Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 17

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 17
Jón Múli Árnason, þulur: Við vorum að ljúka hljóð- ritun á laugardagsleikritinu rétt fyrir sjö, þegar magnara- vörður kom inn í regíið og sagði: Það er búið að myrða Kennedy. — Ég er ekki viss um að við höfum áttað okkur á þessu strax, — þetta er svo langt frá því sem nokkrum hefði dottið í hug á miðri 20. öldinni. Ég hljóp niður á frétta- stofuna og einhver kallaði á eftir mér í stiganum: Þú færð fréttir að lesa núna. — Næsti hálftími fór í að lesa yfir frétt- ir jafnóðum og þær komu á blað, hlusta í öllum hugsanleg- um tækjum, fylgjast með á printernum og spyrja alla sem ekkert vissu: Hver er morðinginn — var hann hvít- ur, svartur, Bandaríkjamaður, Kúbumaður, Suður-Ameríkani, kynþáttabulla eða kommún- isti? og hugsa pólitískt. — Svo varð klukkan hálf átta og ég byrjaði að lesa fréttirnar. Og svo segir: Þegar kúlan hitti forsetann hné hann fram yfir sig og lagðist höfuð hans í kjöltu konu hans. — Þá mundi ég eftir myndunum sem ég hafði verið að skoða með dótt- ur minni kvöldið áður af for- setahjónunum og frásögninni af litlu stúlkunni þeirra sem var á svipuðu reki og stúlkan mín — og hvað pabbinn og Karolína voru miklir vinir, — og þá varð mér allt í einu ljóst að það var ekki bara Banda- ríkjaforseti sem fallið hafði — heldur líka venjulegur maður eins og þú og ég — og frammi fyrir nakinni tragidíunni verð- ur venjulegum þul þungt fyrir brjósti, og andardráttur erfið- ur. Árni Gunnarsson, fréttastjóri Alþýðublaðsins: Fréttin um dauða Kennedys eru ugglaust einhver hörmuleg- ustu tíðindi, sem blöðin hafa flutt lesendum sínum. Allir þeir, sem unna friði og öryggi áttu góðan leiðtoga þar sem hann var. Með morðinu á hin- um unga forseta, hafði heimur- inn verið sviptur manni, sem á stuttum stjórnarferli, hafði tekist að lægja stríðsóttann, minnka spennuna milli stór- veldanna og glæða vonir ein- staklingsins um varanlegan frið. Þessi ungi forseti hafði eign- ast ti’ygga liðsmenn í flestum löndum heims, og hann var tákn þeirrar vonar, að mönnum mætti takast að hafa stjórn á þeim öflum, sem leiða til tor- tímingar. Föstudaginn 22. nóvember klukkan rúmlega fimm, fór bjallan á fjarritara Alþýðu- blaðsins að hringja til merkis um það, að einhver stórfrétt væri væntanleg. Fyrsta skeytið var ruglingslegt. Það skýrði frá því að Kennedy forseti hefði orðið fyrir árás. Síðan komu skeytin með stuttu millibili. Þá var skýrt frá því, að forsetinn hefði fengið síðustu smurningu, og skömmu síðar hringdi bjall- an látlaust, og þrjú orð voru rituð á pappírinn: „Kennedy er död“. Viðbrögðin urðu þau sömu alls staðar. Þetta var eins og að missa náinn viri. — Bjargið hafði klofnað og óvissan tók við. Matthías Jóhannessen, rit- stjóri Morgunblaðsins: Stærstu fagnaðartíðindi sem mér hafa borizt að eyrum á blaðamennskuferli mínum, voru þau er togarinn Úranus kom fi'am. En soi'gai’frétt hef ég aldrei heyrt hörmulegri en þá, er Kennedy var myrtur í Dall- as. Víst hafa borizt hingað til lands fi'egnir um hryllileg þjóðhöfðingjamoi'ð úr ýmsum löndum. En ekkert þeirra hefur snortið okkur íslendinga jafn. djúpt og morðið á Kennedy. Það er ekki sízt fyrir þá sök hve fljótt fregnin barst til lands- ins. Lík forsetans var ekki kóln- að. Þjóðir heims lifa í nánari tengslum hver við aðra en áður fyrr. Og aldrei hef ég gert mér gleggri grein fyrir því að heim- urinn fer sí-minkandi en sorg- in sí-stækkandi. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.