Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 24
Piper-Colt vélin lagði frá Cubal og ætlaði til Lobito. En er hún var komin hálfa leið hrakti norðaustan stormurinn hana af leið eins og sjá má af þessu korti og hún flaug þvert af áætlaðri flugleið. Þegar óveðr- inu slotaði voru flugmennirnir villtir. Svo urðu þeir að nauðlenda og þá upphófst hin langa bið, fyrst eftir björgun — svo efíir dauðanum. 57 DAGA HUN TVEIR FLUGMENN, SEM NAUÐLENTU I ÖBYGGÐUM AFRIKU, LYSA SINU EIGIN DAUÐASTRIÐI. LITLA FLUGVELIN ÞEIRRA LENTI I ÖVEÐRI YFIR ANGÖLA OG VILLTIST AF RÉTTRI LEIÐ. ÞEGAR ELDSNEYTIÐ VAR BOIÐ, URÐU ÞEIR AÐ NAUÐLENDA I SKÖGAR- KJARRI. MÁNUÐUM SlÐAR FANN MAÐUR Á VILLI- DÝRAVEIÐUM FLUGVÉLINA. I FLUGMANNAKLEFAN- UM LÁGU TVÖ LIK OG EIN DAGBÖK Flugkennarinn var 35 ára og hét Acacio Lopes da Costa, nemandinn var 19 ára og hét Carlos Lopes Fernandes. Þeir flugu frá Cubal, sem er borg inn í landinu, áleiðis til hafnarborgarinnar Lobito. Þetta er örstutt leið, innan við 150 kílómetrar. í mesta lagi rúmlega klukkustundar flug. Flugvél þeirra var af gerðinni Piper-Colt Stand- ard, sem er lítil flugvél. Vélin var ekki útbúin nein- um veður-radar og því sáu þeir Fernandes og da Costa ekki, hvað á vegi þeirra yrði, fyrr en um seinan. En á leið þeirra til Lobito geis- aði óveður, stormur með úr- hellisrigningu. Þeir flugu inn í storminn, án þess að átta sig á því, hvað um var að vera. Flugmenn í flugklúbbn- um í Lobito hafa síðar út- skýrt, hvað gerðist. Veður- hæðin var 10—11 stig af norðaustri. Úrhellisrigning byrgði flugmönnunum sýn til jarðar. Þeir áttu fullt í fangi með það að halda flugvélinni á flugi. Þeir höfðu engan tíma til þess að átta sig á áttavitanum og engan tíma til að hugsa lengur en til næstu mínútu. Og þeir áttu þess engan kost að kalla á hjálp, eða FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.