyrir sér frá bllum hliðum. Allt í einu heyrðist rödd aft- an úr salnum, yngsti foringinn Charles de Gaulle leyfði sér að andmæla foringja sínum. „Þér segið, sveitarforingi, að Condé hafi átt að láta kné fylgja kviði eftir að hann náði La Forté og ráðast á Hocquin- court. En sannleikurinn er sá, að það var vonlaust, því að Túrenne var þarna fyrir með stórskotalið sitt og beitti fall- byssunum af sérstakri snilld.“ Dauðaþögn ríkti í salnum. Menn hrukku við yfir furðu- legri dirfsku þessa unga manns. Pétain horfði orðlaus yfir sal- inn og síðan á uppdráttinn, sem hann hafði gert á töfluna, og allt í einu rann upp Ijós fyrir honum. Hér var atriði, sem hann hafði ekki sjálfur athug- að. i Þegar fyrirlestrinum lauk, gekk hann til unga liðsforingj- ans, tók innilega undir arm hans og leiddi hann út. Það var síður en svo, að hann hefði móðgazt af athugasemd hans. Hann gladdist þvert á móti af því, að þessi hugmynd liðsfor- ingjans féll saman við hans eigin umdeildu kenningar um vígstyrk stórskotaliðsins. Þeir urðu upp frá þessu miklir og óaðskiljanlegir vinir. Skömmu síðar sáust þeir vera saman á gangi á bökkum Scarpe-árinnar, þar sem fyrr- greind orusta hafði staðið, og mú. var það Pétain, sem frædd- ist af de Gaulle um alla stað- hætti orustunnar. Þar sem þeir gengu eftir bökkum Scarpe-ár- innar, var eins og þeim fylgdi skuggi hinna fornu herskör- unga Turennes og Condés. Þannig kynntist Pétain fróð- leik, hugkvæmni og áhuga hins unga manns. í sérstöku atviki kynntist hann og skapfestu hans. Á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum 1913, skipaði setluliðið í Arras sér í fylkingu og gekk skrautbúið um aðaltorg borgarinnar. Þetta var hátíðar- og gleðidagur. De Gaulle skálm- aði fyrir sínum herdeildar- flokki hnarreistur og stásslegur með upplyftu glampandi sverði. Þá gerðist óhapp. Pétain sat á baki stríðsfáki sínum, hvöss augu hans litu yfir hópinn og fylgdist með því, að fylkingar hermannanna væri skipulegar. En allt í einu ákvað hann að ríða þvert yfir brautina, rétt fyrir framan deild de Gaulles, með þeim afleiðingum, að fylk- ingin stöðvaðist, riðlaðist og missti göngutaktinn. í öllu öngþveitinu heyrðist reiðileg rödd Pétains eins og þruma gegnum gnýinn. „De Gaulle liðsforingi, þér eruð dæmdur til átta daga innisetu í herbúðun- um.“ De Gaulle varð að kingja beiskum bita. Hann gaf deild sinni skipun um að snúa þegar til herbúða. Honum sárnaði, að hann hafði orðið að athlægi frammi fyrir allri hersveitinni og borgarbúum, en mest af öllu sveið honum þó, að hann taldi sig hafa verið beittan ranglæti. Um helgar fengu foringjar, sem ekki voru á vakt, leyfi til að fara til Parísar. Helgin kom, síðasta lestin, sem hægt var að taka til höfuðborgarinnar fór snemma á sunnudagsmorgun. En de Gaulle var bundinn vé- banni innan girðingar. Allt í einu, á síðustu mínútu, komu bog hersveitarforingjans, að hann væri leystur úr banni. De Gaulle hljóp eins og hann mátti á sínum longu löppum og klifraðist upp í aftasta vagninn um leið og lestin rann af stað. Og hvern hitti hann þar inni í aftasta klefanum? — Hvern nema Pétain hersveitarfor- ingja, sem glotti kýmileitur til hans. „Jæja, ungi maður. Þér hafið ekki búizt við að ná þessari lest?“ „Þvert á móti, hersveitarfor- ingi, svaraði de Gaulle rólega. — Ég var viss um það, og var tilbúinn til farar.“ . „Hvernig gátuð þér verið viss ■ um það?“ „Vegna þess, að ;refsing mín var óréttlát, og ég vissi að her- sveitarforingi minn var réttlát- ur maður.