Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 6
Nei, þetta eru sko engar jólagjafir. Þetta er sko barasta heiniavinna frá skrifstofunni, svo ég hafi efni á því að kaupa einhverjar jólagjafir. 5 — 4 — 3 — 2 — 1 — 8, og svo í>f stað! Kæri póstur. Ég er í nokkrum vanda stadd- ur um það hvort Elvis Presley sé frægari en Cliff Richard. Um daginn sá ég það í blaði að Elvis væri kallaður reglu- sami milljónamæringurinn. En er ekkert hrós eða slíkt um Cliff Richard? Svo að lokum vil ég helzt fá að vita heimilis- fang Cliff Richard. Aðdáandi. Svar: ÞaC er líklegt aö Elvis sé öllu frœgari en Cliff og byggist þaö á /jví aö sá fyrri er um margt timamótamaöur og ruddi brautina fyrir þá sem á eftir komu. ViÖ liöfum hvergi séö þaö í blööum aö Cliff vasri kailaöur reglusami eöa óregiusami mUljónamæring- urinn enda óvist aö hann sé enn oröinn milli. Ekki vitum viö heimilisfang Cliff Richard en ef þú fylgir þeirri uppskrift sem hér er gefin er nokkuö öruggt aö bréf þitt kemst til skila. Brittannina Fihn Distri- butors Ltd., 10 Green Street, London Wl. Ljótur munnsöfnuður. Háttvirta Pósthólf. Mig iangar til að skrifa þér nokkrar linur og hafa orð á munnsöfnuði barna sem mér finnst fara versnandi með ári hverju. Um daginn skrapp ég með einum litlum vini mínum á svokallaðan róluvöll og þar ætluðum við að dvelja nokkurn tima. En svo fór að ég tók þennan unga vin minn á brott vegna þess að þarna var ég áheyrandi að einhverjum þeim ljótasta munnsöfnuði sem ég hef nokkru sinni heyrt. Og þeir sem stóðu fyrir þessu voru þrir strákar á aldrinum 9—10 ára. Ég ætla ekki að endur- taka þennan munnsöfnuð hér en láta má þess getið að hann var saman hnoðuð blótsyrði. Og ég vil láta þess getið að mér hefur fundist hin undan- farin ár að börnin séu æ yngri sem þennan munnsöfnuð nota. Ég vil í þessu máli ekki koma sökinni á neinn sérstakan en eitthvað þarf að gera til úr- bóta. Ég minnist þess að ég var orðinn meira en 10 ára þegar ég fór að blóta. Virðingarfyllst, Maður. Svor.- Þaö er nú svo. Ekki viljum viO mæla blótsyröum barna mót en benda þér hér á nokkur atriöi, 1 fyrsta lagi eldist þú meö hverju árinu sem líöur svo þaö er ekki nema eölileg viöbrögö þín viö ellinni aö þér finnist börnin yngri, Og vissulega hefur þú veriö sér- stæöur drengiir ef þú hef ur aldrei bölvaö fyrr en þú varst raeira en 10 ára. Og ef á aö taka mark d bréfi þínu þá, viröist þetta eldast af mönnum. Um símastúlkur. Kæri Fálki. Um daginn einhvern tíma sá ég í Pósthólfinu bréf þar sem rætt var um símaþjónustu fyrir* tækja. Það er eitt í þessu sam- bandi sem ég vildi gjarna taka fram. Ég hef rekið mig á það að símastúlkur sumra fyrir- tækja, gera mikið af því að tala við kunningjana í simann allan guðslangan daginn, og af þeim sökum verður sjálfri þjónust- unni stundum ábótavant. Ég vildi aðeins fá þetta fram. Símanotandi. Svar: Já, þaö er svo. Gular hendur. Kæri Fálki. Mig langar til að leita ráða hjá þér. Þannig er mál með vexti að ég verð alltaf svo gulur um fingurna, þegar ég reyki. Getur þú ekki gefið mér eitthvert ráð við þessu. Hvað á ég að gera til þess að losna við þessa gulu? Ég þakka ykkur svo fyrir allt gott efni og óska ykkur allra heilla. Jói. Svar: Þú skalt bara þvo þér nógu oft og vel um liendurnar, Jói minn. Pennavinur í Noregi. Okkur hefur skrifað ungur Norðmaður og farið þess á leit að við birtum nafn hans og heimilisfang í því augnamiði að hann eignaðist hér penna- vin. Segist hann mikið hafa reynt til að koma á slíku sam- bandi en enn ekki tekist. Aðal- áhugamál hans er frímerkja- söfnun og þá sérstaklega á is- lenzkum frimerkjum. Hann segist skrifa á ensku, dönsku, sænsku og auðvitað á norsku. Nafn hans og heimilisfang er: Terje Kernberg, Oiav Ryer pl. 5. IV. Oslo 5. S FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.