Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 43
Nýtt Toni
með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt
Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er
hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum.
Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í
sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf
að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös-
kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega
liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist.
Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt,
gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann
hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í
þremur styrkleikum:— Super (Sterkt) ef liðaáhárið mikið,Regular
(Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal
litið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt.
Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að
til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár.
VATN ÓNAUÐSYNLEGT —EN61N ÁGIZKUN—ENGIR ERFhÐLEIKAR
Mjög auðvelt. Klippið
spíssinn af flöskunni og
bindivökvinn er tilbúinn
til notkunar.
Með nýja Toni bindivök-
vanum leggið pér hvern
sérstakan lokk jafnt og
reglulega og tryggið um
leið betri og varanlegri
hárliðun.
Eins og þjófur á nóttu
eftir, hugsaði ég með mér, þeg-
ar ég beygði inn á aðalgötuna
í þorpinu. Göturnar voru ein-
kennilega mannlausar. Það var
enn alls ekki orðið áliðið kvölds,
en hvergi sást mannvera á ferli,
og það voru heldur engir aðrir
bílar á ferð eftir götunni. Ég
heyrði engin önnur hljóð, en
suðið frá bílvélinni. Ég ók dá-
lítið hægar.
Jafnvel ljósum prýddi bar-
inn á horninu var alveg mann-
laus, og ég gat heldur ekki kom-
ið auga á neinn af þjónustufólk-
inu. Svo beygði ég inn í götuna,
þar sem gamla kráin var. Þar
var heldur hvergi lífsmark að
sjá. Engum bíl var lagt þar fyr-
ir utan, og í gegnum stóran
gluggann sem sneri út að göt-
unni, sáust heldur engir gestir
í matsalnum. Mér fannst þetta
einkennilegt.
Jæja, þá voru bara sjö kíló-
metrar eftir. Þrír fjórðu hlut-
ar úr mílu til Johnny. En það
urðu þeir lengstu sjö kílómetr-
ar, sem ég hafði nokkru sinni
ekið.
Ég þekkti veginn vel (hversu
oft hafði ég annars ekið hann?),
en ég mundi ekki að það væru
svona margir beinir, langir
kaflar á honum. Vegvísarnir
glömpuðu í ljósunum — Ells-
worth 6 kílómetrar Ellswort 5
kílómetrar, Ellsworth 4 kíló-
metrar .... Mér fannst alltaf
verða lengra og lengra milli
vegvísanna, og ég fylltist ótta
við að komast ekki á áfanga-
stað í tæka tíð.
(Framh. í næsta blaði).