“ í vináttu þeirra sýndi Pétain honum vaxandi trúnað í starfi og fól honum margháttuð ábyrgðarverkefni. Eitt af þeim var að uppfræða nýliða í her- sögu þjóðarinnar. Má geta nærri, að það starf vann de Gaulle með mikilli gleði. Hann undi sér við að segja ungu mönnunum söguna um glæsi- brag Frakklands. Hann komst að því, að sú saga féll í góðan jarðveg í brjóstum ungra manna. Pétain sá sérstaka ástæðu til að þakka honum fyrir þetta mikilvæga „upp- eldi“ ungu mannanna og þann anda, sem það skapaði í her- sveitinni. Aðdáun de Gaulle á Pétain á þessum árum var næstum takmarkalaus. Hann dýrkaði hann sem læriföður og meist- ara. Þótt síðar kastaðist í kekki milli þeirra, gleymdi de Gaulle aldrei þessari gömlu aðdáun sinni á honum. Fram að þessu hafði de Gaulle sjálfur verið eins og eigin kennari. Nú hafði hann eignazt sinn fyrsta meist- ara og fyrirmynd, Philippe Pé- tain. Þrátt fyrir afburða hæfileika sína, gáfur og framsýni hafði Pétain ekki hlotnazt mikill frami. Hann var sem fyrr seg- ir orðinn 56 ára og enn aðeins hersveitarforingi. Og allt í einu skall reiðarslag yfir hann. Tilkynning var gefin út um, að honum hefði verið veittur kross frönsku heiðursfylkingar- innar. Að vísu mikill heiður, æðsta virðingartákn franska hersins, en um leið vissu allir, að krossinn var aðeins veittur sem plástur á sár. Tilkynningin þýddi í rauninni, að ferill hans í hernum væri á enda. Hann gæti ekki gert sér vonir um að hljóta hershöfðingjatign. Liðsforingjar hans söfnuðust saman í samkomusalnum til að bera fram hamingjuóskir sínar. Þetta myndi verða hátíðleg at- höfn, en hamingjuóskirnar inn- antómar. Menn voru vandræða- legir að velta því fyrir sér, hvernig þeir ættu að orða ham- ingjuóskirnar. En allt í einu var hann kom- inn mitt á milli þeirra eins og þrumuský. Augu hans skutu gneistum undan þungum brún- unum, og hvert hár í yfirvarar- skeggi hans stóð reist eins og kampar á ketti. Áður en nokkr- um gæfist tækifæri til að opna munninn, fnæsti hann: „Hér þarf enga athöfn, herrar mínir, engar hamingjuóskir. Ég hef verið beittyr rangindum.“ Þar með var það mál útrætt. En aðeins þremur árum s ðp” vann þessi kempa úrslitasig - inn við "Verdun og reis upp til æðstu tignar, varð marskálkur og æðsti yfirmaður franska hersins. litilegumenn Framhald af bls. 40. allgildur í Geldingaholti í Gnúpverj ahreppi. Mælt er, að Erlendur hafi fengið honum til varðveizlu kistil allsterklega smíðaðan, allan járnsleginn og læstan ramlega. En annað veif- ið kom Erlendur í Geldingaholt og athugaði kistilinn, svo eng- inn sá, og stundum hvarf hann með hann á braut um hríð. Mælt var, að Erlendur græfi fjársjóði sína í jörðu. Eitt sinn urðu menn þess áskynja, að hann eigraði dögum saman um Stóruvallahraun fram og aftur, eins og hann leitaði einhvers. Hélt fólk, að hann hefði þar fólgið peninga, en misst kenni- leiti af staðnum. Enginn vissi, hvort hann nokkurn tíma fann þessa peninga eða ekki. Erlendur var talsvert fyrir vín, án þess að verða drykkju- maður. Þegar hann var hreyfur af víni, varð hann ekki eins dulur og einrænn og venju- lega. Svo er mælt, að þegar hann var kenndur, hafi hann stundum gefið í skyn, er hann var inntur eftir einslega, að hann hefði komizt í hann krapp- an við útilegumenn á fjöllum. En oftar sagði hann frá vin- samlegum skiptum sínum við þá. Eitt sinn er mælt, að hann hafi sagt frá því, að útilegu- menn nokkrir hefðu elt sig á suðurleið og ætlað að fanga. Hann reið sem mest hann gat á undan þeim, en sá brátt, að þeir myndu draga hann uppi. Honum varð það þá til happs, að hann kom að Köldukvísl, þar sem hún var ill eða nær ófær yfirferðar. Tók hann þá það til ráðs, upp á líf og dauða, að hleypa í kvíslina. Honum tókst að ná klakklaust yfir hana. En útilegumenn treystust ekki að hleypa á eftir honum. En í fylgd með þeim var hundur, stór og grimmur á að sjá. Þeir tóku það nú til bragðs, að þe' • sendu hundinn á eftir Erle" yfir kvíslina, og átti hann ' ð ráða niðurlögum hans. En F. - lendur varð ekki ráðala”s. Framhald á bls. 42 FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.